Reiðina verður að sefa.....núna ef ekki á illa að fara.

Ég held að flestum sé ljós sú mikla reiði sem ríkir meðal almennings.  Stjórnvöld virðast halda afspyrnuilla á málum og mál okkar komin í illleysanlegan hnút.   Fólk mun safnast saman á Austurvelli á laugardag, hvort sem mönnum líkar betur eða ver.  Mjög lítið þarf nú til að upp úr sjóði og allt geti farið í bál og brand.  Eignaspjöll, meiðingar eða mannskaðar eru okkur fjarlæg og í huga flestra sem fjarlægar fréttir á sjónvarpsskjám.  Hins vegar er málum svo komið að við stöndum frammi fyrir raunverulegri ógn.  Óvinurinn er við sjálf.  Ég skora á fólk að halda ró sinni en mótmæla af þeim krafti að eftir sé tekið.

Stjórnvöld verða að friða fólk.  Fólk sem krefst þess að sökudólgar séu dregnir til ábyrgðar.  Bullið í Geir að ekki megi persónugera vandann er í besta falli hlægilegt.  Hann og félagar í ríkisstjórn þurfa heldur betur að taka til  hendinni og henda út stjórn seðlabankans, stjórn FME auk þess að reynt verði með áþreifanlegum hætti að hafa hendur í hári og eigum þeirra fjárglæframanna sem hér hafa komið heilli þjóð á vonarvöl.  

Ríkisstjórn GHH á síðan að leggja fram afsögn samhliða því að óska eftir því að forseti Íslands skipi utanþingsstjórn færustu sérfræðinga (ekki síst í mannlegum samskiptum) og boðað sé til kosninga ekki síðar en um miðjan mars.

Skoðið kjósa.is og leggið lið kröfunni um kosningar.


mbl.is Máluðu Valhöll rauða í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En þá kemur stóra spurningin. Hvernig á að velja þessa "færustu sérfræðinga"? Ég er alveg sammála þér um að þetta sé það besta að gera, í rauninni ættu allir valdamiklir embættismenn og ráðamenn yfirleitt að vera valdir úr hópum "færustu sérfræðinga, líka í mannlegum samskiptum og almennri stjórnun". Það myndi skila mun öflugra og sterkara ríki en það lýðræði sem við búum við.

Ég held að hætta yrði á að Forsetinn myndi velja eingöngu fólk úr sínu tengslaneti og þá myndi spillingarstigið sennilegast nálgast eitthvað sem aðeins þekkist í einvaldsríkjum, og yrði jafnvel ekki minna en í því staðnaða lýðræði sem við búum í nú.

Auðvitað er það fyrirliggjandi að reka ótal ráðamenn og embættismenn úr stöðum sínum, því minnsti hluti þeirra virðist hafa næga sjálfsvirðingu til að segja af sér, og hefur þannig engar forsendur til að bera (eða "axla") ábyrgð. En einu fullkomlega heiðarlegu leiðirnar eru kosningar og síðan "handvirka aðferðin" með tilheyrand brennum og brjálæði. Í raun væri best að flýta kosningum um ca. 1 og hálft ár, til að flokkarnir fengu nægan tíma til að koma sér upp góðum listum (persónulega myndi ég kjósa í öllum prófkjörum til að koma þessum hæfu einstaklingum að), þangað til er það í verkahring ráðamanna að haga sér þannig að til handvirku aðferðarinnar komi ekki, og í verkahring fréttamanna að sauma svo að ráðamönnunum að þeirra eini kostur er að haga sér ranverulega VEL.  

Grallarinn (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 09:04

2 Smámynd: Gummi Sleggja

Kúkur og piss. Þetta comment mitt er álíka þroskað og aðgerð þessa fólks í gær.

Gummi Sleggja, 13.11.2008 kl. 09:14

3 Smámynd: Haukur Baukur

Stöndum saman í orðsins fyllstu merkingu í kvöld. Stöndum saman án orða.

Komdu á Austurvöll fimmtudaginn 13 nóvember kl 20:00 og stattu með okkur í nokkrar mínútur. Taktu í höndina á næsta manni og segðu honum hvað hann er frábær að standa með þér.

Engin kröfuspjöld!! Engar ræður!! Engin óhlýðni!!
Aðeins Samstaða í nafni kærleika og vináttu!!



Við viljum hafa þetta einfalt. Tilgangurinn er að sýna samstöðu þjóðarinnar.
Markmiðinu er náð með því einu að mæta.

Ofbeldi er ekki það sem við viljum.
Enginn ætti að krefjast nokkurs. Enginn ætti að dreifa áróðri. Enginn ætti að æsa til mótmæla á nokkurn hátt, hvorki í orði né verki.
Ef einhver gerir slíkt förum við heim og við skorum á ykkur að gera slíkt hið sama.

Enginn ætti að sýna óhlýðni. Ef lögreglan vísar okkur frá höfum við samt náð markmiði okkar, að Standa Saman.

Hlökkum til að sjá þig

Haukur Baukur, 13.11.2008 kl. 09:38

4 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Grallari.   Það eru ýmsar leiðir færar til skipunar utanþingsstjórnar.  T.d. gæti forsetinn valið sér nefnd þriggja háskólarektora, Háskóla Íslands, Reykjavíkur og Bifrastar.  Þessi nefnd myndi tilnefna sína hæfustu menn í embætti sem forsetinn myndi síðan setja fram til þess tíma að komið yrði saman nothæfum þingmeirihluta að kosningum loknum.

Annar kostur væri að fá erlenda sérfræðinga til að taka verkið að sér.

Sveinn Ingi Lýðsson, 13.11.2008 kl. 09:44

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Árni Páll sagði í fréttablaðinu í gær að hann vissi ekki hverju væri verið að mótmæla. Þarf frekari vitna við? Hrokinn er gengdarlaus. Hefur þetta lið verið í coma s.l. 3 vikur?

Ég held að alþýða fólks eigi eftir að sýna þroska og stillingu enn og mótmæla eins og stoltu fólki sæmir. Ef einhverjir reiðari ætla að skemma það eða lögreglan að hlutast til um málið, þá hef ég eina tillögu, sem mynsi koma í veg syrir slíkt, auk þess að vekja heimsathygli. Það er að mæta með börnin okkar öll og stilla þeim fremst. Þau eru það sem málið stendur um. Það ætti að opna augu manna. Ég veit ekki til að þetta hafi nokkru sinni verið gert og ég skora á fólk að standa saman um þetta og um leið tryggja skilvís og friðsöm mótmæli.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.11.2008 kl. 10:34

6 Smámynd: Sigurjón Páll Hauksson

það þarf engin að vera undrandi þó upp úr sjóði hjá hinum almenna borgara þessa lands vegna ástandsinns.   Fjöldauppsagnir í flestum atvinnugreinum og sú óvissa sem fellst í upplýsingaleysi ráðamanna til þjóðarinnar gera allt mikið erfiðara og óstöðugra, þar af leiðandi verða mótmælin grimmari.  Það er örugglega erfitt fyrir þann sem er  að missa vinnuna að standa með móttmælaskilti og bros á vör í mótmælaaðgerðum á sama tíma og afborganir af lánum hækka um helming.  það er ekki svo að skilja að ég hvetji til óeirða, enn kröftug mótmæli á friðsaman hátt er nauðsynleg og þjappar fólki saman.  Bendi ég á að lögreglumenn eru líka borgarar sem jafnvel vilja taka fullann þátt í mótmælaaðgerðum á Austurvelli, enn eru bara að vinna. EKKI LÁTA LÖGREGLUNA eða aðra sem ekki eiga hlut að máli líða fyrir óöldina í landinu.

Sigurjón Páll Hauksson, 13.11.2008 kl. 10:45

7 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Núna einkennir afneitun og hroki framgöngu ráðamanna.  Almenningur er búinn að fá upp í kok af þögninni og upphafningshættinum.  Það er líka ömurlegt að þurfa að fá alltaf fréttirnar úr erlendum fjölmiðlum því þeir íslensku eru múlbundnir eigendum sem leika stór hlutverk í svikamyllunni sem komið hefur okkur á kaldan klakann. 

Jón Steinar.  Mér líst illa á að nota börn sem skjöld.  Ert þú tilbúinn að taka ábyrgð á því að ekki fari illa?  Getur þú tryggt það að inn á milli leynist friðarspillar sem auðveldlega geta hleypt öllu í bál og brand?  Ég mundi ekki treysta því.

Sveinn Ingi Lýðsson, 13.11.2008 kl. 13:15

8 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Sigurjón.  Gott innlegg hjá þér með lögreglumennina.  Það gleymist oft að þeir eru bara fólk eins og við.  Hafandi verið settir í það hlutverk að tryggja allherjarreglu og forða eignaspjöllum og meiðingum.  Hugsum áður en við látum reiði okkar bitna á þeim.  Með því erum við ekki skárri en þeir sem reiði okkar beinist og á að beinast að.

Sveinn Ingi Lýðsson, 13.11.2008 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband