Hvert er virði eigna Landsbankans?

Ljóst er að mikil óvissa er um raunvirði þeirra eigna Landsbankans sem ætlun stjórnvalda er að gangi upp í ICESAVE þjófnaðinn. Alla vega er ljóst að þessar meintu eigur gangast ekki upp á mót skuldinni.

 Er þetta ekki nægileg aðvörun til að staldra við?

Mín skoðun er sú að slík óvissa sé með raunvirði eignanna að ekki sé verjandi að samþykkja samninginn við Holllendinga og Breta.Alls ekki.

Þessi samningur er svo vondur að engin áhætta felst í því að fella hann. 


mbl.is Bankinn fær ekki eignirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Svavar nennti að eigin sögn ekki að hanga yfir þessu lengur.

Sigurður Þórðarson, 11.7.2009 kl. 11:48

2 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Þarna er um að ræða eigur Landsbankans í Lúxemborg, sem var sjálfstætt dótturfélag og kemur Icesave ekki við.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 11.7.2009 kl. 14:32

3 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Vilhjálmur: Vissulega eru þetta "eigur" sjálfstætt starfandi dótturfélags en engu að síður gefur þetta vísbendingu að svokallaðar "eignir" séu kannski ekki jafnvissar í hendi og sumir vilja láta í veðri vaka.

Gjaldþrot er alltaf slæmur kostur, jafnvel þó því sé frestað með harmkvælum í 7 ár.

Sveinn Ingi Lýðsson, 11.7.2009 kl. 15:04

4 identicon

Það er alveg klárt bara að ef Iceslave samningarnir verða samþykktir á Alþingi að þá verður allt vitlaust á Íslandi. Íslendingar flýja land og það verður ekki lífvænlegt hérna lengur. Það er bara svona sem það er...

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 17:41

5 Smámynd: cindy

Ég held að við getum allveg eins farið út og reynt að ná í þoku. Þoka er sýnileg en ósnertanleg.

cindy, 11.7.2009 kl. 22:27

6 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Sama á við með regnbogann, fallegur, fjarlægur og ósnertanlegur.

Sveinn Ingi Lýðsson, 12.7.2009 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband