Óréttlæti einokunarkerfis

Í ljósi hins nýlega álits mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna er ekki nema eðlilegt að einhver láti nú reyna á kerfið.  Kerfið sem vart verður saman jafnað við meira óréttlæti í íslandssögunni en dönsku einokunarverslunina.  Kerfi sem er einokun einnar stéttar á rétti til fiskveiða úr sameign þjóðarinnar.  Kerfi sem svipt hefur óteljandi einstaklinga og fjölskyldur afkomumöguleikum sínum, gert eignir þeirra verðlausar og að auki svipt margan manninn sjálfsvirðingunni.

Kerfi sem þetta og er búið til af stjórnmálamönnum sem virðast hafa verið fjarstýrðir frá skrifstofu LÍÚ. Kerfi sem er hreinlega úr takt við allt annað í þjóðfélaginu og er mannfjandsamlegt.  Það er hreint ótrúlegt að horfa upp á nátttröll sem kvótakerfið í nútíma samfélagi frjálsrar verslunar og viðskipta.  Þarna heldur einstaklingurinn Ásmundur á sjóinn vitandi það að hinn langi armur ólaganna, Fiskistofa, mun krækja hann að landi fyrr en síðar og lögsækja hann fyrir verknaðinn.

Hér er mikið réttlætismál á ferðinni.  Hér er maður sem þarf stuðning okkar allra í baráttunni.  Ekki minni stuðning en aðrir flóttamenn sem þurfa að berjast fyrir réttindum sínum og okkar hinna.  Því hvet ég alla til að láta nú í sér heyra og veita honum stuðning.  


mbl.is Mótmælir kvótakerfinu með veiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Heyr. Mæl manna heilastur

Sigurður Þórðarson, 14.7.2008 kl. 11:13

2 identicon

Heyr, heyr.  Þarna er mál sem alla varðar, og allir geta sameinast um að mótmæla.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 11:48

3 Smámynd: Aron Ingi Ólason

Já svona er þetta bara a hinu frabæra islandi otrulegt hvernig einstökum mönnum hefur tekist að gera griðarleg vermæti og hagnað af þvi sem islendingar og politikusar nefna fisk islendinga. Hverju aorkuðu þorskastriðin eiginlega til langs tima?

Aron Ingi Ólason, 14.7.2008 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband