Þriðjudagur, 27. mars 2007
Virðing Hæstaréttar
Lagaprófessor emeritus, Sigurður Líndal, skrifar athyglisverða grein í Fréttablaðið í dag þar sem hann þakkar ritstjóra Morgunblaðisins þann heiður að leggja fyrsta hluta Reykjavíkurbréfs s.l. sunnudag undir hugleiðingar sínar um aðkomu hæstaréttardómarans, Jóns Steinars Gunnlaugssonar, að Baugsmálum. Þar hafa ásakanir gengið á víxl milli dómarans og Ingibjargar Pálmadóttur um frumkvæði Jóns Steinars og skjólstæðings hans, Jóns Geralds, að upphafi Baugsmálanna.
Ég hef lítil kynni Jóni Steinari og þau litlu kynni voru af góðu einu. Mér kom hann fyrir sjónir sem réttsýnn mannasættir sem öllum vildi vel. Fljóthuga og skjótráður sem sennilega er hans stærsti galli. Að gefa sér ekki tíma til íhugunar áður en gripið er til vopna og maður og annar veginn.
Í þessu máli sýnist mér að þarna hafi hann svipt af sér skikkju dómarans og undir henni verið í búningi vígamannsins sem höggur í fljótræði. Lögmaðurinn fyrrverandi hafi gleymt því það hann er í breyttu hlutverki, hlutverki hæstaréttardómarans, dómarans sem skal hafinn yfir daglegt orðaskak og hjaðningavíg. Það efast varla nokkur maður um lögfræðilega hæfni Jóns Steinars og reynsla hans er mikil. Því miður virðist vera að þarna hafi skert dómgreind borið kosti hans ofurliði.
Hæstiréttur má ekki við að virðingu hans sé meira misboðið en orðið er. Grein Sigurðar um þetta efni má öllum vera holl lesning.
Mánudagur, 26. mars 2007
Öðruvísi mér áður brá.....
Ja hérna, er þetta ekki aðferðin sem íslenzkir kaupahéðnar hafa notað leynt og ljóst bæði í skráðum sem óskráðum félögum. Ef þetta leggst til refsingar almennt þarf þá ekki snarlega að byggja nýtt fangelsi, stórt?
Kannski má leigja 5 stjörnu hótel fyrir sem fangelsi.
Væri það ekki við hæfi?
Spilling á hæsta stigi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 26. mars 2007
Íbúalýðræði hverra?
Svona ákvörðun verður að taka í sátt við íbúa þessara svæði hvort heldur lífsgæði og afkoma þeirra rýrnar eða batnar.
Að síðustu vil ég vekja athygli á kynningarfundi í hátíðarsal Íþróttamiðstöðvarinnar á Álftanesi kl. 20:00 í kvöld þar sem fulltrúar málsaðila munu kynna sig og sín mál. Það er ástæða til að mæta og láta skoðanir sínar í ljós.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 25. mars 2007
Íbúalýðræði á Álftanesi í orði en ekki á borði
Fyrir rúmu ári, rétt fyrir sveitarstjórnarkosningar, lá fyrir samþykkt skipulag svokallaðs miðsvæðis á Álftanesi. Vegna þessa skipulags urðu miklir flokkadrættir þar sem margir andstæðingar skipulagsins fóru hamförum, fundu þessu skipulagi allt til foráttu, töluðu um pólitíska spilllingu, mannfjandsamlega háhýsabyggð og nánast allt í skipulaginu var þeim andsnúið.
Hér gengu menn fram af fáheyrðri hörku og efnt var til undirskriftarsöfnunar meðal íbúana. Þessi söfnun undirskrifta var vægast sagt með óvenjulegum hætti, þ.e. notuð var maður á mann aðferðin þar sem mjög var lagt að fólki að skrifa undir. M.a. var þrisvar sinnum komið á mitt heimili og miklum þrýstingi beitt til að fá okkur til að skrifa undir. Talað var um íbúalýðræði, ýjað að meintri spillingu bæjarstjóra og fulltrúa sjálfstæðisfélagsins í samningum við verktaka. Ekki gat þetta blessað fólk bent á nein "concret" dæmi því allir áttu þessir samningar að vera leynilegir. Ja hérna svona baktjaldamakk í reykfylltum herbergjum með dökkþiljuðum veggjum og grænum borðum. Kunnuglegar aðferðir í rógburði.
Vissulega skal ég viðurkenna að þetta skipulag hafði galla, galla sem mátti þó auðveldlega breyta án mikillar tilfæringa. Svokölluð "háhýsabyggð" reyndist vera 3ja hæða húsaþyrping í miðju svæðisins. Byggðin fór síðan lækkandi út til jaðranna. Reyndar hef ég aldrei séð gallalaust skipulag og sennilega er það ekki til. Hvergi.
Sem sagt, mikið var lagt undir og linnulaus áróðurinn gekk yfir bæjarbúa. Ótrúlega margir gleyptu við þessu, sérstaklega kenningunni um "massíva háhýsabyggð" og sumir trúa þessu enn. Það virðist því vera að viðkomandi hafi ekki kynnt sér skipulagið. Á vormánuðum var gengið til kosninga og orðið íbúalýðræði var æ oftar notað. Kosningarnar skyldu snúast um skipulagið og fólkið skyldi ráða.
Niðurstaða kosninganna var einhver naumur 3ja atkvæða sigur Á-listans ef hægt er að tala um sigur í því sambandi. Á-lista fólk gekk hratt og skipulega til verks, haldin skyldi arkitektasamkeppni um miðsvæði til tilheyrandi kostnaði, töfum á framgangi málsins, auk þess sem rifta þurfti gerðum samningum. Samningum sem gerðir höfðu verið á grundvelli samþykkts skipulags.
Nú liggur fyrir niðurstaða úr samkeppninni. Margar hugmyndir bárust en dómnefndin var einróma í þeirri afstöðu að velja tillögu GASSA arkitekta. Eftir að hafa skoðað verðlaunatillöguna er mér efst í huga hversu lík hún er núverandi skipulagi, skipulagi sem fyrir ári síðan var algerlega ómögulegt. Verðlaunatillagan gerir reyndar ráð fyrir mun þéttari byggð auk þessi sem "háhýsunum" þ.e. hlutfalli þriggja hæða húsa eykst nokkuð frá gildandi skipulagi.
Mér líst vel á þessa tillögu þó hún sé engan veginn gallalaus frekar en annað skipulag. Þó er fyrst og fremst eitt sem verður að laga: Krossgatnamót við innkomur á svæðið eru ekki heppileg. Þarna væri hringtorg mun heppilegara en það lítur kannski betur út á kortinu að hafa þetta svona.
Nú sem sagt liggur þetta fyrir og þá reynir á íbúalýðræði Á-listans. Á sama hátt og kosið var um gildandi skipulag hlýtur að liggja í augum uppi að íbúarnir fái að kjósa um tillöguna. Það er sjálfsagður réttur þeirra eftir tekið er mið af því sem á undan hefur gengið. Þó virðist sem Á-listinn hafi ekki lengur neinn áhuga á íbúalýðræðinu sem allt snerist um fyrir ári síðan.
Það er miður.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 24. mars 2007
Þenur brjóst og sperrir stél.....
Smára Geirssyni einum helsta forkólfi stóriðjustefnunnar var mikið niðri fyrir í hádegisviðtalinu á Stöð 2. Þar þandi hann sitt brjóst og sperrti stél og m.a. minnti hann ágætan spyrjanda á yfirlýsingu einhverra Vestfirðinga frá árinu 2003 þar sem þeir lýstu Vestfirði stóriðjulaust svæði og ákölluðu "náttúruverndarsinna" að koma með lausnir á atvinnuvanda þeirra. Síðan spurði Smári ábúðarfullur: "Veistu hvað kom út úr þessu?" Ekki vissi spyrjandinn það þannig að Smári svaraði því sjálfur: "Ekki neitt, alls ekki neitt".
Vegna þessara orða Smára Geirssonar finnst mér rétt að þarna er ólíku saman að jafna. Mér hefur skilist að til framkvæmda í hans heimasveit hafi runnið 250 milljarðar króna. Ætli mætti ekki byggja hressilega upp atvinnu- og mannlíf til framtíðar á Vestfjörðum væru þeim réttar aðrar eins upphæðir í hendurnar.
Það er líka rétt að minnast þess að þau lönd sem hvað mestum árangri hafa náð í sínum efnahags og atvinnumálum undanfarin 10 - 15 ár hafa ekki byggt sína afkomu á hráefnisframleiðslu. Það hafa þau gert með því dæla fjármunum í menntakerfi og virkjað hugvit og orku fólksins. Sem dæmi má nefna Írland, Finnland og Malasíu.
Mér finnast þessi orð Smára Geirssonar lýsa dæmalausum hroka í garð þeirra sem ekki eru tilbúnir að dansa stóriðjuvalsinn hans og þeirra sem ekki eru tilbúnir að selja takmarkaðar orkulindir til þess að hægt sé að framleiða einnota umbúðir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 24. mars 2007
Þjóðsöngur Spaugstofumanna
Þjóðsöngurinn er fallegt verk - það er víst. Hins vegar er hann erfiður í flutningi og vart nema á færi atvinnumanna í söng. Þetta hefur oft farið í mínar fínustu að geta með engu móti tekið undir á hátíðastundum nema verða mér rækilega til skammar.
Í kvöld fluttu Spaugstofumenn sinn 300. þátt á 18 ára ferli hjá RÚV. Frægasti þátturinn er efalaust Guðlastarþátturinn þar sem kirkjunar menn fóru á límingunum yfir þeirri ósvífni þeirra og kærðu þá fyrir guðlast. (Var einhver að minnast á múslima? Ha?) Í kvöld tóku þeir þjóðsönginn með nýjum texta og efalaust hefur þessi skrumskæling hans farið yfir brjóstið á einhverjum.
Kannski mega þeir búast við kæru frá vegna brots á lögum nr. 7 frá 1983 en þar segir m.a í 3. gr. laganna: "Þjóðsönginn skal ekki flytja eða birta í annarri mynd en hinni upprunalegu gerð. Ekki er heimilt að nota þjóðsönginn á nokkurn hátt í viðskipta- eða auglýsingaskyni".
Hver veit?
Spyr sá er ekki veit....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 24. mars 2007
Með fulla vasa af seðlum sem ríkið á að ávaxta
Það er athyglisvert að fylgjast umræðum um samgöngumál þessa daganna. Nýbúið er að samþykkja mjög metnaðarfulla samgönguáætlun á Alþingi þar sem menn og konur hafa gert sitt besta til að forgangsraða framkvæmdum um landið allt því víða er þörfin brýn. Óskaplega brýn. Samgöngur eru langt frá því að vera í því horfi sem þær þyrftu að vera nú í upphafi 21. aldarinnar.
Það skiptir miklu máli nýta þá fjármuni sem ætlaðir eru til vegagerðar á sem skynsamlegastan hátt. Það getur varla talist skynsamleg ákvörðun að gera 2+2 veg milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkur fyrir offjár þegar öllum mátti vera ljóst að 2+1 vegur myndi algerlega fullnæga þörfinni. Mismuninn í milljörðum talið hefði mátt nota til þarfaframkvæmda sem allstaðar bíða. Þar mætti nefna breikkun Suðurlandsvegar austur fyrir fjall, gerð Sundabrautar, Vaðlaheiðargöng, jarðgöng milli fjarða fyrir austan og vestan, breikkun og styrkingu vegasvo eitthvað sé upp talið.
Lítil reynsla er af einkaframkvæmdum í vegagerð ef Hvalfjarðargöngin eru undanskilin. Viðraðar hafa verið hugmyndir um svokallað skuggagjald þar sem einkaaðili tekur að sér verk en eigandi vegarins, Vegagerðin, myndi þá greiða kostnað samkvæmt því umferðarmagni sem um veginn fer.
Þessi hugmynd er góðra gjalda verð og synd að ekki skuli vera búið að útfæra hana af hálfu stjórnvalda og stjórnmálamanna. Í stað þess að þeir hafi tekið frumkvæðið og hreinlega boðið út einkaframkvæmdir á sínum forsendum og þá í takt við þörf hafa einkaaðilar eins og Sjóvá sett skelegga og skýra markaðssetningu á hugmynd um 2+2 veg frá Reykjavík til Selfoss. Linnulaus áróður er rekinn fyrir þessari hugmynd og markaðssetningu hennar beint að almenningi og sveitarstjórnamönnum. Ég tel með öllu ótækt að við látum ávöxtunarþörf tryggingafélags stjórna því hvar og hvernig við stöndum að úrlausn brýnna samgönguverkefna. Í þessu máli hefur hver étið upp eftir öðrum í þeirri fullvissu áróðursins að eina rétta sé 2+2 vegur. Í þessari umræðu hafa margir látið ljós sitt skína og oftar en ekki hefur þessi umræða verið lítt ígrunduð og tilfinningaþrungin.
Með stuttu millibili hafa orðið hörmuleg slys á þessum vegi og vil ég votta öllum þeim sem eiga um sárt að binda vegna þeirra mína innilegustu samúð. Við slys sem þessi gýs umræðan upp af krafti og er þá einatt á tilfinnganótunum. 2+2 veg strax segja menn og allur kórinn syngur með. Í ljósi þess að sýnt hefur verið fram á með skýrum rökum að 2+1 vegur dugi þarna fyllilega næstu áratugina verður þessi umræða mér nánast óskiljanleg. Það er hægt að gera 2+1 veg þessa leið á stuttum tíma, mun styttri tíma en tæki að leggja 2+2 veg. Það er nú þegar búið að breikka veginn á þessari leið á löngum köflum milli Reykjavíkur og Hveragerðis. Þar fyrir austan þarf meira við. Gífurlegur kostnaðarmunur er á þessari framkvæmd hvor kostur yrði valinn. Mismuninn gætum við hæglega notað til þarfari hluta, s.s. 2+1 veg frá Hvalfirði norður í Húnavatnssýslur en menn mér fróðari um kostnaðarútreikninga segja það fyllilega raunhæft.
Hvað verður hér ofan á verður fróðlegt að fylgjst með. Þarna er komið að máli öflugt einkafyrirtæki með sterkan banka sem bakhjarl. Þetta fyrirtæki er ekki í neinni góðgerðastarfsemi ef einhver heldur það. Eigendur þess krefjast ávöxtunar á sínu hlutafé og þarna hafa menn komið auga á góðan kost til að láta ríkið (les: almenning) borga brúsann.
Ég segi nei takk.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 21. mars 2007
Við áttum bara gott líf, var það ekki?
Ég fékk eftirfarandi sent í tölvupósti og fannst þetta það skemmtilegt að ég vil leyfa fleirum að njóta. Höfundur er óþekktur.
Fólk sem að fæddist fyrir 1980 ætti að vera dáið!!!
(eða vorum við bara heppin??)
Já, samkvæmt löggjöfum og skrif finnum nútímans ættu þau okkar sem voru börn á 5., 6., 7. og 8. áratug síðustu aldar ekki að hafa lifað af. > HVERS VEGNA VAR ÞESSI NIÐURSTAÐA OKKAR SVONA? Jú, barnarúmin okkar voru máluð með blýmálningu. Það var engin barnalæsing á lyfjaglösum hurðum eða skápum og þegar við hjóluðum notaði ekkert okkar hjálm. Sem börn sátum við í bílum án öryggisbelta og/eða púða. Að fá far á vörubílspalli var sérlega gaman. Við borðuðum brauð með smjöri, drukkum gos með sykri, en fæst okkar lentu í offituvandamálum, því við vorum alltaf úti að leika. Við deildum gjarnan gosflösku með öðrum og allir drukku úr sömu flöskunni án þess að nokkur létist. Við vörðum löngum stundum í að byggja kassabíl úr dóti og drasli og þutum á honum niður brekkuna, bara til að uppgötva að við höfðum gleymt bremsunum. Eftir nokkrar veltur lærðum við að leysa vandamálið. Við fórum að heiman snemma á morgnanna til að leika okkur allan daginn og komum aftur heim í kvöldmat Enginn hafði möguleika á því að ná í okkur yfir daginn. Engir farsímar. Ha, engir farsímar? Óhugsandi! Sumir áttu litlar talstöðvar sem var flott að eiga! Við áttum ekki Playstation, Nintento 64, X- box, enga tölvuleiki,ekki fjölmargar rásir í sjónvarpinu, ekki video, ekki gervihnattasjónvarp, ekki heimabíó, heimilistölvu eða spjallrásir á Internetinu. Við eignuðumst vini! Við fórum bara út og fundum þá. Við duttum í skurði, skárum okkur, fótbrotnuðum, brutum tennur, en enginn var kærður fyrir þessi óhöpp. Þetta voru jú óhöpp. Það var ekki hægt að kenna neinum um? nema okkur sjálfum. Manstu eftir óhappi? Við slógumst, urðum blá og marin og lærðum að komast yfir það. Við lékum okkur í nýbyggingum, fundum upp leiki með naglaspýtum og drasli og átum maðka og reyktum njóla. Þrátt fyrir aðvaranir voru það ekki mörg augu sem duttu út og ekki lifðu maðkarnir inni í okkur til eilífðar og margir gáfust upp á fyrsta njólanum! Við hjóluðum eða gengum hvert til annars, bönkuðum á dyrnar, gengum inn og létum eins og heima hjá okkur. Við lékum okkur úti eftir kvöldmat, fórum í fallin spýta, eina krónu, eltingaleik eða feluleik, svo ekki sé minnst á löggu og bófa. Svo þegar aldurinn sagði til sín fórum við í kossaleik og eignuðumst kærustu/kærasta. Það þurfti engar félagsmiðstöðvar eða neina til að stjórna okkur. Við stjórnuðum okkur sjálf. Sumir nemendur voru ekki eins glúrnir og aðrir, þeir lentu í tossabekk. Hræðilegt... En þeir lifðu af. Engin vissi hvað Rídalín var og engin bruddi pillur sem barn. Við fórum í sunnudagsskóla eða sóttum KFUM og K, sungum og vorum í skátunum og lærðum hnúta og kurteisi. Ef það sprakk á hjólinu lagfærðum við það í sameiningu og alveg sjálf. Morgunkornið okkar var m.a. TRIX morgunkorn, og við lifðum af litarefnið í því... OG AFLEIÐINGIN ER ÞESSI! Síðustu 50 ár hafa verið sprengja nýsköpunar og nýrra hugmynda. Við áttum frelsi, sigra ósigra og ábyrgð og við lærðum að takast á við það allt saman. Við sem ólumst upp áður en löggjafi og stjórnvöld settu lög og reglur um líf okkar sem þeir segja að sé "okkur sjálfum fyrir bestu"?. Þessi kynslóð hefur alið af sér fólk sem er tilbúið að taka áhættu, góð í að leysa vandamál og eru bestu fjárfestar nokkru sinni.
Við áttum bara gott líf er það ekki?
Höf: óþekktur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 20. mars 2007
Jakinn
Guðmundur jaki var öllum ógleymanlegur. Stór, röddin djúp og rám, tóbaksklúturinn í hendinni, mikilúðlegt fas með óvenju sterkri nærveru. Guðmundur var og er jafnvel enn holdgerfingur verkalýðsbaráttunnar að öllum öðrum ólöstuðum.
Ég vil benda á að nú þegar er viðeigandi minnisvarði um Guðmund við athafnasvæði Eimskipafélagsins við Sundahöfn þar sem risastór gámakrani var nefndur Jakinn til heiðurs honum. Ef menn vilja endilega reisa af honum styttu þá ætti hún betur heima við Reykjavíkurhöfn en þar var hans heimavöllur um áratugaskeið og hafnarverkamennirnir voru hans lið. Sú stytta myndi sóma sér vel á kajanum neðan við Hafnarhúsið.
Það held ég nú....
Gerð verði stytta af Guðmundi Jaka í Breiðholti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 16. mars 2007
Ábyrðarlausum olíufurstum skýlt með orðhengilshætti
Hér er komið nóg. Dettur einhverjum það í hug að þeim ágætu mönnum sem samkeppnislögin sömdu á sínum tíma hafi dottið þetta í hug. Að fyrirtæki hafi sjálfstæðan vilja! Að fyrirtæki hafi sjálfstæðan vilja!! Að fyrirtæki hafi sjálfstæðan vilja!!!
Fyrir mér lítur þetta svona út: Þarna eru dómarar að víkja sér undan þeirri ábyrgð að taka á glæpum stjórnenda þessara fyrirtækja með því að beita einhverjum þeim ótrúlegasta orðhengilshætti sem um getur í manna minnum. Með þessum orðhengilshætti á að fría stjórnendurnar sem hafa sjálfir hafa lýst á sig sök.
Skyldi sama regla eiga við í Baugsmálinu?
ÉG BARA SPYR??????
Ákæru á hendur forstjóra olíufélaga vísað frá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)