Er ekki verið að kasta tækifærum á glæ?

Í stöðunni voru tveir kostir; annar að taka enga áhættu og skjóta hann strax eða fanga hann lifandi, og flytja aftur til síns heima.  Ég ætla að velta seinni kostinum fyrir mér.   Voru ekki meiriháttar tækifæri í stöðunni til að bæta ímynd okkar á alþjóðlegum vettvangi og treina þetta alveg í botn.  Búa til fjölmiðlasirkus, safna peningum hjá veruleikafirrtum malbiksbörnum, flytja dýrið norður í íshafið þar sem hans réttu heimkynni eru.  Setja á hann gerfihnattasendi og sjá öllum sem vilja fyrir botnlausum fréttum, sönnum og lognum, búa til barnabók, minjagripi o.þ.h.

Okkur veitti ekki af, drepandi hvali, hægri vinstri, skítandi út "betri stofuna" með fáránlegum stíflumannvirkjum og díoxíðspúandi jarðgufuverum.  Við eigum að nýta öll tækifæri til að fegra ímynd okkar.

PS. Þeim sem ekki skilja mun á alvöru og kaldhæðni ætla ég að biðja um að sleppa að skrifa athugasemdir.  Það er gaman á hræra upp í drullupyttum svona öðru hverju....en samt öllu má ofgera. 


mbl.is Ísbjörninn felldur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algerlega sammála... þetta sveitalið þurfti að taka upp byssu og fella þetta eitt fallegasta dýr jarðar sem N.b. er nýlega komið á lista yfir dýr í útdrýmingarhættu.   Það þurfti nú engann heilaskurðlækni til að skjóta dýrið með deifilyfjum.  

KOMM ON.   Þetta er var svo sveitó approach á þetta að maður fær kjánahroll.

Helgi Már (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 13:00

2 identicon

Svo sammála...

Gáfuðum Íslendingum fer fækkandi... (líkt og ísbjörnum)

... en það er hægt að virkja heimskuna í Íslendingum og sjá heillri stórborg fyrir rafmangi

I I (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 15:18

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

góður

Jón Aðalsteinn Jónsson, 3.6.2008 kl. 19:59

4 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Eru þá gáfuðu Íslendingarnir líka í útrýmingarhættu???

Synd að hann hafi verið felldur... (þ.e. ísbjörninn ekki Íslendingurinn).

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 4.6.2008 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband