Færsluflokkur: Bloggar

Með fulla vasa af seðlum sem ríkið á að ávaxta

Það er athyglisvert að fylgjast umræðum um samgöngumál þessa daganna.  Nýbúið er að samþykkja mjög metnaðarfulla samgönguáætlun á Alþingi þar sem menn og konur hafa gert sitt besta til að forgangsraða framkvæmdum um landið allt því víða er þörfin brýn.  Óskaplega brýn.  Samgöngur eru langt frá því að vera í því horfi sem þær þyrftu að vera nú í upphafi 21. aldarinnar. 

Það skiptir miklu máli nýta þá fjármuni sem ætlaðir eru til vegagerðar á sem skynsamlegastan hátt.  Það getur varla talist skynsamleg ákvörðun að gera 2+2 veg milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkur fyrir offjár þegar öllum mátti vera ljóst að 2+1 vegur myndi algerlega fullnæga þörfinni.  Mismuninn í milljörðum talið hefði mátt nota til þarfaframkvæmda sem allstaðar bíða. Þar mætti nefna breikkun Suðurlandsvegar austur fyrir fjall, gerð Sundabrautar, Vaðlaheiðargöng, jarðgöng milli fjarða fyrir austan og vestan, breikkun og styrkingu vegasvo eitthvað sé upp talið.

Lítil reynsla er af einkaframkvæmdum í vegagerð ef Hvalfjarðargöngin eru undanskilin.  Viðraðar hafa verið hugmyndir um svokallað skuggagjald þar sem einkaaðili tekur að sér verk en eigandi vegarins, Vegagerðin, myndi þá greiða kostnað samkvæmt því umferðarmagni sem um veginn fer.  

Þessi hugmynd er góðra gjalda verð og synd að ekki skuli vera búið að útfæra hana af hálfu stjórnvalda og stjórnmálamanna.  Í stað þess að þeir hafi tekið frumkvæðið og hreinlega boðið út einkaframkvæmdir á sínum forsendum og þá í takt við þörf hafa einkaaðilar eins og Sjóvá sett skelegga og skýra markaðssetningu á hugmynd um 2+2 veg frá Reykjavík til Selfoss.  Linnulaus áróður er rekinn fyrir þessari hugmynd og markaðssetningu hennar  beint að almenningi og sveitarstjórnamönnum. Ég tel með öllu ótækt að við látum ávöxtunarþörf tryggingafélags stjórna því hvar og hvernig við stöndum að úrlausn brýnna samgönguverkefna.  Í þessu máli hefur hver étið upp eftir öðrum í þeirri fullvissu áróðursins að eina rétta sé 2+2 vegur.  Í þessari umræðu hafa margir látið ljós sitt skína og oftar en ekki hefur þessi umræða verið lítt ígrunduð og tilfinningaþrungin.  

Með stuttu millibili hafa orðið hörmuleg slys á þessum vegi og vil ég votta öllum þeim sem eiga um sárt að binda vegna þeirra mína innilegustu samúð.  Við slys sem þessi gýs umræðan upp af krafti og er þá einatt á tilfinnganótunum.  2+2 veg strax segja menn og allur kórinn syngur með.  Í ljósi þess að sýnt hefur verið fram á með skýrum rökum að 2+1 vegur dugi þarna fyllilega næstu áratugina verður þessi umræða mér nánast óskiljanleg.  Það er hægt að gera 2+1 veg þessa leið á stuttum tíma, mun styttri tíma en tæki að leggja 2+2 veg.  Það er nú þegar búið að breikka veginn á þessari leið á löngum köflum milli Reykjavíkur og Hveragerðis.  Þar fyrir austan þarf meira við.    Gífurlegur kostnaðarmunur er á þessari framkvæmd hvor kostur yrði valinn.  Mismuninn gætum við hæglega notað til þarfari hluta, s.s. 2+1 veg frá Hvalfirði norður í Húnavatnssýslur en menn mér fróðari um kostnaðarútreikninga segja það fyllilega raunhæft.

Hvað verður hér ofan á verður fróðlegt að fylgjst með.  Þarna er komið að máli öflugt einkafyrirtæki með sterkan banka sem bakhjarl.  Þetta fyrirtæki er ekki í neinni góðgerðastarfsemi ef einhver heldur það.  Eigendur þess krefjast ávöxtunar á sínu hlutafé og þarna hafa menn komið auga á góðan kost til að láta ríkið (les:  almenning) borga brúsann.

Ég segi nei takk. 

 


Við áttum bara gott líf, var það ekki?

Ég fékk eftirfarandi sent í tölvupósti og fannst þetta það skemmtilegt að ég vil leyfa fleirum að njóta.  Höfundur er óþekktur.

 

Fólk sem að fæddist fyrir 1980 ætti að vera dáið!!!

(eða vorum við bara heppin??) 

Já, samkvæmt löggjöfum og skrif finnum nútímans ættu þau okkar sem voru börn á 5., 6., 7. og 8. áratug síðustu aldar ekki að hafa lifað af. > HVERS VEGNA VAR ÞESSI NIÐURSTAÐA OKKAR SVONA? Jú, barnarúmin okkar voru máluð með blýmálningu. Það var engin barnalæsing á lyfjaglösum hurðum eða skápum og þegar við hjóluðum notaði ekkert okkar hjálm.  Sem börn sátum við í bílum án öryggisbelta og/eða púða.  Að fá far á vörubílspalli var sérlega gaman.  Við borðuðum brauð með smjöri, drukkum gos með sykri, en fæst okkar lentu í offituvandamálum, því við vorum alltaf úti að leika.  Við deildum gjarnan gosflösku með öðrum og allir drukku úr sömu flöskunni án þess að nokkur létist.  Við vörðum löngum stundum í að byggja kassabíl úr dóti og drasli og þutum á honum niður brekkuna, bara til að uppgötva að við höfðum gleymt bremsunum.  Eftir nokkrar veltur lærðum við að leysa vandamálið.  Við fórum að heiman snemma á morgnanna til að leika okkur allan daginn og komum aftur heim í kvöldmat Enginn hafði möguleika á því að ná í okkur yfir daginn.  Engir farsímar. Ha, engir farsímar? Óhugsandi!  Sumir áttu litlar talstöðvar sem var flott að eiga!  Við áttum ekki Playstation, Nintento 64, X- box, enga tölvuleiki,ekki fjölmargar rásir í sjónvarpinu, ekki  video, ekki gervihnattasjónvarp, ekki heimabíó, heimilistölvu eða spjallrásir á Internetinu.  Við eignuðumst vini! Við fórum bara út og  fundum þá.  Við duttum í skurði, skárum okkur, fótbrotnuðum, brutum tennur, en enginn var kærður fyrir þessi óhöpp. Þetta voru jú  óhöpp. Það var ekki hægt að kenna neinum um?  nema okkur sjálfum. Manstu eftir óhappi?  Við slógumst, urðum blá og marin og lærðum að komast yfir það.  Við lékum okkur í nýbyggingum, fundum upp  leiki með naglaspýtum og drasli og átum maðka og reyktum njóla.  Þrátt fyrir aðvaranir voru það ekki mörg augu sem duttu út og ekki lifðu maðkarnir inni í okkur til eilífðar og margir gáfust upp á fyrsta njólanum!  Við hjóluðum eða gengum hvert til annars, bönkuðum á dyrnar, gengum inn og létum eins og  heima hjá okkur.  Við lékum okkur úti eftir kvöldmat, fórum í fallin spýta, eina krónu, eltingaleik eða feluleik, svo ekki sé minnst á löggu og bófa.  Svo þegar aldurinn sagði til sín fórum við í kossaleik og eignuðumst kærustu/kærasta.  Það þurfti engar félagsmiðstöðvar eða neina til að stjórna okkur.  Við stjórnuðum okkur sjálf.  Sumir nemendur voru ekki eins glúrnir og aðrir, þeir lentu í tossabekk.  Hræðilegt... En þeir lifðu af.  Engin vissi hvað Rídalín var og engin bruddi pillur sem barn.  Við fórum í sunnudagsskóla eða sóttum KFUM og K, sungum og vorum í skátunum og lærðum hnúta og kurteisi.  Ef það sprakk á hjólinu lagfærðum við það í sameiningu og alveg sjálf.  Morgunkornið okkar var m.a. TRIX morgunkorn, og við lifðum af litarefnið í því... OG AFLEIÐINGIN ER ÞESSI! Síðustu 50 ár hafa verið sprengja nýsköpunar og nýrra hugmynda.  Við áttum frelsi, sigra ósigra og ábyrgð og við lærðum að takast á við það allt saman.  Við sem ólumst upp áður en löggjafi og stjórnvöld settu lög og reglur um líf okkar sem þeir segja að sé "okkur sjálfum fyrir bestu"?.  Þessi kynslóð hefur alið af sér fólk sem er  tilbúið að taka áhættu, góð í að leysa vandamál og eru bestu fjárfestar nokkru sinni. 

Við áttum bara gott líf er það ekki? 

Höf: óþekktur

 


Jakinn

Guðmundur jaki var öllum ógleymanlegur.  Stór, röddin djúp og rám, tóbaksklúturinn í hendinni, mikilúðlegt fas með óvenju sterkri nærveru.  Guðmundur var og er jafnvel enn holdgerfingur verkalýðsbaráttunnar að öllum öðrum ólöstuðum.

Ég vil benda á að nú þegar er viðeigandi minnisvarði um Guðmund við athafnasvæði Eimskipafélagsins við Sundahöfn þar sem risastór gámakrani var nefndur Jakinn til heiðurs honum.  Ef menn vilja endilega reisa af honum styttu þá ætti hún betur heima við Reykjavíkurhöfn en þar var hans heimavöllur um áratugaskeið og hafnarverkamennirnir voru hans lið.  Sú stytta myndi sóma sér vel á kajanum neðan við Hafnarhúsið.

Það held ég nú....


mbl.is Gerð verði stytta af Guðmundi Jaka í Breiðholti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ábyrðarlausum olíufurstum skýlt með orðhengilshætti

Hér er komið nóg.  Dettur einhverjum það í hug að þeim ágætu mönnum sem samkeppnislögin sömdu á sínum tíma hafi dottið þetta í hug.  Að fyrirtæki hafi sjálfstæðan vilja! Að fyrirtæki hafi sjálfstæðan vilja!!  Að fyrirtæki hafi sjálfstæðan vilja!!!

Fyrir mér lítur þetta svona út:  Þarna eru dómarar að víkja sér undan þeirri ábyrgð að taka á glæpum stjórnenda þessara fyrirtækja með því að beita einhverjum þeim ótrúlegasta orðhengilshætti sem um getur í manna minnum.  Með þessum orðhengilshætti á að fría stjórnendurnar sem hafa sjálfir hafa lýst á sig sök.

Skyldi sama regla eiga við í Baugsmálinu?

ÉG BARA  SPYR??????


mbl.is Ákæru á hendur forstjóra olíufélaga vísað frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðir kallar Saudarnir - eða hvað?

Er þetta einhver frétt?  Er þetta ekki bara það sem einræðisstjórn Saudanna hefur stundað árum saman.  Sjaría-lögin eru álíka villimannsleg og spænski rannsóknarrétturinn var á sínum tíma.  Saddam Hussein bannaði sjaría-lögin og kom á fullum réttindum kvenna til jafns við karlana.  Grimmd hans gagnvart eigin þegnum komst þó aldrei í hálfkvisti við hegðun (sic) Saudanna.  Samt eru þetta bestu vinir G. W. Bush í Miðausturlöndum.  Ótrúlegt að maðurinn skuli velja sér svona vini.

Sá sem á svona vini þarfnast ekki óvina.


mbl.is Dæmd til hýðingar fyrir að hitta sér óskyldan mann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Votta samúð mína

Þá er fyrsta banaslysið í umferðinni á þessu ári staðreynd.  Svona slys eru þungbærari en tárum taki og ég vil votta aðstandendum þess látna samúð mína.

Ótrúverðug Framsókn

Það er athyglisvert að fylgjast með framsóknarmönnunum núna að loknum flokksþingi.  Þar er blásið til sóknar og nú á að spyrna sér upp af botninum.  Ástandið er þannig að allt er betra en það ástandi sem blasir við flokknum.  Formaðurinn virðist smátt og smátt vera að aðlagast hinum íslenska raunveruleika stjórnmálanna.  Meir að segja hefur honum tekist að minnka andlitskækina þegar hann kemur fram í sjónvarpi.  Gott mál það og ímyndarfræðingarnir vinna vinnuna sína.

Það sem vekur sérstaka furðu mína er sú óvænta sýn sem þeir hafa fengið á eignarhaldi á fiskveiðiheimildum.  Ég er svo gamall og búinn að fylgjast með pólítík það lengi að Framsóknarflokkurinn stóð fremstur flokka í því að koma þessu óheillakerfi á, viðhalda því, styðja með ráðum og dáð, koma á framsali aflaheimilda.  Það skulu menn líka muna að þarna voru menn líka að fjalla um sína persónulegu hagsmuni og þá sérstaklega þáverandi sjávarútvegsráðherra og síðar formaður Framsóknarflokksins.  

Þess vegna er falskur tónn í söng Sivjar Friðleifsdóttur og annarra Framsóknarmanna sem vilja nú allt í einu sjá sameignarákvæði aflaheimilda fest í stjórnaskrá.  Stjórnarskrárnefnd hefur verið að störfum að undanförnu þar sem Jón Kristjánsson hefur verið fulltrúi Framsóknar.  Ef sameignarákvæðið er Framsóknarmönnum svona heilagt af hverju stóð þá Jón öndverður gegn því í nefndinni.

Nei, nei og aftur nei.  Halda Framsóknarmenn að kjósendur eldri en tvívetra muni þetta ekki? 

Til að ná spyrnunni upp af botni drullupollsins þurfa menn að vita í hvaða átt yfirborðið er.   


Útrunnin matvæli - Annað sjónarmið

Las áðan athyglisverða grein eftir Guðbrand Sverrisson þar sem hann setur fram annað sjónarhorn á umræðuna um útrunnin matvæli.  Reyndar er ég gjörsamlega ósammála honum en það er fróðlegt að lesa greinina.

Hvað ruslatunna er bezt?

Alltof mörg merki eru um að fátækt sé að aukast í samfélaginu.  Þeir sem ég hef talað við og starfa í félags- og skólamálum eru allir á einu máli.  Gamalreyndur kennari sagði mér að oftar og oftar kæmi sú staða upp að börn frá efnalitlum heimilum gætu ekki veitt sér það sem boðið væri upp á í skólanum þar sem foreldrar þyrftu að leggja út peninga.  Þessi börn einangruðust félagslega og væri mun hættara við einelti o.þ.h.  

Talsverð umræða hefur orðið um það ótrúlega framferði Fjölskylduhjálparinnar að afhenda skjólstæðingum sínum matvæli sem hafa runnið út á dagsetningu.  Að stofnun sem þessi sem væntanlega vill gera sig gildandi í geira félagsaðstoðar nær ekki nokkurri átt.  Ekki batnaði það þegar Ásgerður Jóna Flosadóttir forstöðumaður Fjölskylduhjálparinnar mætti í Kastljósið.  Ég held að spyrjandanum, Jóhönnu Vilhjálmsdóttur, hafi hreinlega orðið orðfall.  Þarf nú samt mikið til að gera hana kjaftstopp.

Við litla sjoppu í miðborginni sá ég nú nýverið roskinn mann sniglast við ruslagámana í portinu á bakvið.  Ég spurði starfsstúlku hvað hann væri að gera.  Hún sagði án þess að blikna að þetta væri einn af þessu vandræðaliði sem rótaði í ruslagámunum í leit að einhverju matarkyns auk þess að safna tómum dósum.

Er þetta ekki eitthvað sem okkar forríka þjóð getur lagað?

Svo deila menn um Gini-stuðul.

Þurfa ekki einhverjir að skammast sín?

Ég bara spyr? 


Rasismi lögreglu? - Fordómar hverra?

Nú er í gangi umræða hér í bloggheimum um meint harðræði lögreglunnar í garð þeldökkrar stúlku s.l. föstudagskvöld.  Þar fara menn mikinn og dæma sleggjudóma í allar áttir vitandi það að lögreglu er óheimilt að ræða tilvik sem varða mál einstakra persóna. 

Að er athyglisvert að sjá viðbrögðin fólks við þessu þar sem fordómar og alhæfingar ráða ríkjum á meðan lögregla (já öll heila stéttin) er sökuð um rasisma, fordóma og fantaskap. 

Já, margur heldur mig sig!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband