Hættur, farinn, bless

Í dag hefur Morgunblaðið misst trúverðugleikann. Því skilja hér leiðir. Ég mun ekki blogga hér oftar jafnframt því sem ég segi upp áskriftinni.

Þessi nöturlega uppákoma var það sem við þurftum síst á að halda nú. Morgunblaðið hefur haldið uppi merki vandaðrar og góðrar blaðamennsku, sérlega síðustu misserin undir stjórn Ólafs Stephensen. Sá trúverðugleiki sem blaðið hefur áunnið sér síðan leiðir með Sjálfstæðisflokknum skildi hefur nú farið fyrir lítið.Ráðinn er til starfa maður sem lék aðalhlutverkið í aðdraganda hrunsins og í hruninu sjálfu.

Kannski mætti segja að hann sé holdgerfingur hrunsins. Á vegum Alþingis stendur yfir rannsókn á aðdraganda þess og það hlýtur að vera mikið dómgreindarleysi að ráða hann sem ritstjóra. Hvernig á umfjöllun blaðsins um hrunið að öðlast trúverðugleika með hann sem ritstjóra. Þarna er Morgunblaðið komið á sama sess og Baugsmiðlarnir.

Svo einfalt er það nú.

Nýtt bloggsvæði er á Eyjunni http://blog.eyjan.is/sveinni/ 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

það er ekkert smá mikið að svona fólki eins og þér - jahérna ekki mun ég ráðleggja nokkrum manni að leita til þín með sín börn í ökutíma

farðu bara

Jón Snæbjörnsson, 24.9.2009 kl. 22:00

2 identicon

Það er mikil sorg á mörgum Samfylkingarheimilum þessa dagana. Munið þó að myrkið er alltaf mest rétt fyrir dögun.

Sem þýðir að Jón Ásgeir og Samspillingarflokkurinn sér ykkur Samspillta fólkinu örugglega fyrir einhverri blogg-gátt.

Hilmar (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 22:15

3 identicon

Gott hjá þér! Skil þig vel. Þetta er ótrúlegt....

Dóra. (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 22:17

4 identicon

Ég fer þá líka, mogginn, mbl, moggabloggið, ekkert af þessu mun verða lesið af mér og mínum nánustu. Farinn.

sr (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 22:21

5 Smámynd: Haukur Nikulásson

Sveinn, við erum að verða bara þó nokkrir sem segjum bless við moggabloggið.

Ef ég ætti krakka í þörf fyrir ökuskóla myndi ég hiklaust senda hann til þín

Haukur Nikulásson, 24.9.2009 kl. 22:32

6 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

og nýrra ritstjóra Morgunblaðsins að þú lokir þessari bloggsíðu þinni þegar í stað. Ekki viltu hafa nafn þitt hér lengur - eða hvað ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 25.9.2009 kl. 14:27

7 identicon

Gangi þér vel á nýjum vettvangi Sveinn minn. Hafðu það sem best.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband