Miðvikudagur, 27. febrúar 2008
Álftanes. Hvað er eiginlega til ráða?
Það hefur vart farið framhjá nokkrum manni það ástand sem hefur verið á Álftanesi undanfarna mánuði. Meirihluti bæjarstjórnar stendur í stórstríði við bæjarbúa sem neita að fallast á þær umferðarlausnir sem boðið er upp á í nýju aðal- og deiliskipulagi svokallaðs miðsvæðis. Það er fáheyrt að 60 prósent atkvæðisbærra íbúa sjái ástæðu til að senda inn skriflegar athugasemdir við skipulagstillögur. Athugasemdir sem nánast allar beindust að sama atriðinu sem er lokun Breiðumýrar og gerð mikillar umferðargötu meðfram leikskólanum Krakkakoti og Grunnskóla Álftaness. Ekkert tillit var tekið til þessara athugasemda í frekari úrvinnslu skipulagsins.
Ekki hefur verið neinu tauti komið við bæjarstjórann og hans fólk í Á-listanum sem skipar meirihluta bæjarstjórnar með 4 bæjarfulltrúa á móti þrem fulltrúm Sjálfstæðismanna. Var getur veikari meirihluta þar sem aðeins þrjú atkvæði skildi á milli í síðustu kosningum.
Á sama tíma er mikil upplausn í starfsmannahaldi bæjarins eins og fram kemur í fréttinni. Ekki er nóg með að starfsfólk bæjarskrifstofu sé annað hvort hætt eða íhugi að hætta heldur er orðin upplausn í skólastarfi þar sem bæjarstjórinn er kominn upp á kant við skólastjóra og kennara. Sem sagt: Staðan er bráðalvarleg. En hvað er til ráða?
1. Auglýsa þarf starf bæjarstjóra og fá fagmann sem ræður við starfið.
2. Ganga að kröfum meirihluta íbúa varðandi miðsvæðisskipulagið eða ná ásættanlegri málamiðlun.
3. Setja þegar í gang vinnu við að endurheimta traust bæjarbúa og starfsfólks.
Þessa vinnu þarf þegar að setja í gang því ekkert mun gerast í uppbyggingu miðsvæðisins í andstöðu bæjarbúa. Nú er aðalskipulagsbreytingarnar komnar til Skipulagsstofnunnar þar sem íbúasamtökin VERNDUM BÖRNIN munu koma sínum sjónarmiðum að. Það er hægt að þvæla svona málum árum saman í kerfinu og stórhætta á að það gerist nái meirihluti bæjarstjórnar ekki áttum.
Og allir tapa.
Bæjarskrifstofan: Starfsfólk á flótta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þriðjudagur, 26. febrúar 2008
Dómur fallinn. Umhugsunarefni fyrir þá bloggara sem fóru offari í þvagleggsmálinu
Mér finnst þessi dómur alveg í samræmi við tilefnið og óska Ómari til hamingu. Það gengur ekki að "ofbeldismenn" bloggsins fari þar hamförum gegn nafngreindum einstaklingum eða fjölskyldum þeirra. Því hlýtur það að vera umhugsunarefni fyrir þá bloggara sem aftur og aftur tröðkuðu á mönnum sem voru að vinna skyldustörf í svokölluðu "þvagleggsmáli".
Nú hefur dómur fallið í þvagleggsmálinu og má lesa dóminn í heild sinni á þessari slóð: http://domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=S200700275&Domur=4&type=1&Serial=1&Words=
Í dómnum kemur sannleikurinn fram. Allra leiða var leitað til að framkvæma þvagtökuna með eins vægum úrræðum og kostur var. Margir bloggararar hreinlega töpuðu sér í þessari umræðu og jusu óþverranum í allar áttir. Það var eins og fólk gerði sér ekki grein fyrir hverjar skyldur lögreglu eru í svona málum. Skyldur - ekki heimild. Það er mjög ítarlega farið ofan í skyldur löreglu við aðstæður sem þessar. Að sjálfsögðu var líka margt skynsamlegt sagt í umræðunni en því miður drukknuðu þær raddir í ofbeldisfullum fáfræðislegum skrifum sumra sem ég ætla ekki að nafngreina hér. Þeir taki sneið sem eiga.
Sekur um meiðyrði á bloggi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mánudagur, 25. febrúar 2008
Er ekki kominn tími á borgarafund á Álftanesi?
Í ljósi síðustu atburða hef ég velt því fyrir mér hvort ekki sé grundvöllur fyrir almennum borgarafundi um það ástand sem ríkir á Álftanesi.
Nú síðast sú glórulausa misgjörð bæjarstjórnar að virða að vettugi vilja meirihluta íbúa varðandi Breiðumýri og Skólastíg og samþykkja breytingu á aðalskipulagi Álftaness 2005 - 2024. Breytingu sem í raun þýðir að umferðarskipulag skóla- og miðsvæðis er sett í uppnám, að því er virðist til að verktakar geti fengið fleiri lóðir undir íbúðir.
Á flestum stöðum leita skipulagsyfirvöld allra leiða til að komast hjá miklum umferðargötum við skóla og leikskóla sé þess nokkur kostur. Það ætti því að vera auðvelt í nýju skipulagi sem þessu. Nei, aldeilis ekki, allri umferð að og frá miðsvæði, skólasvæði, Birkiholti og Asparholti er beint á skólasvæðið með tilheyrandi slysahættu, ónæði og mengun í formi útblásturs og umferðahávaða. Er bæjarstjórn ekki sjálfrátt? Hvaða kverkatak hefur bæjarstjórinn á liðsmönnum sínum sem með ólundarsvip réttu upp hendur á bæjarstjórnarfundinum og samþykktu gjörninginn. Ég hef ekki ástæðu til annars en þetta sé gott fólk og skynsamt og ekki er langt síðan þau lýstu vilja sínum varðandi íbúalýðræði, valkosti í skipulagsmálum og tekið yrði tillit til óska íbúa í þessum efnum. Stefna þeirra var skýr og ljós, var það ekki? Því er sú kúvending sem bæjarfulltrúar eins og Kristín Fjóla og Margrét Jónsdóttir hafa tekið óskiljanleg. Hvað veldur?
Því er það mín skoðun að skynsamlegt gæti verið að halda almennan borgarafund um málið og velta í framhaldi hvað sé til ráða. Málið er komið í algert óefni. VERNDUM BÖRNIN - áhugahópur um barnvænt umhverfi á Álftanesi- hefur lýst yfir að þau muni halda baráttu fyrir markmiðum sínum ótrauð áfram. Slíkt þýðir einfaldlega frestun á frestun ofan og þannig munu framkvæmdir tefjast um ófyrirséðan tíma.
Slík töf er óásættanleg þar sem miklir fjárhagslegir hagsmunir eru í húfi. Samtökin hafa í sjálfu sér ekki neinn hag af slíkri töf, þvert á móti. Það eina sem þau hafa farið fram á er að Breiðumýri verði haldið opinni áfram og áætlanir um Skólaveg verði endurskoðaðar með tilliti til þess viðkvæma svæðis sem hann liggur um.
Hvað veldur að ekki var hægt að verða við þessari einföldu, skýrt afmörkuðu kröfu íbúanna? Engin rök hafa verið lögð fram þessum gjörningi til stuðnings. Hvers vegna?
Þeim vilja styðja hugmynd um borgarafund er bent á að senda höfundi póst á netfangið sveinn.ingi@simnet.is
Breytingar á tillögu duga ekki til | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 24. febrúar 2008
Loks kom Bikarinn í Hólminn!
Frábært að sjá Snæfellinga vinna góðan sigur í höllinni í dag. Loksins hafðist það en liðið hefur spilað tvívegis áður um bikarinn en ekki haft árangur sem erfiði. Gífurleg stemming var á bekkjunum og gleðin mikil og ósvikin í leikslok. Koitila þjálfari Snæfells hefur unnið mikið og gott starf með liðið. Einnig er öll umgjörð utan um körfuboltann í Hólminum til mikillar fyrirmyndar.
Eitt fannst mér nokkuð skrítið og alls ekki samboðið stórleik sem þessum. Leiktaflan var í lamasessi og erfitt fyrir leikmenn og áhorfendur að átta sig t.d. á villufjölda. Einnig er hljóðkerfi hússins eins og út út kú og útilokað að skilja það sem kynnirinn sagði.
Svona beisikk atriði verða að vera í lagi! Svo einfalt er það nú.
En innilega til hamingju Hólmarar. Þetta var frábært hjá ykkur öllum!
Snæfell bikarmeistari í fyrsta sinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 23. febrúar 2008
Er þetta eina leiðin til að stöðva Arsenal?
Skelfilegt að sjá brot Martins Taylor á Eduardo Da Silva. Myndbandið sýnir því miður ekki neitt annað en ásetning Taylors að meiða andstæðinginn. Ekki átti hann minnstu möguleika að ná boltanum. Því miður eru svona brot að sjást allt of oft og þá sérstaklega á móti stórliðunum, Arsenal, Man.Utd, Liverpool og Chelsea. Það er því miður ekki annað að sjá en menn séu hreinlega settir í það hlutverk að "klippa" andstæðingana af velli. Þar helgar tilgangurinn meðalið.
Annars má sjá myndbandið hér. Þá geta menn dæmt um þetta sjálfir.
Eduardo fótbrotnaði - Birmingham jafnaði í lokin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 22. febrúar 2008
"Hér ráðum við" Valdi beitt gegn íbúum Álftaness
Margt að gerast þessa dagana og gærkvöldi var mikill átakafundur í bæjarstjórn Álftaness þar sem meirhlutinn beitti valdi sínu til að knýja í gegn breytingu á aðalskipulagi í fullkominni andstöðu við 60% atkvæðisbærra íbúa. Afskaplega gerræðisleg ákvörðun þar sem gengið var gegn beiðni íbúa um að halda Breiðumýri í sem mest óbreyttri mynd þannig að allri umferð um hverfið yrði ekki beint á Skólaveg. Skólaveg sem ætlunin er að leggja við hlið leikskólans Krakkakots og lóð Grunnskóla Álftaness.
Í upphaflegri verðlaunatillögu GASSA arkitekta var einmitt gert ráð fyrir að Breiðamýri myndi halda sér auk þess sem Skólavegur yrði gerður þannig úr garði að hann myndi ekki kalla á mikinn gegnumakstur.
Ég mætti ásamt fjölda annara fulltrúa VERNDUN BÖRNIN á bæjarstjórnarfundinn og óskaði eftir við forseta bæjarstjórnar að lesa upp eftirfarandi áskorun fyrir hönd :
Ágætu bæjarfulltrúar.
Í dag er umdeilt mál á dagskrá. Breyting á aðalskipulagi Álftaness 2005 - 2024. Við sem stöndum að hreyfingunni VERNDUM BÖRNIN komum hér á fundarpalla bæjarstjórnar með þá von í hjarta að tekið verði tillit til þeirra liðlega 700 atkvæðisbæru íbúa sem sendu inn skriflegar alvarlegar athugasemdir við auglýstar skipulagsbreytingar.
Þið ykkar sem í dag skipa meirihluta bæjarstjórnar höfðuð uppi fögur orð um íbúalýðræði og kosningar um mikilsverð mál kæmust þið til valda. Þrátt fyrir íbúafundi, skrif íbúa í fjölmiðla, á umræðuvef og nú síðast alvarleg mótmæli og athugasemdir meirihluta bæjarbúa höfum við ekki orðið vör þeirrar lýðræðisástar sem þið kváðuð svo fagurlega til fyrir kosningar.
Ekki er annað að sjá en knýja eigi fyrrgreindar breytingar á skipulaginu í gegn þrátt fyrir þessa miklu andstöðu. Við leggjum fram þá eindregnu áskorun til ykkur ágætu bæjarfulltrúar að draga umrædda tillögu til baka eða öðrum kosti að fresta ákvarðanatöku þar til komið hefur verið til móts við athugasemdir okkar. Ljóst er að aldrei verður sátt um þessar breytingar.
Við mótmælum því harðlega hvernig gengið er gegn vilja þorra bæjarbúa. Bæjarbúa sem kusu ykkur til þjónustu.
Með veru okkar hér á fundinum viljum við sýna þögul mótmæli við þessum gjörningi. Í þessu máli munum við berjast á móti allt til loka.
Forseti lét ekki svo lítið að svara þessari beiðni minni. Að vísu skal tekið fram að hann var ekki skyldugur að verða við beiðninni en það hlýtur að vera lágmarkskurteisi að svara annað hvort af eða á. Lyktir málsins urðu þær að oddviti D-lista spurði forseta hvort hann yrði við beiðni samtakanna. Forseti svaraði því í löngu máli að hann gæti ekki orðið við þessu þar sem áskorunin væri full af rangfærslum.
Guðmundur Gunnarsson oddviti D-listans óskaði þá eftir því að áskorunin yrði lögð fram sem bókun minnihlutans og varð forseti við því.
Síðan var þessi óheillagjörningur samþykktur 4:3. Það er hreint ótrúlegt að verða vitni að því þegar fólk sem mátti ekki vatni halda vegna lýðræðisástar fyrir kosningar hefur svo gjörsamlega snúið við blaðinu. Hvernig geta þau horft framan í kjósendur sína kinnroðalaust?
Skyldi það búast við endurkjöri?
Miðvikudagur, 20. febrúar 2008
Álftnesingar. Fimmtudagurinn 21. febrúar mun snúast um framtíðina. Fjölmennum á bæjarstjórnarfund.
Í dag, fimmtudag er umdeilt mál á dagskrá bæjarstjórnar Álftaness. Málið er breyting á aðalskipulagi Álftaness 2005 - 2024. Við sem stöndum að hreyfingunni VERNDUM BÖRNIN munum mæta á fundinn með þá von í hjarta að tekið verði tillit til þeirra liðlega 700 atkvæðisbæru íbúa sem sendu inn skriflegar alvarlegar athugasemdir við auglýstar skipulagsbreytingar.
Á-listinn sem í dag skipar meiri hluta bæjarstjórnar hafði uppi fögur orð um íbúalýðræði og kosningar um mikilsverð mál kæmust þeir til valda. Þrátt fyrir íbúafundi, skrif íbúa í fjölmiðla, á umræðuvef og nú síðast hörð mótmæli og athugasemdir meirihluta bæjarbúa hefur ekki orðið vart þeirrar lýðræðisástar sem kveðið var svo fagurlega til fyrir kosningar.
Ekki er annað að sjá en knýja eigi fyrrgreindar breytingar á skipulaginu í gegn þrátt fyrir þessa miklu andstöðu. Við munum skora á bæjarfulltrúa að draga umrædda tillögu til baka. Ljóst er að aldrei verður sátt um þessar breytingar.
Við mótmælum því harðlega ef hér á að ganga fram af þessari hörku gagnvart bæjarbúum. Við kusum ykkur til þjónustu, ekki til drottnunar. Sú leið sem meirihluti bæjarstjórnar hefur gengið verður vart fundin í þeim lýðræðissamfélögum sem við viljum helst bera okkur saman við. Sennilegast myndum við ná samanjöfnuði í gömlu austurbokk kommúnismans
Með því að mæta á fundinn sýnum við þögul mótmæli við þeim gjörningi sem ætlunin er að fari fram á fundinum. Í þessu máli munum við berjast á móti allt til loka.
Því er skorað á Álftnesinga að fjölmenna á fundinn, sýna með því styrk og samstöðu. Sameinuð stöndum vér sundraðir föllum vér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 19. febrúar 2008
Til hamingju Kristján Einar
Þessi árangur Kristjáns Einars kemur mér ekki á óvart. Hann hefur einfaldlega allt til að bera að ná langt í kappakstri. Einstaka hæfileika, vilja kraft og sterkan einbeittan persónuleika. Markmiðin eru skýr svo og hvaða leiðir skuli fara að þeim.
Það verður spennandi að fylgjast með Kristjáni í sumar í Formula 3 mótaröðinni. Fyrir þá sem vilja fylgjast með má benda á vefsíðu hans, www.kristjaneinar.com
Kristján Einar ráðinn til bresks formúluliðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 12. febrúar 2008
Einnota bæjarstjórn?
Í nýjasta hefti Vísbendingar birtist árlegur listi um stöðu sveitarfélaga varðandi búsetugæði. Teknir eru fimm efnahagslegir þættir sem gilda hver um sig fimmtung í lokaeinkunn. Það sem fyrst vekur athygli eru sveitarfélögin sem lenda í fyrstu þrem sætunum, Garðabær, Seltjarnarnes og Mosfellsbær. Þar hafa sjálfstæðismenn að mestu haldið um stjórnartaumana og stjórnun fjármála sem annarra mála í traustum höndum. Þessi sveitarfélög hafa einnig boðið íbúum sínum upp á meiri þjónustu og gæði en víða annars staðar.
En það sem mesta athygli mína vakti var hrap eins sveitarfélags á þessum lista. Sveitarfélagið Álftanes féll um 31 sæti eða úr 5. í það 36. Okkur sem búum þarna kemur þetta ekki svo á óvart. Eftir síðustu kosningar var þvi framþróunarferli sem D-listinn hafði leitt klúðrað með því að stöðva uppbyggingu miðsvæðisins auk þess að skuldbinda sveitarfélagið til a.m.k. 150 milljóna leigugreiðsla til fasteignafélaga sem taka yfir rekstur fasteigna til næstu 30 ára. Að auki hefur tugum milljóna verið eytt í arkitekta og hönnunarferli miðsvæðisins sem af bæjarstjóra hefur verið kallaður grænn miðbær. Staðan er svo alvarleg bæjarstjórn er búin að fá gult spjald frá eftirlitsstofnun með fjármálum sveitarfélaga.
Enn hefur ekkert gerst í uppbyggingu miðsvæðisins og gífurleg óánægja er með hönnun þess, sbr. það að helmingur atkvæðisbærra íbúa sá ástæðu til skriflegra athugasemda við skipulagið. Málið er því komið í pattstöðu sem erfitt verður að sjá hvernig bæjarstjórn ætlar að vinna sig út úr.
Hvað varðar fall Álftaness á lista draumasveitafélaganna svarar Sigurður Magnússon bæjarstjóri því í 24 stundum í dag að D-listinn hafi skilið illa við fjármálin. Meirihluti D-listans lét af völdum á miðju ári 2006. Síðan þá hefur Sigurður og hans félagar í Á-listanum haldið um stjórnartaumanna. Í síðustu könnun Vísbendingar fyrir árið 2006 var Álftanes í 5. sæti. Hvers vegna? Hafði D-listinn ekki verið við stjórn árin þar á undan? Eins og vanalega býður bæjarstjórinn upp á rangfærslur, orðhengilshátt og útúrsnúninga þegar hann er spurður um óþægileg mál. Útsvar Álftnesinga er í toppi auk þess sem fasteignagjöld eru með því hæsta sem gerist.
Þessi könnun vísbendingar segir okkur sögu. Sögu um fjármálaóstjórn, rangar vanhugsaðar framkvæmdir og tálsýnir um atvinnuuppbyggingu, hótelturn, grænan miðbæ (hvað sem það annars táknar). Þessa sögu þarf að stöðva sem fyrst. Bæjarstjórinn og hans fólk hagar sér eins og fílar í postulínsverslun og virðast ekki hafa neinn hug á endurkjöri. Það á að demba yfir íbúanna eins miklu af draumsýnum bæjarstjórans á kjörtímabilinu eins og mögulegt er því hann veit sem er. Þessi meirihluti sem hann styðst við mun ekki ná endurkjöri.
Því sitjum við uppi með einnota bæjarstjórn.
Föstudagur, 8. febrúar 2008
Búið að hleypa loftinu af Svandísi
Allt frá á haustdögum hefur verið mikill póltískur skjálfti vegna REI málsins, meirhluti borgarstjórnar féll og borgarfulltrúar sumir viðhaft stór orð um málið enda má segja að fullt tilefni hafi verið til þess. Svandís Svavarsdóttir kom fram í þessu máli sem fulltrúi heilbrigðrar skynsemi og skaut föstum skotum að borgarstjóra, Birni Inga og stjórnum OR og REI. Öllum mátti vera ljóst að málið var mjög slæmt og þarna hafði hrein og klár græðgi blindað mönnum sýn.
Sú úttekt sem nú hefur verið birt er hreint út sagt einhver alfurðulegasta loðmulla sem sést hefur lengi. Hvar er nú kraftur Svandísar og sexmenningana Sjálfstæðisflokksins? Það er engu líkara en stungið hafi verið prjóni í blöðru þegar hlustað er á Svandísi, nú síðast í Kastljósi. Þvílík flatneskja sem borgarbúum og öðrum landsmönnum er boðið upp á með skýrslu stýrihópsins er algjörlega óásættanleg. Kjósendur sem jafnframt eru eigendur þessara fyrirtækja eiga skýlausan rétt á betri vinnubrögum en þessum. Í Kastljósi var VÞV hreint aumkunarverður, gat engu svarað og stóð hvað eftir annað á gati. Það er held ég öllum ljóst að hans tími í pólítík er liðinn.
Gamli góði Villi. Sorglegt að svona fór. Betra hefði verið að enda feril sinn á annan hátt en þennan. Nú skilur maður kannski Björn Inga. Hann mat greinilega stöðuna þannig að betra væri að koma sér í björgunarbátinn áður er skipið sykki.
En Svandís og Dagur. Hvaða dúsu var stungið upp í ykkur?
Efast um umboð borgarstjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |