Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Fyrirbyggjandi viðhald?

Þrátt fyrir alvöru málsins er ekki hægt annað en brosa út í annað.  Mannanna verk eru aldrei fullkomin og til allrar hamingju varð ekki skaði af.  Elliði fékk hins vegar "fyrirbyggjandi viðhald".

Vona að öllum heilsist vel.


mbl.is Í þræðingu með hraði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á lítilli eyju við heimsskautahjara

Rakst á þetta kvæði á strandir.is Þetta held ég að sé lýsandi fyrir hug margra í dag fyrir þeirri ömurlegu stöðu sem búið er að setja íslenska þjóð í.  Það kannski ekki neinn einn sem ber það alla sök og misjafnt er hvernig "útrásarvíkingarnir" hafa brugðist við.  Sumir flýja land með fjármuni í ferðatöskum á meðan aðrir virðast ætla að takast á við vandann eins og menn. 

 

Á lítilli eyju við heimsskautahjara

býr heimakær, vansvefta, auðtrúa þjóð.

Hún leit upp til ráðsmanna loðinna svara

sem loforðum öfugt í kok hennar tróð.

 

Þeir níddust á trausti og trúgirni okkar

– táldrógu sannlega helvítis til.

Og allt sem þeir gerðu, þeir gordrullusokkar

gerðu þeir flottræflum sínum í vil.

 

En frelsið er háðara boðum og bönnum

en bláeygðir frjálshugar ímynda sér.

Þjóð mín var notuð af nýríkum mönnum

og nauðgað af útrásarvíkingaher.

 

Veit ekki eftir hvern þetta er en ef einhver getur upplýst mig um það verður það þegið þökkum með.

 

Nú er komið í ljós að höfundurinn er Baggalúturinn góðkunni Bragi Valdimar.  


Hvað sagði Árni Matt við Alistair Darling sem reitti breska ráðamenn til svona mikillar reiði?

Það kemur fram í Fréttablaðinu að fjármálaráðherra Bretlands A. Darling hafi átt símtal við kollega sinn Árna Mathiesen í eftir kastljósviðtalið við DO í fyrrakvöld og það sé fyrst og fremst það samtal sem breski fjármálaráðherrann hafi vísað til, furðu lostinn ásamt G.  Brown, forsætisráðherra Breta í gærmorgun. Þeir voru mjög stóryrtir og sögðust sækja rétt sparifjáreigenda ICESAVE með góðu eða illu til íslenskra stjórnvalda. 

Nógu slæmar voru heimskulegar yfirlýsingar DO og það heyrðu og sáu allir.  Ef það reynist rétt að dýralæknirinn hafi reitt breska ráðherra til svona mikillar reiði verður hann að upplýsa þjóðina um hvað þeim fór á milli.  Það getur vart skaðað meir en orðið er.

Ábyrgð þeirra manna sem stunduðu hér hreina og klára fjárglæfra og stukku síðan frá borð og skildu allt eftir í rjúkandi rúst er mikil og ríkisvaldinu ber skylda til að fela viðeigandi yfirvöldum að frysta eignir þeirra hérlendis sem og erlendis og sækja þá til saka.  Þeirra er sökin mest.  Hins vegar virðist ljóst að opinberar eftirlitsstofnanir hafa ekki staðið sig og beinlínis skaðað hagsmuni þjóðarheildarinnar.

Glannalegar (vægt til orða tekið) athafnir og orð þessara manna sérstaklega seðlabankastjóra hafa augljóslega skaðað þjóðina gífurlega.  Því er spurning um hvort orð hans varði ákvæði 91. gr. X. kafla alm. hegningarlaga:

91. gr. Hver, sem kunngerir, skýrir frá eða lætur á annan hátt uppi við óviðkomandi menn leynilega samninga, ráðagerðir eða ályktanir ríkisins um málefni, sem heill þess eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin, eða hafa mikilvæga fjárhagsþýðingu eða viðskipta fyrir íslensku þjóðina gagnvart útlöndum, skal sæta fangelsi allt að 16 árum.
Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem falsar, ónýtir eða kemur undan skjali eða öðrum munum, sem heill ríkisins eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin.
Sömu refsingu skal enn fremur hver sá sæta, sem falið hefur verið á hendur af íslenska ríkinu að semja eða gera út um eitthvað við annað ríki, ef hann ber fyrir borð hag íslenska ríkisins í þeim erindrekstri.
Hafi verknaður sá, sem í 1. og 2. mgr. hér á undan getur, verið framinn af gáleysi, skal refsað með …1) fangelsi allt að 3 árum, eða sektum, ef sérstakar málsbætur eru fyrir hendi.

 Það þýðir ekkert að segja að ekki þýði nú að leita að sökudólgum.  Það er svona svipað og einhverjir dólgar leggi heimili manns í rúst og manni sé efst í huga að að laga til og koma heimilinu aftur í stand í stað þess að ná tjónvaldinum.

Kallar maður ekki á lögguna í svona tilfellum?


Meinsemdin blasir við en allir líta undan

Flestum hugsandi fólki má vera ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi hefur gengið sér til húðar.  Reyndar hefur mér virst það augaljóst frá upphafi að kerfi einokunar og sérréttinda er dæmt til þeirrar sjálfseyðingar sem nú er að ganga eftir.  Kerfinu var í fyrstu komið á fót, efalaust af góðum huga, til að bjarga veiðistofni þorsksins frá eyðileggingu og ofveiði.

Aðferðin við skiptingu auðlindarinnar var hins vegar ein galin og verða má.  Einungis ein stétt manna var tekin út og afhent auðlindin til notkunar, útgerðarmenn sem höfðu haldið skipum til veiða í þrjú svokölluð viðmiðunarár á undan kvótasetningunni 1984.  Eftir sátu með sárt ennið, sjómenn, fiskverkafólk, fiskverkendur og aðrir sem áttu beina eða óbeina hagsmuni af veiðum og vinnslu.  Gjörsamlega var gengið á skjön við alla heilbrigða hugsun um atvinnufrelsi og opið markaðskerfi.

Áður hef ég hér í bloggfærslum og í greinum gert grein fyrir hugmyndum mínum á útfærslu uppboðskerfis þar sem allir ættu jafna rétt til boðanna og þá einungis til skamms tíma í senn.  Það er gjörsamlega glórulaust að svokallaðir "sægreifar" sitji að aflaheimildunum eins og fyrri tíma lénsherrar og skammti örðum skít úr hnefa.

Kerfi sem þetta er eins og mein sem étur lífgjafann innanfrá.  Allir vita en líta undan því meinsemdin er miður geðsleg og mun valda mörgum tjóni þegar á henni verður stungið.  Það verður samt ekki hjá því komist, því fyrr því betra.


mbl.is Nýtt fiskveiðiár mörgum erfitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slysahætta vegna kæruleysis

Þessi frétt vekur mann til umhugsunar hvort virkilega séu enn til flutningabílstjórar sem læsi ekki gámalásum.  Öðruvísi getur gámur ekki fokið af vagni. 

Þrátt fyrir alla þá umræðu sem verið hefur um slælegan og hættulegan frágang á farmi má enn sjá kærulausa (og/eða heimska) bílstjóra sem ekki ganga tryggilega frá flutningi.  Eru þessir menn tilbúnir til að hugsa þá hugsun til enda hvað geti gerst þegar t.d. gámur fýkur af?  Eru menn tilbúnir til hins sama með óbundnar vinnuvélar á vögnum?

Ég bara spyr?


mbl.is Gámur fauk af bíl á Kjalarnesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Takk Óli, takk Logi, takk Alexander, takk, takk......

Í dag kemur íslenska landsliðið í handbolta heim eftir frábæran árangur á Ólympíuleikunum í Kína.  Það er búið að vera stórkostlegt að fylgjast með þessum drengjum í hverjum leiknum eftir annan.  Baráttuandi, skipulag og fyrst og fremst leikgleði hafa drifið liðið áfram og hver stjórþjóðin eftir aðra var að velli lögð.

Ég vil þakka liðinu fyrir þær einstöku ánægjustundir sem það hefur veitt mér sem og öðrum áhorfendum.  Það var auðvelt að hrífast með eins og raunar öll þjóðin gerði í gleði sinni.  Gömul þjóðernisvitund tók sig upp og hressti upp á þjóðarsálina.  Samt er það alltaf svo að einn og einn rekur hornin í eins og við höfum orðið vitni að hér á blogginu undanfarna daga.  Meira að segja forsetafrúin varð fyrir þessu vegna þess að hún mátti ekki sýna sömu gleði og hrifningu og hver annar.  

Tökum okkur Ólaf Stefánsson til fyrirmyndar og segjum "bíbb" á slíkar nöldurskjóður og mætum í miðbæinn til að taka á móti liðinu.  Sýnum þar með þakklæti okkar í verki og gleðjumst með þeim í dag.

Enn og aftur.  Þúsund sinnum TAKK, TAKK, TAKK....


Vanvitaháttur

Mín skoðun hefur lengi verið sú að taka ætti upp stigskift ökuréttindi, Eitt þeirra atriða væri að takmarka réttindi byrjenda með bráðabirgðaskírteini varðandi afl ökutækisins, líkt og gert er með mótorhjólaréttindi þ.e. hestöfl deilt með þyngd.   Þannig mætti koma í veg fyrir þann vanvitagang sem sést á þessu myndskeiði.

Athæfi sem þetta lýsir ótrúlegu virðingar- og dómgreindarleysi gagnvart samborgurum sínum, í þessu tilfelli börnum á skólalóð.


mbl.is Ofsaakstur á skólalóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óréttlæti einokunarkerfis

Í ljósi hins nýlega álits mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna er ekki nema eðlilegt að einhver láti nú reyna á kerfið.  Kerfið sem vart verður saman jafnað við meira óréttlæti í íslandssögunni en dönsku einokunarverslunina.  Kerfi sem er einokun einnar stéttar á rétti til fiskveiða úr sameign þjóðarinnar.  Kerfi sem svipt hefur óteljandi einstaklinga og fjölskyldur afkomumöguleikum sínum, gert eignir þeirra verðlausar og að auki svipt margan manninn sjálfsvirðingunni.

Kerfi sem þetta og er búið til af stjórnmálamönnum sem virðast hafa verið fjarstýrðir frá skrifstofu LÍÚ. Kerfi sem er hreinlega úr takt við allt annað í þjóðfélaginu og er mannfjandsamlegt.  Það er hreint ótrúlegt að horfa upp á nátttröll sem kvótakerfið í nútíma samfélagi frjálsrar verslunar og viðskipta.  Þarna heldur einstaklingurinn Ásmundur á sjóinn vitandi það að hinn langi armur ólaganna, Fiskistofa, mun krækja hann að landi fyrr en síðar og lögsækja hann fyrir verknaðinn.

Hér er mikið réttlætismál á ferðinni.  Hér er maður sem þarf stuðning okkar allra í baráttunni.  Ekki minni stuðning en aðrir flóttamenn sem þurfa að berjast fyrir réttindum sínum og okkar hinna.  Því hvet ég alla til að láta nú í sér heyra og veita honum stuðning.  


mbl.is Mótmælir kvótakerfinu með veiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísbjörn verður skáldi að yrkisefni

Nú verður ísbjarnardrápið mönnum að yrkisefni og ekki ástæðulausu.  Því meira sem þetta er skoðað er ljóst að menn hlupu verulega á sig.  Í norðurhéruðum Kanada sækja ísbirnir mjög til mannabyggða og eru þar fólki til ama.  Það heyrir þó til algerra undantekninga ráðist þeir að mönnum.  Þarna éta þeir allt sem til fellur og eru ruslagámar íbúanna stundum illa útleiknar.  Fólk fælir þá gjarnan á braut með grænum og bláum blysum eða loftlúðrum eins og notaðir eru á kappleikjum.

En veiðimanninum, náttúrubarninu og skáldinu Jóni Halldórssyni á Hólmavík varð þetta að eftirfarandi yrkisefni: 

 

Þú komst yfir hafið á heiðskírum degi
á hreina Íslands jörð
úr nístingsköldum norðurvegi
að nema Skagafjörð.

Þú stikaðir frjáls um fjallanna sali
um fagra Íslands grund;
velkominn gekkstu um grösuga dali
gleymdir þér um stund.

Þú örmagna, máttfarinn, lagðist í laut
á ljúfri Íslands fold
uns kyrrðin dreif þig í draumanna skaut
í dúnmjúkri gróðurmold.

Þar sáu þig tortryggnir blauðgeðja bændur
þeir byggja Íslands lönd.
Vitstola hringdu í vopnfæra frændur
sem vildu þig þegar í bönd.

Þeir umkringdu þig, sem þekktir ei hlekki
en þvældist um íslenskt hlað.
Þeir skelfast frelsið sem skilja það ekki
og skjóta í hjartastað.

 

Athugasemd:  Mér er nú kunnugt um að Bragi Valdimar Skúlason Baggalútur er höfundur kvæðisins en ekki ofannefndur Jón Halldórsson.  Mér var bent á þetta kvæði inn á heimasíðu Jóns og þar var ekki getið annars höfundar.  Vegna þessa misskilnings og fljótfærni minnar vil ég biðja uppáhaldstextahöfund minn Braga Baggalút innvirðulega afsökunar.  

Vegna þessa er gott að minna á þá sjálfsögðu kurteisi að geta höfundar sjái menn ástæðu til að birta hugverk sem þessi á síðum sínum. 


Er ekki verið að kasta tækifærum á glæ?

Í stöðunni voru tveir kostir; annar að taka enga áhættu og skjóta hann strax eða fanga hann lifandi, og flytja aftur til síns heima.  Ég ætla að velta seinni kostinum fyrir mér.   Voru ekki meiriháttar tækifæri í stöðunni til að bæta ímynd okkar á alþjóðlegum vettvangi og treina þetta alveg í botn.  Búa til fjölmiðlasirkus, safna peningum hjá veruleikafirrtum malbiksbörnum, flytja dýrið norður í íshafið þar sem hans réttu heimkynni eru.  Setja á hann gerfihnattasendi og sjá öllum sem vilja fyrir botnlausum fréttum, sönnum og lognum, búa til barnabók, minjagripi o.þ.h.

Okkur veitti ekki af, drepandi hvali, hægri vinstri, skítandi út "betri stofuna" með fáránlegum stíflumannvirkjum og díoxíðspúandi jarðgufuverum.  Við eigum að nýta öll tækifæri til að fegra ímynd okkar.

PS. Þeim sem ekki skilja mun á alvöru og kaldhæðni ætla ég að biðja um að sleppa að skrifa athugasemdir.  Það er gaman á hræra upp í drullupyttum svona öðru hverju....en samt öllu má ofgera. 


mbl.is Ísbjörninn felldur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband