Nafnlaus óhróðursherferð Ástþórs Magnússonar afhjúpuð!

Ástþór Magnússon var í gær staðinn að verki við að reka nafnlausa óhróðurssíðu sem hefur farið í herför gegn DV. DV er svo sem ekki vant að virðingu sinni en engin hefur verið duglegri að gagnrýna nafnlaus óhróðurskrif að undanförnu en téður Ástþór.Hér að neðan er mynd (screenshot) af vefsíðuni domaintools.com þar sem þessi tengsl koma skýrt fram. Sama IP tala, 213.181.100.145, er skráð fyrir öllum neðantöldum vefsvæðum:

forseti

 Það er alveg ljóst að Ástþór þarf að gefa skýringar á þessari mynd.  Reyndar er búið að breyta öllu núna, væntanlega til að fela slóðina.

Það er reyndar alveg á mörkum að maður sé að eltast við mann eins og Ástþór sem sumir hafa líkt við "þorpsfífl" en mér finnst einfaldlega nóg komið hjá honum af svo "góðu.

Ástþór hefur á bloggsíðu sinni reynt að fara undan í flæmingi þrátt fyrir áskoranir að svara skýrt af eða á.

Það er reyndar með ólíkindum að þessi maður skulu vera búinn að kosta okkur skattgreiðendur stórfé með einhverjum grínframboðum (vonandi er  honum ekki alvara) til forseta lýðveldisins. 


Válisti forsetaframbjóðandans

Athyglisverðar upplýsingar sem koma hér fram hjá kerfisfræðingnum Hjalta Þór Sveinssyni.  Með því að greina IP töluna kemur í ljós að frá henni koma m.a. forsetakosningar.is auk fjölda annarra.  Ein þeirra er sorprit.com sem hefur haldið úti svokölluðum "válista" auglýsenda.  A.m.k. einn verslunareigandi hefur stigið fram og lýst hótunum um að verslun hans yrði sett á "válistann" ef hann hætti ekki að auglýsa á DV.

Án þess að haldið sé uppi vörnum fyrir siðferði ritstjóra DV vakna spurningar á hvaða plani siðferðis þessi fyrrum forsetaframbjóðandi er?  Eða eigum við heldur að segja "þorpsfíflið"?


Sviptingar í bæjarstjórn Álftaness. Afsögn forseta bæjarstjórnar.

Í yfirlýsingu sem Kristján Sveinbjörnsson forseti bæjarstjórnar Álftaness setti inn á vef sveitarfélagsins í gærkvöldi tilkynnir hann afsögn sína sem forseti og dregur sig jafnframt í hlé sem bæjarfulltrúi. 

Kristján hefur setið sem forseti frá því að Á-listinn tók við stjórnartaumunum á Álftanesi miðsumars 2006.  Mikið hefur gengið á í sveitarfélaginu og hafa Kristján og félagar hans í Á-listanum staðið fyrir miklum framkvæmdum, sumum umdeildum og öðrum sem ekki voru bara umdeildar, heldur í mikilli andstöðu meirihluta íbúa.   Er hér átt við  skipulag miðsvæðisins sem Kristjáni og félögum tókst að klúðra með afdrifaríkum hætti.  Þar var á ferðinni ekkert annað en hrein pólitísk valdníðsla að ganga svo freklega gegn vilja bæjarbúa sem raun bar vitni.

Annað mál hefur verið Kristjáni erfitt, svokallað M8-mál.  Það snýst um byggingarrétt á lóðinni Miðskógar 8 sem er næsta lóð við íbúðarhús Kristjáns.  Á-listanum var þar beitt fyrir vagninn í beinum hagsmunadrætti Kristjáns gegn eigendum lóðarinnar.  Svo óheppilega vildi til að bygging húss á þessari umdeildu lóð hefði skyggt á útsýni hans til sjávar.  Svo sem vel skiljanleg óánægja að vera sviptur útsýni en fátt við því a gera ef lóðin er lóð og maður er bara venjulegur jón.  En hér var ekki neinn venjulegur jón, heldur sjálfur séra jón, forseti bæjarstjórnar, og öll framkvæmd bæjaryfirvalda á þessu málið hafa borið argasta spillingarstimpil.  Að öllum líkindum munu aðgerðir bæjaryfirvalda kosta bæjarstjóð tugi milljóna.

Svo virðist einnig vera að Kristjáni sem er yfirlýstur Samfylkingarmaður hafi einnig vantað allt bakland þar sem hann virtist ekki njóta stuðnings flokksfélagsins á Álftanesi.  Alla vega hefur hinum almenna kjósanda fundist sá stuðningur lítt sjáanlegur.

Fjármál sveitarfélagsins eru einnig í erfiðum hnút eftir óhóflega skuldasöfnun og óráðsíu í fjármálastjórnun.  Þetta, ásamt þeirri bankakreppu sem nú ríður yfir, leitt til þess að staða sveitarfélagsins er mjög erfið, jafnvel hægt að tala um "tæknilegt" gjaldþrot.   Meirihluti Á-listans hefur klúðrað  málum svo á Álftanesi að réttast væri að allir bæjarfulltrúar þeirra myndu segja af sér og nýr starfhæfur meirihluti yrði myndaður.

Sterkir andstæðir pólar hafa verið áberandi í allri pólitískri umræðu á Álftanesi.  Kristján er einn þeirra.  Brotthvarf hans úr pólítík er því kærkomið skref inn í framtíðina og mun vonandi minnka þær skörpu persónulegu aðstæður sem bæjarstjórn hefur mátt búa við að undanförnu.

Kristjáni og fjölskyldu hans óska ég velfarnaðar og óska þeim gleðilegra jóla.


Grillaður ritstjóri, flamberaður í lygabrandíi, borinn fram í yfirgefnu auðmannahreiðri.

Frétt dagsins snerist um frétt. Frétt sem var raunar ekkifrétt. Átti að vera skúbb en var það ekki. Frétt sem olli því að ónafngreindur var á barmi taugaáfalls.
Frétt sem ekki birtist fyrr fréttin um hana var orðið að frétt. Bara eins í besta farsa.
Þar höfum við það. Reyndar vitað það alla tíð að eigendur fjölmiðla hafa mikil áhrif á efnistök ritstjórna þeirra, bæði beint og síður óbeint. Í dag fengum við beina dæmið. Í fyrstu reynir Reynir ritstjóri að ljúga sig út úr þvælunni en tekst svo óhönduglega upp að vart hefur nokkur maður trúað þvælunni. Lygin var svo endanlega afhjúpuð í Kastljósviðtali kvöldsins þar sem blaðamaðurinn leggur fram hljóðupptöku af samtali sínu við Reyni ritstjóra.
Reynir (að vera) ritstjóri, Hreinn (og klár?) eigandi og Bjórólfurinn prentsmiðjueigandi og alltumlykjandi. Félegur kokkteill atarna! Eru menn búnir að gleyma afskiptum hins alltumlykjandi þegar hann ætlaði að kaupa DV til þess að leggja það niður vegna "óþægilegra" frétta. Kannski erum við líka búnir að gleyma því "ritstýringu" hans á bók Guðmundar Magnússonar um Thorsarna (eða var það um Thor Jensen), skiptir ekki máli.
Lengi hefur Jón Ásgeir verið sakaður um að beita fjölmiðlum sínum ótæpilega í eigin þágu. Einhvern veginn hefur honum tekist að gera það á snyrtilegri hátt en hinn alltumlykjandi prentsmiðjueigandi.
Aum er staða ritstjórans og reyndar eigandans líka. Uppvís að lygaþvælu og um að láta undan hótunum "um líf og dauða". Traustleikavísitala ritstjórans var reyndar með allra lægsta móti en ætli honum hafi ekki tekist að fara niður fyrir núllið núna.
Ég spái því að hann láti af störfum á morgun. Annars er það litla traust á fréttum þess farið fjandans til.
Það hlýtur að vera pláss fyrir ritstjóra á einhverju grillblaði. Það gæti hann sem vísast gefið okkur uppskriftina að eigin grillun.
Grillun í beinni!
mbl.is Upptaka af útskýringum ritstjóra DV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er aumingaskapur Björgvins alger?

Það sem haft er eftir viðskiptaráðherranum í þessari frétt er naumast annað en það sem áður hefur komið fram. Það er vægt til orða tekið ámælisvert að toppar í íslenskri fjármálastjórnsýslu tali ekki saman í heild ár. Ár þegar miklar blikur eru á lofti. Hvað var Björgvin að hugsa? Hann sem er ráðherra bankamála hafði ekki hugmynd hvað var að gerast og svo virðist sem hann hafi verið kallaður að borðinu til málamynda. Var honum ekki treystandi? Hann verður að svara því.
Ef svo er þá er honum ekki sætt. En hann ákveður að sitja sem fastast og í stað þess að standa upp taka pokann sinn og fara. Vera ekki lengur með í þessum delluleik. Svo kvartar hann. Vá!
Ég ætla að lýsa því yfir að hann er einhver mesti pólitíski aumingi sem sést hefur. Blaðrar og bullar út í eitt en hefur ekki bein í nefi til að gera það sem gera þarf.
mbl.is Björgvin: Spurningarmerki við Glitnisatburðarás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Davíð, Davíð, "komdu fagnandi", frelsari vor.

Þá liggur hún klár á borðinu, hótunin sem Geir Hilmar hefur óttast mest af öllu.  Davíð opinberar í einhverju dönsku héraðsfréttablaði hótun sína að snúa aftur í pólítík.  Gott og vel, þetta var eins og margan grunaði.  Hæfileikar Davíðs til að vekja á sér athygli og verða miðpunktur umræðunnar eru einstakir.  Ég er alveg viss um að hann gæti átt mjög sterkt ”come back” í pólitíkina og lítið mál fyrir hann að velta Geir úr sessi.  Geir hefur ekki reynst sá leiðtogi sem við þörfnust, langt frá því.  Ákvarðanafælinn,  litlaus, skapstyggur auk þess augljósa að hafa látið undirmann sinn, sitjandi í Svörtuloftum svínbeygja sig.

Að sjálfsögðu hefði átt að vera búið að reka manninn.  Eru engin takmörk fyrir dellumakeríi hans í embætti seðlabankastjóra?  Í hvert einasta sinn sem hann hefur opnað munninn hefur þjóðin skolfið.  Ekki við manninn sjálfan heldur það sem út úr honum rennur.  Það var átakanlegt að horfa og hlusta á lítt dulbúnar hótanir, sjálfsbirging og dylgjur um menn og málefni.  Hræddur maður, úti í horni, sem reynir að verja sig með kjafti og klóm.  

Íslendingar hafa marga góða hæfileika.  Einn af þeim er hæfileikinn til að gleyma.  Annar er að fyrirgefa.  Hvoru tveggja sást vel þegar alþekktur tukthúslimur sem hafði orðið uppvís að þjófnaði, mútum og fjárdrætti, allt frá almenningi, átti magnaða endurkomu inn í pólítikina þar sem hæfileikar kjósenda í gleymsku og fyrirgefningu nutu sín til fulls.

Því er alveg viðbúið að það sama gildi um Davíð.  Hann hefur það þó fram yfir tutkhúsliminn að hafa haft verðskuldaða almannahylli á velmektardögum sínum.  Kostur við að endurkomu hans eru sá helstur að líklega mun hann ekki geta valdið þjóðinni jafn miklu tjóni og í embætti seðlabankastjóra.  

Gallarnir eru augljósir.  Hér er kominn maður sem þarf að hefna.  Og það grimmilega.  Undir grímu brandarakarlsins, gjörningameistarans glittir í vansæla, geðvonda smásál með einræðistilhneigingar.

 

„Þá hyggst ég hætta af sjálfsdáðum með sama hætti og ég gerði þegar ég lét af starfi forsætisráðherra. Verði ég hins vegar þvingaður úr starfi horfir málið allt öðruvísi við. Þá mun ég snúa aftur í stjórnmálin,“

 

Eru þessi orð ekki lýsandi fyrir hrokann, einsýnina og sjálfsbirginginn?

 

Ég bara spyr?


mbl.is Davíð: „Þá mun ég snúa aftur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglisvert ársgamalt viðtal við HHG

Einn bankaráðsmanna Seðlabankans heitir Hannes Hólmsteinn Gissurarson.  Hannes þessi hefur gert sig mjög gildandi í þjóðmálaumræðunni og hefur verið einn helsti postuli nýfrjálshyggjunnar hér á landi.  M.a. hefur hann gefið sig út fyrir að vera sérlega vel að sér í efnahags- og fjármálum.  Kannski er hann þess vegna í bankaráðinu með Halldóri Blöndal, Ragnari Arnalds og fleiri fjármálaséníum.

Í ljósi þessa er fróðlegt fyrir umræðu dagins í dag að skoða viðtal frá 13. sept. 2007 (fyrir rúmu ári) þegar seðlabankastjóranum DO varð orðið ljóst að allt stefndi á heljarþröm.  Þá sagði vinur hans, ráðgjafi og bankaráðsmaðurinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson þetta.


Skyldulesning! Grein Jóns Steinssonar í Fbl.

Ég vil vekja athygli á stórmerkri greiningu dr. Jóns Steinssonar lektors við Columbia háskólann á spillingu í stjórnkerfi og fyrirtækjum hér á landi.  Skyldulesning öllu áhugafólki um endurreisn hins Nýja-Íslands.  Greinin birtist í Fréttablaðinu í dag.

Það má alls ekki lækka laun æðstu ráðamanna. Til er önnur notadrýgri ráð.

Ekki er viturlegt að lækka laun ráðherra, þingmanna og æðstu embættismanna.  Það væri reyndar mjög óviturlegt.  Lækkun þeirra gæfi "kærkomið tækifæri" að lækka þar á eftir laun okkar hinna. 

Ef það er eindræg og einlæg ósk Ingibjargar, Geirs og allra undirsátanna að lækka launin en fá það ekki fyrir einskæran fautaskap Kjararáðs þá legg ég til:

Þeir er hlut eiga að máli, taki af heildarlaunum sínum þau 15-20% um var rætt að lækka þau um og leggi inn á reikinga viðurkenndra líknar- og hjálparsamtaka.  Þar mætti nefna Rauða krossinn, Mæðrastyrksnefnd, Fjölskylduhjálpina, Hjálparstofnun kirkjunnar, Hjálpræðisherinn og efalaust einhverja fleiri sem ég kann ekki að nefna hér.

Með lækkun launa hverfa þessar lækkanir inn í ríkishítina og hverfa þar.  Greitt til hjálparsamtaka verða þetta "sjáanlegir" fjármunir sem ganga þá til góðverka.


mbl.is Kjararáð getur ekki lækkað launin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erum við að gleyma Fullveldisdeginum?

Á leiðinni í vinnuna í morgun hlutstaði ég á Rás 2.  Þar var morgunþáttastjórnandinn að bjóða hlustendum góðann daginn, sagði hann merkilegan, sérlega fyrir þá sök að þennan dag, 1. des. hafi Rás 2 farið í loftið í fyrsta sinn fyrir 25 árum.  Síðan taldi stjórnandinn upp hvað helst annað hefði gerst þennan dag í sögu þjóðarinnar.

Ekki man ég hvað stjórnandinn taldi upp en hitt man ég að ekki minntist hann einu orði á að Ísland hlaut fullveldi þennan dag, 1. des. 1918.  Íslensk þjóð á þess vegna 90 ára fullveldisafmæli í dag.  Einhvern veginn er það svo að þessi merkilegi dagur hefur fallið nokkuð í skuggann af 17. júní en er þó engu að síður ein merkasta og stærsta varðan á þrautagöngu þjóðarinnar til sjálfstæðis.  Meira að segja fellur dagurinn í skuggann af 25 ára afmæli Rásar 2.  Vissulega má óska þeim rásarmönnum og konum til hamingum með áfangann en hann telst þó ansi léttvægur miðað við 90 ára afmæli sjálfstæðrar þjóðar.

Ísland. Til hamingu með daginn!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband