Mánudagur, 25. ágúst 2008
Vanvitaháttur
Mín skoðun hefur lengi verið sú að taka ætti upp stigskift ökuréttindi, Eitt þeirra atriða væri að takmarka réttindi byrjenda með bráðabirgðaskírteini varðandi afl ökutækisins, líkt og gert er með mótorhjólaréttindi þ.e. hestöfl deilt með þyngd. Þannig mætti koma í veg fyrir þann vanvitagang sem sést á þessu myndskeiði.
Athæfi sem þetta lýsir ótrúlegu virðingar- og dómgreindarleysi gagnvart samborgurum sínum, í þessu tilfelli börnum á skólalóð.
Ofsaakstur á skólalóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 14. júlí 2008
Óréttlæti einokunarkerfis
Í ljósi hins nýlega álits mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna er ekki nema eðlilegt að einhver láti nú reyna á kerfið. Kerfið sem vart verður saman jafnað við meira óréttlæti í íslandssögunni en dönsku einokunarverslunina. Kerfi sem er einokun einnar stéttar á rétti til fiskveiða úr sameign þjóðarinnar. Kerfi sem svipt hefur óteljandi einstaklinga og fjölskyldur afkomumöguleikum sínum, gert eignir þeirra verðlausar og að auki svipt margan manninn sjálfsvirðingunni.
Kerfi sem þetta og er búið til af stjórnmálamönnum sem virðast hafa verið fjarstýrðir frá skrifstofu LÍÚ. Kerfi sem er hreinlega úr takt við allt annað í þjóðfélaginu og er mannfjandsamlegt. Það er hreint ótrúlegt að horfa upp á nátttröll sem kvótakerfið í nútíma samfélagi frjálsrar verslunar og viðskipta. Þarna heldur einstaklingurinn Ásmundur á sjóinn vitandi það að hinn langi armur ólaganna, Fiskistofa, mun krækja hann að landi fyrr en síðar og lögsækja hann fyrir verknaðinn.
Hér er mikið réttlætismál á ferðinni. Hér er maður sem þarf stuðning okkar allra í baráttunni. Ekki minni stuðning en aðrir flóttamenn sem þurfa að berjast fyrir réttindum sínum og okkar hinna. Því hvet ég alla til að láta nú í sér heyra og veita honum stuðning.
Mótmælir kvótakerfinu með veiðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 4. júlí 2008
Svona gera menn ekki
Þessi orð sagði "ónefndur" stjórnmálaskörungur þegar honum ofbauð framganga samráðherra síns varðandi skattlagningu barna.
Mér sýnist hér vera gróft mannréttindabrot á ferðinni svo ekki sé talað um almenna miskunnsemi í garð minni máttar. Hingað til hefur stjórnvöldum verið í lófa lagið að redda alls kyns íþróttamönnum ríkisborgararétt auk þess sem vart þarf að rifja upp hraðafgreiðslur til Bobby Fisher heitins og VIP afgreiðslu til tengdadóttur þáverandi umhverfisráðherra.
Ég skora á forsætis- og utanríkisráðherra að taka nú málin í sínar hendur, taka við manninum aftur og veita honum landvistarleyfi af mannúðarástæðum og síðan reddar alþingi honum ríkisborgararétti þegar það kemur saman í haust.
Aðrar eins "barbabrellur" hafa nú verið framkvæmdar eins og ofangreind dæmi sanna.
Svo hvet ég alla til að skrifa undir áskorun til dómsmálaráðherra sem finna má hér: http://www.thepetitionsite.com/1/PaulRamses
Við getum líka sýnt samstöðu með því að mæta fyrir utan Arnarhvol (dómsmálaráðuneytið) milli 12-13 í dag.
Fjölskyldu fleygt úr landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 16. júní 2008
Ísbjarnablúsinn enn í gangi
Aftur er kominn ísbjörn á Skagann. Núna er hann við Hraun á Skaga að gúffa sig út á æðareggjum og öðru góðgæti. Nú er tækifærið, náið nú kvikindinu og nýtið tækifærið í botn. Setið fjölmiðlasirkusinn í gang, gefið bangsa nafn, gefa úr snöggsoðinn íbjarnablús, höfðið til tilfinninga, setja á markað barnabók og allt það annað sem fólki dettur í hug.
Þessir ísbirnir sem eru búnir að vera á skagaröltinu, hvað eru þeir hættulegir og hvað ætli þeir séu búnir að éta marga veiðimenn og bændur.
Grunur um annan ísbjörn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 5. júní 2008
Ísbjörn verður skáldi að yrkisefni
Nú verður ísbjarnardrápið mönnum að yrkisefni og ekki ástæðulausu. Því meira sem þetta er skoðað er ljóst að menn hlupu verulega á sig. Í norðurhéruðum Kanada sækja ísbirnir mjög til mannabyggða og eru þar fólki til ama. Það heyrir þó til algerra undantekninga ráðist þeir að mönnum. Þarna éta þeir allt sem til fellur og eru ruslagámar íbúanna stundum illa útleiknar. Fólk fælir þá gjarnan á braut með grænum og bláum blysum eða loftlúðrum eins og notaðir eru á kappleikjum.
En veiðimanninum, náttúrubarninu og skáldinu Jóni Halldórssyni á Hólmavík varð þetta að eftirfarandi yrkisefni:
Þú komst yfir hafið á heiðskírum degi
á hreina Íslands jörð
úr nístingsköldum norðurvegi
að nema Skagafjörð.
Þú stikaðir frjáls um fjallanna sali
um fagra Íslands grund;
velkominn gekkstu um grösuga dali
gleymdir þér um stund.
Þú örmagna, máttfarinn, lagðist í laut
á ljúfri Íslands fold
uns kyrrðin dreif þig í draumanna skaut
í dúnmjúkri gróðurmold.
Þar sáu þig tortryggnir blauðgeðja bændur
þeir byggja Íslands lönd.
Vitstola hringdu í vopnfæra frændur
sem vildu þig þegar í bönd.
Þeir umkringdu þig, sem þekktir ei hlekki
en þvældist um íslenskt hlað.
Þeir skelfast frelsið sem skilja það ekki
og skjóta í hjartastað.
Athugasemd: Mér er nú kunnugt um að Bragi Valdimar Skúlason Baggalútur er höfundur kvæðisins en ekki ofannefndur Jón Halldórsson. Mér var bent á þetta kvæði inn á heimasíðu Jóns og þar var ekki getið annars höfundar. Vegna þessa misskilnings og fljótfærni minnar vil ég biðja uppáhaldstextahöfund minn Braga Baggalút innvirðulega afsökunar.
Vegna þessa er gott að minna á þá sjálfsögðu kurteisi að geta höfundar sjái menn ástæðu til að birta hugverk sem þessi á síðum sínum.
Ljóð | Breytt 6.6.2008 kl. 18:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Fimmtudagur, 5. júní 2008
Öfgafólk kemur óorði á trúna
Þetta sýnir okkur svo ekki verður um villst að engu máli skiptir hvað trúin heitir. Öfgafólk og bókstafstrúarmenn koma alltaf óorði á hana, íslam, kristni eða hvað þetta heitir nú allt svo ekki sé minnst á alla sérhópana sem hverjir um sig túlka bókstafinn hver á sinn hátt.
Múslimar brugðust ókvæða við sakleysislegum skopmyndum af spámanninum, fóru um með eldi og háreisti, kristinn sértrúnarhópur lútherskra sleppti sér þegar Spaugstofan gerði grín að krossfestingunni um árið og núna bregðast kaþólikkar ókvæða við auglýsingum Símans. Persónulega finnst mér auglýsingin skemmtileg og hittir vel í mark.
Ég velti hins vegar fyrir mér hvar mörkin liggja milli vanlætingar og fánabrenna. Ætli það sé ekki næst?
Segja upp viðskiptum við Símann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 3. júní 2008
Er ekki verið að kasta tækifærum á glæ?
Í stöðunni voru tveir kostir; annar að taka enga áhættu og skjóta hann strax eða fanga hann lifandi, og flytja aftur til síns heima. Ég ætla að velta seinni kostinum fyrir mér. Voru ekki meiriháttar tækifæri í stöðunni til að bæta ímynd okkar á alþjóðlegum vettvangi og treina þetta alveg í botn. Búa til fjölmiðlasirkus, safna peningum hjá veruleikafirrtum malbiksbörnum, flytja dýrið norður í íshafið þar sem hans réttu heimkynni eru. Setja á hann gerfihnattasendi og sjá öllum sem vilja fyrir botnlausum fréttum, sönnum og lognum, búa til barnabók, minjagripi o.þ.h.
Okkur veitti ekki af, drepandi hvali, hægri vinstri, skítandi út "betri stofuna" með fáránlegum stíflumannvirkjum og díoxíðspúandi jarðgufuverum. Við eigum að nýta öll tækifæri til að fegra ímynd okkar.
PS. Þeim sem ekki skilja mun á alvöru og kaldhæðni ætla ég að biðja um að sleppa að skrifa athugasemdir. Það er gaman á hræra upp í drullupyttum svona öðru hverju....en samt öllu má ofgera.
Ísbjörninn felldur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 3. júní 2008
Afleit þjónusta Sorpu
Öðru hvoru liggur leið mín á móttökustöðvar Sorpu. Gerist helst þegar maður fyllist einhverjum fítonskrafti og ræðst á draslið í bílskúrnum eða framkvæmd er stórtiltekt á lóðinni. Nú skal ég viðurkenna að þetta er ekki það skemmtilegasta sem ég geri en samt reyni ég að sinna tiltektinni eins léttur í lund eins og mér er unnt.....þangað til ég þarf að losna við ruslið. Ruslið sem ég er samviskusamlega búinn að flokka og raða eftir leiðbeiningum Sorpu. Léttur í sinni hélt ég á eina af móttökustöðum Sorpu þar sem ég beið í röð eftir að komast inn á stöðina. Sem sagt það voru fleiri en ég sem höfðu fengið tiltektaræði þennan daginn. Í hliðinu var ungur piltur sem vopnaður málbandi og vasareikni tók á móti viðskiptavinunum. Þessi tól sín notaði pilturinn af mikilli innlifun þegar hann mældi hátt og lágt þann hluta sorpsins sem hann taldi vera gjaldskyldan. Þó svo að tekist hafi að kenna honum notkun málbands og vasareiknis hafði greinilega gleymst að kenna honum mannleg samskipti.
Orðastaður sá er hann átti við viðskiptavinina endaði yfirleitt í ónotum og einn þeirra brást þannig við að hann ók heldur þjösnalega á braut með sitt sorp. Hann var næstur fyrir framan mig með garðúrgang í kerru auk eins vörubrettis. Brettið var gjaldskylt, það fór ekki á milli mála hjá piltinum sem mældi það sem hálfan rúmmetra og BORGA - Takk. Þetta var nóg og þjáningabróðir minn á hvíta Renaultinum með fínu rauðmáluðu kerruna var nóg boðið og ók fast og ákveðið burt á meðan sá ungi baðaði út höndunum fullur vandlætingar.
Grun hef ég um að mörgum fleirum hafi fundist nóg um og sjálfur hef ég lent í svona trakteringum þarna. Í stað þess að láta rukka sig fyrir ruslið hafa menn tekið til þess ráðs að losna við það með öðrum og ógeðfelldari hætti og kasta því á víðavangi. Þetta má sjá víða í kringum um þéttbýlið s.s. eins og þessar myndir sem eru teknar í nágrenni Hafnarfjarðar sýna. Svona má auðveldlega finna víða í
Opnunartími á móttökustöðvum er augljóslega alltof stuttur, opnað í hádeginu og aftur lokað kl. hálf átta á kvöldið. Flestir ljúka vinnu síðdegis og ef menn ætla að nýta sér þjónustu (?) fyrirtækisins þurfa menn og konur á láta hendur standa fram úr ermum. Í gær þurfti ég að fara tvær ferðir, sú seinni með skáp sem ég ætlaði að setja í Góða hirðinn. Sorrý, ég var tveim mínútum of seinn og það var lokað á nefið á mér. Annað hliðið var samt opið og spurði starfsmann hvort ég mætti halda á skápnum inn í gáminn fyrir Góða hirðinn. Fullt af fólki var enn á römpunum að losa sig við úrgang og Góðahirðisgámurinn var galopinn og nóg pláss. Svar starfsmannsins var NEI, ÉG er búin að LOKA!
Ég vil taka fram að við flesta starfsmenn Sorpu hef ég átt góð samskipti við en of algengt er að verða vitni að framkomu sem þessari.
Skoðun mín hefur lengi verið sú að rangt sé að innheimta losunargjald á móttökustöðvum. Heppilegra væri að leggja gjald á í samræmi við losunarvægi þeirra og fólk fengi hluta þess gjalds endurgreitt við skil á móttökustöð. Með því að gera sorp að verðmætum mætti líka koma á samkeppni í sorphirðu og sorpmóttöku. Sennilega væri það vænlegast til að breyta viðmóti einstakra starfsmanna gagnvart viðskiptavinum sínum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 24. maí 2008
Frábær árangur Íslendinga!
Ég hafði það af að sitja með fjölskyldunni heilt kvöld og horfa á júróvísíónina. Mikið af góðum lögum sem vegnaði misjafnlega. Persónulega var ég hrifnastur af Armenska laginu auk þess sem Finnar og Danir voru þrusugóðir.
Þau Regína og Friðrik performeruðu fullkomlega, góður söngur, notuðu sviðið vel og hreinlega geisluðu. Verstur andskoti að þau skyldu ekki hafa almennilegt lag til að syngja. Stigin 64 fengu þau út á frábæran söng, ekki lagið sem mér fannst ansi dapurt, engin laglína, enda engan hitt enn sem getur raulað laglínuna. Næst versta lag sem við höfum sent, bara "Það sem enginn sér" með Daníel Ágústi var lakara. Gulu hanskarnir hefðu verið betri, gullfalleg laglína sem hefði mátt gera virkilega góða með frekari vinnslu. En hvað um, við val á lagi úr forkeppninni kemur alltaf betur og betur í ljós slæmur tónlistarsmekkur - eða er kannski smekkur hinna allra svona slæmur?
En svo er það sigurlagið Believing með rússanum Dima Bilan. Það er ekki annað hægt að heyra en þetta sé að stórum hluta til sama lagið og Cat Stevens söng fyrir 40 árum, Wild World. Þetta getur hver og einn dæmt fyrir sig með að bera saman myndböndin hér að neðan:
Dima Bilan; Believing
Cat Stevens; Wild World
Ísland endaði í 14. sæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 13. maí 2008
Á ég að borga meðlagið?
Sá skeleggi heilbrigðisráðherra, Guðlaugur Þór, hefur boðað nýtt frumvarp um tæknifrjógvanir. Eftir því sem mér og öðrum hefur skilist er opnað þar á möguleika einstæðra kvenna til tæknifrjógvunar. Já, er það ekki barasta hið besta mál? Þegar málið er skoðað nánar vakna spurningar.
Í fyrsta lagi hver er réttur þess barns sem getið er með tæknifrjóvun? Hver er réttur barnsins til föðurs? Ég hélt í einfeldni minni að útgangspunkturinn í lögum um vernd barna og ungmenna væri réttur þeirra og velferð, ekki blindir eiginhagsmunir foreldra.
Í öðru lagi hver greiðir meðlagið? Jú viti menn, haldið ekki að kappinn Guðlaugur hafi lýst því yfir að ríkið myndi sjá um meðlagsgreiðslur! RÍKIÐ! Hver er ríkið? Eru það ekki við öll sem búum í þessu landi? Þar með talinn ég sjálfur. Það er alveg á hreinu að ég sem hluti ríkisins (skattborgarana) neita að taka þátt í þvi að greiða meðlög með börnum sem ég á ekkert í.
Nú ef einstæð kona óskar tæknifrjógvunar er þá ekki rétt að hún leggi fram áætlun um framfærslu hins ófædda barns næstu 18 árin a.m.k. Væri ekki betra að hún gæti sýnt fram á það með ótvíræðum hætti?
Mér finnst þessi umræða á villigötum. Hvað með að skoða siðferðilega þáttinn í þessu auk hins félagslega? Ég hef fulla samúð með þeim einstæðu konum sem þrá að eignast barn. Hingað til hafa þær ekki verið í neinum vandræðum með að lokka einhvern álitlegan til samræðis......skuldabréfið til næstu átján ára er útgefið síðar.......