Barbabrella

Á árum áður þegar dætur mínar voru ungar fannst þeim besta skemmtun að láta lesa fyrir sig.  Ein vinsælasta sögupersónan var Barbapaba og fjölskylda hans.  Þessar sögur voru skemmtilega og ef ég man rétt fylgdu þeim sjónvarpsþættir.

Persónur sögunnar höfðu þann stórkostlega eiginleika að geta breytt um lögun og hlutverk, allt hvað hentaði hverju sinni.  Langfærastur þeirra í þessum brellum var Barbapaba sjálfur.  Hann gat án fyrirhafnar töfrað fram nánast hvað sem var þegar honum hentaði.

Hip, hip, barbabrella og eitthvað nýtt leit dagsins ljós.  Samt var að ekkert nýtt, einungis augnabliks sjónhverfing.  Mér finnst að margir stjórnmálamenn hafi tileinkað sér hugmyndafræði og úrræði Barbapapa.  

Einn þeirra er núverandi sjávarútvegsráðherra.  Þar sem hiti er nú að hlaupa í kosningabaráttuna hef ég tilhneigingu til að halda fyrirhugaðar strandveiðar hans vera einfalda barbabrellu.  Af hverju dregur hann þessa brellu upp núna, maður sem varið hefur kvótakerfið nánast alla tíð.  Mér er spurn.

Ég trúi þessu ekki fyrr en sé þetta gerast.


mbl.is Strandveiðar í stað byggðakvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sællir.

Ég var nú að skrifa eitthvað hérna á blogg hjá öðrum góðum bloggara fyrr í dag um það að LÍÚ (landssamtök útvegsmanna) væru alltaf á móti öllu sem væri fram sett hérna í þessu landi þegar kemur að sjávarútvegnum. Þetta er nú ekki alveg nógu gott. Það er alveg sama hvaða tillögur þingmenn og ráðherrar koma fram með hérna í þessu landi. Það strandar allt á LÍÚ. Þeir eru á móti öllu. Það er alveg sama hvað það er.

En þetta er nú bara mín skoðun.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 20:14

2 identicon

Barbabrella og ekki Barbabrella. Það virðast komnar upp Barbabrellur hjá öllum flokkum. En eftirstendur að þingmenn sjálfstæðismanna komu í veg fyrir stjórnlagaþing og aðrar nauðsinlegarbreitingar á stjórnarskráiin og leystu þar með Samfylkinguna undan því loforði sínu að aðildarumsókn væri skylyrði fyrir samstarfi eftir kostningar og geta gaufað við þetta næstu fjögur árin.

Var þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sjálfrátt eða voru þeir að vinna fyrir LÍÚ Landsamband Íslenskra Útvegsmanna um að koma í veg fyrir að auðlindirnar yrðu þjóðareign

Jón Halldór Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband