Jakinn

Guðmundur jaki var öllum ógleymanlegur.  Stór, röddin djúp og rám, tóbaksklúturinn í hendinni, mikilúðlegt fas með óvenju sterkri nærveru.  Guðmundur var og er jafnvel enn holdgerfingur verkalýðsbaráttunnar að öllum öðrum ólöstuðum.

Ég vil benda á að nú þegar er viðeigandi minnisvarði um Guðmund við athafnasvæði Eimskipafélagsins við Sundahöfn þar sem risastór gámakrani var nefndur Jakinn til heiðurs honum.  Ef menn vilja endilega reisa af honum styttu þá ætti hún betur heima við Reykjavíkurhöfn en þar var hans heimavöllur um áratugaskeið og hafnarverkamennirnir voru hans lið.  Sú stytta myndi sóma sér vel á kajanum neðan við Hafnarhúsið.

Það held ég nú....


mbl.is Gerð verði stytta af Guðmundi Jaka í Breiðholti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Já Sveinn

Ég held að það sé best að hafa styttuna niðri við höfn heldur en að troða henni uppí Breiðholt.

Ólafur Björn Ólafsson, 20.3.2007 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband