Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Þriðjudagur, 18. nóvember 2008
11. gr. laga nr. 36/2001
Minntist DO ekki á ákvæði þessarar greinar? Skrítið. Greinin fjallar um heimild Seðlabankans um að gera lánastofnunum að leggja ákveðið hlutfall innlána á sérstakan bundinn reikning í Seðlabankanum. Stundum kölluð bindiskyldan. Hún er annað af tveimur stjórntækjum bankans á efnahagsmálum. Hitt eru vextir. Eins og allir þekkja var því stjórntækinu óspart beitt. Hvers vegna beitti DO ekki bindiskylduákvæðinu til að hafa þennan bráðnauðsynlega hemil á útþenslu bankanna?
Manni er spurn. Svo vogar þessi maður sér að mæta með smjördósinar, nei -föturnar og sletta á allt og alla. Allir eiga sök nema hann. OMG, hversu háu stigi getur veruleikafirringin náð. Hann hagar sér eins og illa uppalin frekur krakki í barnaafmæli.
Annað tveggja er maðurinn galinn eða þá að hann er að undirbúa brottför sína úr "pólitík" og bankanum með hvelli, miklum hvelli.
Hvisssss....baaang.
Farinn!!!
Fjölmiðlar í heljargreipum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sunnudagur, 16. nóvember 2008
Ný gildi - Ný viðmið - Nýja Ísland
Undanfarnar vikur hafa verið þær viðburðaríkustu í lífi íslensku þjóðarinnar síðan lýðveldið var stofnað 1944. Þrátt fyrir duglega og kraftmikla þjóð kom í ljós að mörg af gildum okkar voru á sandi byggð og margar meinsemdir hrjáð þjóðarlíkamann. Mein sem við höfum oftar en ekki afgreitt með fullkominni afneitun. Hverju er um að kenna verður manni spurnarefni. Var það minnimáttarkennd - þjóðernisremba, þið vitið -How do you like Iceland- syndromið eða var það eitthvað annað. Ekki get ég dæmt um það. Hitt er ljóst að hægt og bítandi hafa þessi mein vaxið og dafnað og étið okkur innanfrá. Tvö dæmi:
Verðtrygging var sett á í kjölfar óðaverðbólgu áttunda áratugarins, ekki sem lausn á vanda heldur sem plástur á mein. Ekki var gerð minnsta tilraun til að lækna það heldur var lagður sérstakur skattur á þjóðina. Skatturinn er verðtryggingin. Með þessum skatti greiddum við niður kostnað við að halda úti sérstökum gjaldmiðli. Gjaldmiðli sem var eins og eitthvað þjóðartákn, líkt og heilög belja sem ekki mátti snerta og hafði sama status og þjóðfáninn og þjóðsöngurinn. Þetta höfum við burðast með öll þessi ár. Þegar einhver hefur verið svo djarfur að kvarta, þá hefur viðkomandi verið úthrópaður sem landráðamaður. Æðsti prestur þessa trúarhóps hinnar heilögu krónu hefur setið í Seðlabankanum er nú orðinn tákngerfingur um spillingu valdhafanna.
Hitt dæmið er kvótakerfið í sjávarútvegi. Fram til þessara daga má telja þetta einokunarkerfi spillingar og sérhagsmuna eitthvert mesta fjárhagslega umhverfisslys síðan danska einokunarverslunin var aflögð. Fyrir fólkið úti í sjávarþorpunum er "kreppan" eitthvað sem það þekkir af eigin raun. Fólk sem hefur mátt þola fjárhagslegt skipbrot og niðurlægingu þegar sægreifinn seldi lífsafkomu þeirra til hæstbjóðanda. Eftir sat hnípið samfélag í átthagafjötrum, atvinna lítil eða stopul, húsin urðu verðlaus og annað eftir því. Nú er tími til að taka til hendinni í þessari meinsemd. Á þessu sviði sem öðrum þurfum við að moka út úr flórnum. Viðurkenna eign þjóðarinnar á auðlindinni og haga meðferð okkar á henni samkvæmt því.
Nú verðum við að endurmeta gildi okkar, framtíðarsýn og markmið. Viðmiðin hafa breyst og því eigum við kannski ekki bara að tala um Nýja Glitni, Nýja Landsbanka og nýja þetta og nýja hitt. Tækifærið er núna, tökum saman höndum og sköpum hið NÝJA - ÍSLAND.
Fimmtudagur, 13. nóvember 2008
Gálgafrestur Gunnars Páls
Aumingjadómur Gunnars Páls er ótrúlegur. Þetta fer stöðugt að líkjast meir og meir siðferði og atburðarás í Sopranos-þætti en veruleika heiðarlegra kaupsýslumanna. Þarna tekur hann við hverri dúsunni eftir annarri og finnst voða voða gaman að sýna sig í félagsskap stóru strákanna. Strákanna sem notuðu hann til þarfaverka að rétta upp hendi á stjórnarfundum Kaupþings.
Var ekki maðurinn þar til að gæta hagsmun VR og lífeyrisþega? Vandræðalegar útskýringar hans í Kastljósi bentu ekki til þess. Kannski tókst honum betur upp í kvöld.
VR flýtir stjórnarkjöri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 13. nóvember 2008
Reiðina verður að sefa.....núna ef ekki á illa að fara.
Ég held að flestum sé ljós sú mikla reiði sem ríkir meðal almennings. Stjórnvöld virðast halda afspyrnuilla á málum og mál okkar komin í illleysanlegan hnút. Fólk mun safnast saman á Austurvelli á laugardag, hvort sem mönnum líkar betur eða ver. Mjög lítið þarf nú til að upp úr sjóði og allt geti farið í bál og brand. Eignaspjöll, meiðingar eða mannskaðar eru okkur fjarlæg og í huga flestra sem fjarlægar fréttir á sjónvarpsskjám. Hins vegar er málum svo komið að við stöndum frammi fyrir raunverulegri ógn. Óvinurinn er við sjálf. Ég skora á fólk að halda ró sinni en mótmæla af þeim krafti að eftir sé tekið.
Stjórnvöld verða að friða fólk. Fólk sem krefst þess að sökudólgar séu dregnir til ábyrgðar. Bullið í Geir að ekki megi persónugera vandann er í besta falli hlægilegt. Hann og félagar í ríkisstjórn þurfa heldur betur að taka til hendinni og henda út stjórn seðlabankans, stjórn FME auk þess að reynt verði með áþreifanlegum hætti að hafa hendur í hári og eigum þeirra fjárglæframanna sem hér hafa komið heilli þjóð á vonarvöl.
Ríkisstjórn GHH á síðan að leggja fram afsögn samhliða því að óska eftir því að forseti Íslands skipi utanþingsstjórn færustu sérfræðinga (ekki síst í mannlegum samskiptum) og boðað sé til kosninga ekki síðar en um miðjan mars.
Skoðið kjósa.is og leggið lið kröfunni um kosningar.
Máluðu Valhöll rauða í nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 12. nóvember 2008
Kíkið á þetta - óborganlegur húmor!
Þriðjudagur, 11. nóvember 2008
Dómgreindarleysi og veruleikafirring ráðamanna
Miðaldra lífsreyndum manni kemur fátt á óvart þessa dagana. Samt er ég furðu lostinn á því þeirri dæmalausu veruleikafirringu sem fram kemur í hrokafullu svari þeirra Geirs og Ingibjargar. Eru þessi menn, Árni og Björgvin fullgildir ráðherrar sinna málaflokka? Í hverju felst ráðherradómurinn? Vegtyllunni einni saman án nokkurrar ábyrgðar á athöfnum eða athafnaleysi undirstofnanna sinna?
Sama má segja um seðlabankastjórnina. Þar er bara of seint í rassinn gripið, allur trúverðugleiki og traust er farið fjandans til. Krónunni ekki lengur viðbjargandi þannig að litlu máli skiptir hvort hinn hrokafulli lýðskrumari Davíð Oddsson og hans kollegar sitji eða fari.
Fólk er almennt orðið ofsareitt og nú mun reiðin beinast að geðlurðunni Geir Haarde og blaðurskjóðunni Ingibjörgu. Ástandið er orðið mjög eldfimt og það er orðin bara spurning um hvenær fyrsta steininum er kastað, fyrsti bíllinn brenndur, fyrsti táragasbrúsinn tæmdur og eitthvað sé nefnt.
Þjóðin krefst svara. Þjóðin krefst aðgerða.
Núna.
Vegið ómaklega að ráðherrum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 10. nóvember 2008
Heiðarleiki stjórnmálamanns - Bjarna klúður Harðarsonar
Sér svo færi á koma klámhöggi á Valgerði sem lendir beint í eigin andliti. Þetta lýsir reyndar í hnotskurn íslenskum stjórnmálamönnum sem eru upp til hópa gjörspilltir eiginhagsmunaseggir. Bjarni á ekki annan kost en segja af sér strax í fyrramálið og biðjast opinberlega afsökunar.
Jólabókasalan er að byrja og best hjá Bjarna og fara aftur í bókabúðina sína.
Föstudagur, 7. nóvember 2008
Hagfræði fyrir byrjendur
Í þorpi einu birtist maður og kvaðst vilja kaupa apa af þorpsbúum á 1000 krónur stykkið. Þar sem mikið var um apa í nágrenni þorpsins fóru þorpsbúar að veiða apana og selja manninum þá. Maðurinn keypti þúsundir apa af þorpsbúum á 1000 krónur. Þegar framboðið fór að minnka bauðst maðurinn til að borga 2000 krónur fyrir apann. Aftur jókst framboðið um tíma, en síðan minnkaði það enn frekar og hætti loks alveg þar sem erfiðara var fyrir þorpsbúa að finna fleiri apa til að selja.
Maðurinn tilkynnti þá að hann mundi borga 5000 krónur fyrir hvern apa sem hann fengi, en hann þyrfti að skreppa frá í smá tíma og aðstoðarmaður hans mundi sjá um kaupin á meðan. Eftir að maðurinn var farin hóaði aðstoðarmaðurinn þorpsbúum saman og bauðst til að selja þeim apana, sem voru geymdir í búrum, á 3500 krónur stykkið. Fólkið gæti svo þegar maðurinn kæmi aftur selt honum apana á 5000 krónur. Þorpsbúar söfnuðu saman öllu sínu sparifé og keyptu apana af aðstoðarmanninum. Síðan hefur ekkert spurst til mannsins eða aðstoðarmannsins. Ofangreinda sögu fékk ég senda áðan. Eftir að hafa lesið hana skildi ég allt í einu betur íslenska bankakerfið og hlutabréfamarkaðinn.
Mánudagur, 3. nóvember 2008
Hvílík martröð - Nauðsyn á erlendum rannsóknaraðilum
Á sama tíma eru núverandi ríkissaksóknari og sá fyrrverandi settir í það auma og vonlausa hlutskipti að rannsaka hugsanlega brot fjölskyldumeðlima. Ráðandi öfl í samfélagi okkar eru svo samtvinnuð þessari spillingu að ekki kemur annað til greina en leita út fyrir landsteinana að óháðum rannsóknaraðilum.
Annað mun vart trausts vert.
Engar niðurfellingar hjá Landsbanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 15. október 2008
Að snúa bökum saman og byggja upp traust...
Það sem vekur mesta furðu að stjórnendur bankans skuli vera svo "innmúraðir" og "innvígðir" í múra fílabeinsturnsins við Kalkofnsveg og þeir skynji ekki vitjunartíma sinn.
Það er miður.
Ekki persónugera viðfangsefnin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |