Ísbjarnablúsinn enn í gangi

Aftur er kominn ísbjörn á Skagann.  Núna er hann við Hraun á Skaga að gúffa sig út á æðareggjum og öðru góðgæti.  Nú er tækifærið, náið nú kvikindinu og nýtið tækifærið í botn.  Setið fjölmiðlasirkusinn í gang, gefið bangsa nafn, gefa úr snöggsoðinn íbjarnablús, höfðið til tilfinninga, setja á markað barnabók og allt það annað sem fólki dettur í hug.

Þessir ísbirnir sem eru búnir að vera á skagaröltinu, hvað eru þeir hættulegir og hvað ætli þeir séu búnir að éta marga veiðimenn og bændur. 


mbl.is Grunur um annan ísbjörn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Sveinn,

Ég legg til að bangsi verði fangaður í þetta sinn og honum komið fyrir í "húsdýragarðinum" við hlið Snorra og systkyna hans (í annari gryfju þó). Það væri skömminni skárri kostur en að skjóta hann. og hvað þá að fara að þvælast með hann til grænlands þar sem hann yrði bara skotinn af heimamönnum.

Bangsa í Laugardalinn!

Kv,

Umhugsun. 

Umhugsun (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 14:34

2 identicon

Sæll Sveinn,

Þar sem við gátum dekrað við Keiko, getum við þá ekki dekrað einn ísbjörn líka ?

Dýravinur (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 14:39

3 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Já ekki veitir okkur af einhverri jákvæðri umfjöllun heimspressunar.

Sveinn Ingi Lýðsson, 16.6.2008 kl. 14:52

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það var gáleysi af þeim Hraunsbændum. Rögnvaldi og Steini að hringja ekki samstundis í Ingólf Sveinsson á Lágmúla og fá hann til að fella dýrið.

Og málið hefði verið leyst.

Ingólfur er afbragðsskytta og þeir feðgar voru í fullum rétti við að vernda heimilsfólk og búfénað fyrir hættulegasta rándýri í norðurhöfum.

Árni Gunnarsson, 16.6.2008 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband