Álftnesingar. Fimmtudagurinn 21. febrúar mun snúast um framtíðina. Fjölmennum á bæjarstjórnarfund.

Í dag, fimmtudag er umdeilt mál á dagskrá bæjarstjórnar Álftaness.  Málið er breyting á aðalskipulagi Álftaness 2005 - 2024.  Við sem stöndum að hreyfingunni VERNDUM BÖRNIN munum  mæta á fundinn  með þá von í hjarta að tekið verði tillit til þeirra liðlega 700 atkvæðisbæru íbúa sem sendu inn skriflegar alvarlegar athugasemdir við auglýstar skipulagsbreytingar.

Á-listinn sem í dag skipar meiri hluta bæjarstjórnar hafði uppi fögur orð um íbúalýðræði og kosningar um mikilsverð mál kæmust þeir til valda.  Þrátt fyrir íbúafundi, skrif íbúa í fjölmiðla, á umræðuvef og nú síðast hörð mótmæli og athugasemdir meirihluta bæjarbúa hefur ekki orðið vart þeirrar lýðræðisástar sem kveðið var svo fagurlega til fyrir kosningar.

Ekki er annað að sjá en knýja eigi fyrrgreindar breytingar á skipulaginu í gegn þrátt fyrir þessa miklu andstöðu.  Við munum skora á bæjarfulltrúa að draga umrædda tillögu til baka.  Ljóst er að aldrei verður sátt um þessar breytingar.

Við mótmælum því harðlega ef hér á að ganga fram af þessari hörku gagnvart bæjarbúum.  Við kusum ykkur til þjónustu, ekki til drottnunar.   Sú leið sem meirihluti bæjarstjórnar hefur gengið verður vart fundin  í þeim lýðræðissamfélögum sem við viljum helst bera okkur saman við.  Sennilegast myndum við ná samanjöfnuði í gömlu austurbokk kommúnismans

Með því að mæta á fundinn sýnum við  þögul mótmæli við þeim gjörningi sem ætlunin er að fari fram á fundinum.  Í þessu máli munum við berjast á móti allt til loka.

Því er skorað á Álftnesinga að fjölmenna á fundinn, sýna með því styrk og samstöðu.  Sameinuð stöndum vér sundraðir föllum vér. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: haraldurhar

   Það sem ég vona er að Álftnesingar fari nú að pressa á að fá vegtengingu við Reykjavík , með brú yfir Skerjafjörðinn.   Það er mesta hagsmunamál varðandi skipulag og búsetu á Álftanesinu.

haraldurhar, 20.2.2008 kl. 23:22

2 Smámynd: Gísli Gíslason

Vegtenging yfir Skerjafjörð er trúlega stærsta hagsmunamál fyrir Garðbæinga,  Álftanes og Hafnarfjörð, já og höfuðborgarsvæðið allt. Nú þegar eru stofnæðar fyrir umferð sprungnar á álagstímum með aukinni byggð í Vatnsmýri  þarf fleiri stofnæðar þar inná svæðið.

En Álftanesingar verða fyrst að stoppa núverandi bæjarstjórn með sitt skipulag.

Gísli Gíslason, 21.2.2008 kl. 08:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband