Loks kom Bikarinn í Hólminn!

Frábært að sjá Snæfellinga vinna góðan sigur í höllinni í dag.  Loksins hafðist það en liðið hefur spilað tvívegis áður um bikarinn en ekki haft árangur sem erfiði.  Gífurleg stemming var á bekkjunum og gleðin mikil og ósvikin í leikslok.  Koitila þjálfari Snæfells hefur unnið mikið og gott starf með liðið.  Einnig er öll umgjörð utan um körfuboltann í Hólminum til mikillar fyrirmyndar. 

Eitt fannst mér nokkuð skrítið og alls ekki samboðið stórleik sem þessum.  Leiktaflan var í lamasessi og erfitt fyrir leikmenn og áhorfendur að átta sig t.d. á villufjölda.  Einnig er hljóðkerfi hússins eins og út út kú og útilokað að skilja það sem kynnirinn sagði.

Svona beisikk atriði verða að vera í lagi! Svo einfalt er það nú.

En innilega til hamingju Hólmarar.  Þetta var frábært hjá ykkur öllum! 


mbl.is Snæfell bikarmeistari í fyrsta sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óli Ingi

Þakka þér Sveinn Ingi og sömuleiðis...

Óli Ingi, 24.2.2008 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband