Það má alls ekki lækka laun æðstu ráðamanna. Til er önnur notadrýgri ráð.

Ekki er viturlegt að lækka laun ráðherra, þingmanna og æðstu embættismanna.  Það væri reyndar mjög óviturlegt.  Lækkun þeirra gæfi "kærkomið tækifæri" að lækka þar á eftir laun okkar hinna. 

Ef það er eindræg og einlæg ósk Ingibjargar, Geirs og allra undirsátanna að lækka launin en fá það ekki fyrir einskæran fautaskap Kjararáðs þá legg ég til:

Þeir er hlut eiga að máli, taki af heildarlaunum sínum þau 15-20% um var rætt að lækka þau um og leggi inn á reikinga viðurkenndra líknar- og hjálparsamtaka.  Þar mætti nefna Rauða krossinn, Mæðrastyrksnefnd, Fjölskylduhjálpina, Hjálparstofnun kirkjunnar, Hjálpræðisherinn og efalaust einhverja fleiri sem ég kann ekki að nefna hér.

Með lækkun launa hverfa þessar lækkanir inn í ríkishítina og hverfa þar.  Greitt til hjálparsamtaka verða þetta "sjáanlegir" fjármunir sem ganga þá til góðverka.


mbl.is Kjararáð getur ekki lækkað launin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Ekki slæm hugmynd.

Úrsúla Jünemann, 2.12.2008 kl. 13:38

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Það hafa nú þegar fjöldi manns lækkað launin sín svo það er ekki nýtt.

Rut Sumarliðadóttir, 2.12.2008 kl. 15:42

3 Smámynd: Sævar Einarsson

"Ekki er viturlegt að lækka laun ráðherra, þingmanna og æðstu embættismanna.  Það væri reyndar mjög óviturlegt" hefur þú ekkert verið að fylgjast með hvað er að gerast í þjóðfélaginu ? fyrirtæki eru að kalla inn fólk og biðja það um að lækka við sig launin um 10% og ef það neitar þá er það látið fara, ég þekki þess dæmi. Kjararáð en feluráð fyrir ráðamenn til að geta bent á það og sagt "þetta er ekki okkur að kenna" þetta er skömm og svívirða á síðustu og verstu tímum !

Sævar Einarsson, 2.12.2008 kl. 16:11

4 Smámynd: Sævar Einarsson

Gleymdi að bæta við "Lækkun þeirra gæfi "kærkomið tækifæri" að lækka þar á eftir laun okkar hinna"

Sævar Einarsson, 2.12.2008 kl. 16:11

5 Smámynd: Sævar Einarsson

En ég er sammála þér með hitt sem þú segir:

"Þeir er hlut eiga að máli, taki af heildarlaunum sínum þau 15-20% um var rætt að lækka þau um og leggi inn á reikinga viðurkenndra líknar- og hjálparsamtaka.  Þar mætti nefna Rauða krossinn, Mæðrastyrksnefnd, Fjölskylduhjálpina, Hjálparstofnun kirkjunnar, Hjálpræðisherinn og efalaust einhverja fleiri sem ég kann ekki að nefna hér.

Með lækkun launa hverfa þessar lækkanir inn í ríkishítina og hverfa þar.  Greitt til hjálparsamtaka verða þetta "sjáanlegir" fjármunir sem ganga þá til góðverka."

Sævar Einarsson, 2.12.2008 kl. 16:13

6 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Sævarinn: Þetta er kjarni málsins. Ekki ráð að blogga um ráð fram nema fulllesin sé færslan.

Þetta er mjög þekkt aðferð til að lækka laun. Í krísuástandi byrja topparnir og síðan fer þetta eins og skriða niður í neðri lögin. Og alltaf standa þeir verst eftir sem lægstir voru fyrir.

Mun ráðlegra er að beita sköttum eða skylduframlögum eins og ég bendi á hér að ofan.

Sveinn Ingi Lýðsson, 2.12.2008 kl. 19:00

7 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég er nú þeirrar skoðunar að í 20% verðbólgu þurfi ekki að lækka launin, því það gerist af sjálfu sér.

Ef við byggjum við gjaldmiðil, sem stæði fyrir sínu væri þetta alls ekki óskynsamleg hugmynd.

Mig grunar að þetta hafi verið hugsað sem byrjun á aðför að kjörum opinberra starfsmanna.

Nú er búið að hlæja að manni í mörg ár fyrir að vera hjá ríkinu og maður hefur verið hvattur til að ráða sig frekar hjá einkafyrirtækjum. Þá sagði maður að ríkið væri öruggur vinnuveitandi og maður vissi að hversu mikið maður fengi útborgað og hvenær. Ef hugmyndin er að ráðast á kjör opinberra starfsmanna núna þegar kreppir að, verður maður fljótur að koma sér yfir til einkaframtaksins þegar kreppan er búin, því maður hefur auðsjáanlega verið hjá ríkinu á fölskum forsendum!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 2.12.2008 kl. 20:00

8 identicon

<<<þeir í kjararáði eru bara hræddir um vinnuna....................

Magga (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 22:02

9 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Tek undir með Guðbirni og ítreka fyrri orð mín varðandi "kærkomið tækifæri" til launalækkunar niður stigann. Það er þannig þegar samið er um launahækkanir er alltaf byrjað á þeim sem lægst hafa launin um einhverja smánarhækkun. Síðan er haldið áfram upp stigann og í efstu tröppunni sitja þeir sem mest bera úr bítum.

Þegar þarf að grípa til skerðingar þá snýst þetta við, þá skal byrjað "varlega" í efstu tröppunni og þegar komið er niður á "gólfið" eru þeir sem þar eru farið að svíða undan.

Alltaf betra að hugsa nokkra leiki fram í tímann.

Sveinn Ingi Lýðsson, 2.12.2008 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband