Skipulagður þjófnaður?

Við einkavæðingu Landsbankans var okkur talin trú um að kaupendur hans væru vellauðugir og hefðu auðgast mjög með starfrækslu og síðar sölu á bruggverksmiðju í Rússlandi.  Frábært! hér komu menn með beinharða peninga og það í erlendum gjaldeyri.  Eitthvað sem við þörfnuðust svo mjög.

Reyndar fóru fljótlega af stað "gróusögur" um að fingraför Rússnesku mafíunnar væru á þessum skyndigróða kaupendanna þriggja.  Reyndar hafði einn þeirra verið í rekstri á Íslandi áður með heldur slaklegum árangri.  Nægir þar að nefna Hafskip og Dósagerðina sem reyndar mun hafa gengið þokkalega á meðan starfsmaður Landsbankans dró sér fé með skipulegum hætti og nýtti það til rekstrar Dósagerðarinnar.  Um leið og upp komst og þessi tekjulind þornaði mun hafa verið útséð um "arðbæran" rekstur þess fyrirtækis.  Varla þarf að fjölyrða um spilaborgina Hafskip.

Sem sagt þarna voru komnir þrír "rússagulldrengir" góðir og vel þóknanlegir ráðamönnum, þeim Davíð Oddssyni og Halldóri Ásgrímssyni, sem töluðu fjálglega um þess miklu innspýtingu fjármagns bla..bla.....

Í dag er verið að fletta ofan af lyga- og svikamyllu þessara kumpána.  Þeir virðast ekki hafa átt nægilegt eigið fé eins þeir létu í veðri vaka, heldur tóku lán í Búnaðarbankanum til að fjármagna kaupin að hluta og síðar í Landsbankanum, bankanum sem þeir höfðu "keypt".

Svo biðja þeir um niðurfellingu á helmingi lánsins.  Vá!  Bankastjóri Kaupþings ber sig illa og telur sér hafa verið ógnað.  Er einhver hissa?  Hann lýsir því yfir að "engin" ákvörðun hafi verið tekin um niðurfellingu.  Það var akkúrat þetta sem sló mig mest.  "Engin ákvörðun tekin".  Mig einmitt hryllir við að slíkt skuli einfaldlega hafa verið íhugað.

Þar sem svo virðist að þessir þremenningar  hafi eignast bankann með svikum og prettum á allra síst að veita þeim neitt afslátt.  Það er hreint út sagt fráleitt.  Maður gefur ekki þjófum afslátt af þýfi!

Allt ferlið vekur síðan upp spurningar um aðkomu einkavæðingarnefndar auk þeirra Davíðs og Halldórs.  Enginn skal reyna að telja fólki trú um að þeim hafi ekki verið fullljóst hvernig kaupin voru fjármögnuð.

Eru þeir Davíð og Halldór á yfirheyrslulista sérstaks saksóknara?


mbl.is Dýrt fyrir ríkið að selja banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Glæpamennirnir Davíð og Halldór eiga að vera dregnir fyrir dóm og dæmdir fyrir þessa gjörninga - sem og fleiri. Af nógu er að taka.

Hanna (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 10:22

2 identicon

Björgólfur er svo sannarlega EKKI "draumur í dós....!"

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 11:03

3 identicon

Einkavæðingarefndin átti að segja af sér þegar ráðherranefndin tók völdin. Þeir ráðherra sem sátu í þessari nefnd voru Davíð, Halldór, Geir og Valgerður Sverrisdóttir. Þetta er fólkið sem sveik þjóð sína.

 Að hugsa sér að enn skuli 37% þjóðarinnar styðja Sjálfstæðis og Framsóknarflokk. Eru þessi 37% svona óheiðarleg og siðlaus, eða hvers vegna styður fólk menn og flokka sem eru svona gjörspilltir? Ég skil það ekki. Hvenær ætlar fólk að opna augun?

Þetta er svo ógeðslega siðspillt að maður á ekki til eitt einasta aukatekið orð yfir þetta, hvað var Sjálfstæðis og Framsóknarflokkur eiginlega að pæla, að láta svona eins og þeir eigi landið og allt innan þess?

Venjulegu og heiðarlegu fólki er algjörlega misboðið og ég get ekki að því gert annað en að undrast það að enn skuli þriðjungur þjóðarinnar styðja Íslandsmeistarann í spillingu, Sjálfstæðisflokkinn! Hvernig getur nokkur manneskja tekið ákvörðun um að styðja þá sem gera svona gegn þjóð sinni? Ég bara botna það ekki. Ég gæti aldrei verið í vinnu fyrir fólkið í landinu og réttlætt fyrir sjálfum mér að gera svona hluti, aldrei. Mér finnst þetta vera álíka óheiðarlegtog að vera sjálfur að stela frá þjóðinni.

Valsól (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 11:03

4 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Klíku- og einkavinavæðingin er ein höfuðmeinsemd íslensks samfélags.  Óheilindi og óheiðarleiki er ekki bundin stjórnmálaflokkum, heldur einstaklingum.  Hingað til hef ég ekki séð að stjórnmálaflokkur umfram annan geti framvísað sérstöku heiðarleikavottorði.

Ég er það gamall að muna vel sérhyggju og fyrirgreiðslu vinstri stjórna.  Ekki var spillingin neitt öðruvísi þar, fer fyrst og síðast eftir manngerðum en ekki hvaða stjórnmálastefnum þeir aðhyllast.

Að halda slíku fram er í besta falli hægt að flokka sem einfeldningshátt.

Sveinn Ingi Lýðsson, 9.7.2009 kl. 11:13

5 identicon

Valsól, eigum við eitthvað að ræða spillingu og siðleysi Samfylkingarinnar og fjölmiðlakórinn sem þeim fylgir?

Þú ert varla svo barnaleg að halda að sjálfstæðisflokkur og framsókn séu einu flokkarnir þar sem siðlausir pésar eru innan um?  

Mig minnir nú að hinn háheilagi flokkur Samylkingar hafi á sínum tíma lagst gegn of dreifðri eignaraðild bankanna eins og "antikristur sjálfur" Davíð Oddsson lagði upp með.   

Óþolandi þetta barnalega væl um að allt sé hinum að kenna.   Ríkisstjórnin og stuðningsmenn hennar hljóta að geta svarað fyrir gagnrýnina á málefnalegri nótum en þetta.

Hrafna (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 15:55

6 identicon

Verða bankarnir bara ekki seldir aftur til álíkra manna og Björgólfsfeðga. Og svo byrjar sama ruglið aftur. Þeir fara á hausinn og þá lenda bankarnir aftur í ríkiseigu. Þetta er bara svo mikið rugl að maður á ekki til eitt aukatekið orð.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 17:40

7 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Ekki er mikil umfjöllun um þetta mál á mbl.is. Af hverju ekki?

Guðmundur St Ragnarsson, 10.7.2009 kl. 02:10

8 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Ekki ólíklegt að Bjöggarnir hafi enn sterk ítök hjá Mogganum.  Það er mikill munur um umfjöllun á þeirra málum og svo málum Baugsaranna.  Reyndar er allt þjóðfélagið gegnumrotið.  Óþefinn leggur inn í hvert skúmaskot, ekkkert síður á fjölmiðlum en öðrum stöðum.

Sveinn Ingi Lýðsson, 10.7.2009 kl. 08:16

9 Smámynd: Gísli Gíslason

Vandamálið er að maður treystir ekki fjölmiðlum vegna eignatengsla á þeim. Þar er því miður bæði Mogginn og Fréttalbaðið undir. Það vantar fjölmiðlalög sem skilgreina eignatengsla á fjölmiðlum til að tryggja sjálfstæði þeirra.  Ekkert slíkt er hjá okkur og forseti vor neitaði að undirrita slík lög. Ábyrgð hans er mikil á ástandinu.  Nú ætti hann að vera sameingartákn þjóðarinnar að stappa stálinu í þjóðina en getur það ekki þar sem hann var meðvirkur með öllum þessum umdeildu mönnum, hvort sem það voru Bjöggar, Baugsmenn eða aðrir og þetta eru sömu mennirnir og eiga fjölmiðlana !

Gísli Gíslason, 10.7.2009 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband