Færsluflokkur: Dægurmál
Fimmtudagur, 16. apríl 2009
Barbabrella
Á árum áður þegar dætur mínar voru ungar fannst þeim besta skemmtun að láta lesa fyrir sig. Ein vinsælasta sögupersónan var Barbapaba og fjölskylda hans. Þessar sögur voru skemmtilega og ef ég man rétt fylgdu þeim sjónvarpsþættir.
Persónur sögunnar höfðu þann stórkostlega eiginleika að geta breytt um lögun og hlutverk, allt hvað hentaði hverju sinni. Langfærastur þeirra í þessum brellum var Barbapaba sjálfur. Hann gat án fyrirhafnar töfrað fram nánast hvað sem var þegar honum hentaði.
Hip, hip, barbabrella og eitthvað nýtt leit dagsins ljós. Samt var að ekkert nýtt, einungis augnabliks sjónhverfing. Mér finnst að margir stjórnmálamenn hafi tileinkað sér hugmyndafræði og úrræði Barbapapa.
Einn þeirra er núverandi sjávarútvegsráðherra. Þar sem hiti er nú að hlaupa í kosningabaráttuna hef ég tilhneigingu til að halda fyrirhugaðar strandveiðar hans vera einfalda barbabrellu. Af hverju dregur hann þessa brellu upp núna, maður sem varið hefur kvótakerfið nánast alla tíð. Mér er spurn.
Ég trúi þessu ekki fyrr en sé þetta gerast.
Strandveiðar í stað byggðakvóta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 12. mars 2009
Loftur Altice í blysför
Einhvern veginn segir mér svo hugur um að hér fari blysfari nokkur, hugumlíkur þeim er gekk einn í hóp með eldinn til Jóhönnu í gær.
Þetta verður bara gaman. Einn blysfari á dag, kemur skapinu í lag.
Býður sig fram til formanns Sjálfstæðisflokks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 10. febrúar 2009
Er þetta hlutverk forsetans?
Mér finnst forsetinn kominn út á heldur hálan ís með þessum ummælum sínum. Nógu slæmt er ástandið þó hann reyni að halda sér í sviðsljósinu með þessum svigurmælum. Til sanns vegar má færa að yfirlýsing hans eigi við rök að styðjast. Þetta er bara ekki hlutverk hans að gefa yfirlýsingar sem þessar. Til þess höfum við ríkisstjórn.
Svona bull er alveg sambærilegt við það sem kemur frá seðlabankastjóranum og er búið að valda okkur ómældum skaða. Enda eru þeir líkir um margt, athyglissjúkir hrokagikkir, tilbúnir hvenær sem er að vekja athygli með alls kyns yfirlýsingum og fjölmiðlabrellum.
Betur þeir geri sér grein fyrir muninum á neikvæðri athygli og jákvæðri.
Þjóðverjar fái engar bætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 8. febrúar 2009
Kjarnakona í framboð
Ekki kæmi mér á óvart að hér færi fram einn af framtíðarleiðtogum okkar.
Erla Ósk ætlar í 5. sætið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 5. febrúar 2009
...þegar rykið sest
Athyglisverð skoðanakönnun Frjálsrar verslunar. Um leið og rykið sest sést hversu fljótt fylgið hrynur af VG sem á tímabili mældist sem stærsti flokkurinn. Það er slíka fróðlegt á sjá hvert straumarnir liggja í væntanlegu formannskjöri í Sjálfstæðisflokknum. Mín skoðun er reyndar sú að flokkurinn eigi sér efnilegan forustumann, Guðfinnu Bjarnadóttur, en hún hefur ekki sýnt neinn áhuga á formennskunni. Þá eru eftir Bjarni Benediktsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Bjarni virðist njóta talsverðrar hylli en fyrir hvað veit ég ekki. Þorgerður Katrín hefur í sæti varaformanns sýnt skörulega takta en það spillir fyrir henni nú að hafa ekki tæklað sín mál í haust þegar fjármálaspilling æðstu stjórnenda Kaupþings komst í hámæli.
Að taka ekki af skarið þá og segja af sér öllum vegtyllum voru mistök. Það hefði sýnt bæði kjark, dómgreind og ábyrgð að hafa gert það. Hafandi gert það ætti hún greiða leið beint í formannsætið. Því miður gerði hún það ekki og er henni fótakefli nú.
Bjarni tengist einnig vafasömum málum sem stjórnarformaður N1 en hafði dug til þess að koma sér þar frá borði áður en í óefni var komið. Það verður að telja honum til tekna. Á hinn bóginn hefur hann fátt sýnt af leiðtogahæfileikum og staða hans á þingi og í flokkum legið á hillu meðalmennskunnar.
Það er ekki nóg að hafa nafnið, útlitið og ættina. Slíkt fleytir mönnum kannski af stað en dugar sjaldnast að ná bakkanum handan fljótsins.
Bjarni og Þorgerður Katrín oftast nefnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 10. janúar 2009
Spilling á Álftanesi?
Dægurmál | Breytt 12.1.2009 kl. 11:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 9. janúar 2009
Björn Bjarnason að láta af embætti?
Þrálátur orðrómur hefur verið um að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra muni segja af sér ráðherradómi fyrr en síðar. Þessi frétt birtist síðan á visi.is þar sem Björn svarar aðspurður að alltaf hafi legið ljóst fyrir að hann myndi ekki sitja út kjörtímabilið.
Varla er Björn að axla sín skinn vegna Íslandshrunsins. Örugglega eru ráðherrar þar sem væri sæmra en Birni. Björn hefur verið mjög umdeildur sem ráðherra og margir sýnt lítinn skilning á stjórnarathöfnum hans. Þó að sumar gjörðir hans orki vissulega tvímælis er í mínum huga ljóst að Björn hefur lyft grettistaki í málefnum löggæslunnar. Lögregluna hefur hann fært í mun skilvirkara og nútímalegra horf. Hann hefur einnig sýnt bæði skilning og framsýni með því að efla sérsveit og búnað lögreglu í ljósi gjörbreyttrar heimsmyndar.
Björn er ekki allra og örugglega munu einhverjir segja að þar hafi farið fé betra. Það tek ég ekki undir og heilstætt séð hefur hann verið einhver besti ráðherra lögreglumála síðustu áratuga. Þetta þekki ég vel eftir langa reynslu í lögreglunni fram til aldamóta en til fjölda ára þar á undan var aðbúnaður og tækjakostur lögreglu nánast því aftan úr grárri forneskju.
Birni óska ég velfarnaðar í hverju því sem hann mun taka sér fyrir hendur.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 6. janúar 2009
Stuttur metorðastigi eða siðbót?
Allt í einu hefur áhugi ungs framagjarns fólks beinst að Framsóknarflokknum, þeim flokki sem er vart nema skugginn af sjálfum sér í dag, miðað við þá fornu frægð þegar hann var löngum næst stærsti flokkur þjóðarinnar.
Framsókn hefur haft sérlega slæmt orð á sér fyrir spillingu og innan hans má segja að nokkrir af helstu fjárglæframönnum undanfarinna missera átt skjól. Nærtækast er það að benda á svokallaðan S-hóp hvað gat sér orð fyrir að hafa eignast Búnaðarbankann með svikum og prettum. Að hluta til sömu aðilar og S-hópinn skipuðu fóru einnig ránshendi um sjóði Samvinnutrygginga og skildu eigendur eftir skulduga upp fyrir haus. Forustu flokksins stóð einnig af hinu illræmda kvótakerfi í sjávarútvegi og hefur flokkurinn varið kerfið eins og hundur bein. Þar fór fremstur í flokki þáverandi formaður, Halldór Ásgrímsson, enda einkahagsmunir hans af kerfinu miklir.
Liðsmenn S-hópsins hafa einnig verið mikilsráðandi í svokölluðu flokkseigandafélagi, sbr. frásagnir fyrrv. þingmanna flokksins, Bjarna Harðarsonar og Kristins Gunnarssonar bera vitni um. Svo virðist sem þar hafi menn setið og staðið að geðþótta þessara manna.
Miklar hræringar hafa verið í forustusveit flokksins að undanförnu og vart farið framhjá neinum hversu óvægin og grimmileg baráttan um völdin hefur verið þar. Ekki þarf að rekja það hér. Eftir hafa hætt formennsku og þingmennsku í reiðikasti skildi Guðni Ágústsson eftir stórt skarð. Það skarð virðast margir tilbúnir að fylla. Einn þeirra sem nú hafa gengið til liðs við flokkinn, vonandi með siðbót efsta í huga, er Guðmundur Steingrímsson Hermannsonar Jónassonar. Talsvert hefur borið á Guðmundi í starfi Samfylkingarinnar og hiklaust má telja þar skarð fyrir skildi með brotthvarfi hans. Guðmundur var af mörgum talinn einn af efnilegustu framtíðarmönnum þar. Því má búast við innganga hans í flokkinn sé ekki bara upp á punt heldur ætli hann sér frama þar. Raddir hafa einnig heyrst í þá veru að auðvelt sé að ná frama í Framsóknarflokknum því metorðastiginn þar hafi færri þrep en annarsstaðar.
Það verður fróðlegt að sjá hver ber sigurorð í toppslag flokksins. Næsta vika er ögurstund og þar kemur í ljós hvort liðsmenn hans eru tilbúnir til siðbótar og hvert þeir ná að hrista af sér óværu "flokkseigandanna".
Guðmundur í Framsóknarflokk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Laugardagur, 3. janúar 2009
Að stela mótmælum!
Ekkert fáum við þessi venjulega Gunna og venjulegi Jón að hafa í friði. Við fáum ekki einu sinni að mótmæla í friði. Mótmælum okkar er ekki spillt af veðri og vindum, stjórnvöldum sem eru jafn sinnulaus um mótmæli sem hvað annað eða lögreglu sem helst virðist vilja stunda einhverja samræður við lögbrjóta.
Nei friðnum til mótmæla okkar er hreinlega stolið. Stolið af alls kyns rugludöllum sem nú skríða úr skúmaskotum sínum hvaða nafni sem þau nefnast, stundum hreyfingum sem kenna sig við frið, tröll, nornir og nú síðast einhverjir bræður hver annar þeirra sagður ráðgjafi þess innvígða og innmúraða í Svörtuloftum.
Þetta ruglulið á það sameiginlegt að vera uppfullt af fordómum gagnvart þeim sem ekki eru á sömu skoðun og lögreglu sem verður þeim eilífu heppilegur blóraböggull. Ruglulið sem snappar framan við myndavélar, ryðst með ofbeldi á saklaust fólk og grýtir lögreglu.
Rugludallarnir fá nú áður óþekkta athygli og virðast njóta þeirra í botn. Það er áhyggjuefni því það beinir athyglinni frá því sem mótmælt er.
Þriðjudagur, 30. desember 2008
Ekki veitir Framsókn af
Sigmundur kemur mjög vel fyrir, skeleggur talsmaður málefna sinna og til alls góðs maklegur. Þó munu einhverjir muna eftir föður hans, fyrrum þingmanni Vestfirðinga, Gunnlaugi Sigmundssyni. Sá tók hatt sinn, hnakk og beisli og reið á brott klyjfaður feitum bitlingum. Þau mál gætu flækst fyrir syninum í formannsframboðinu.
Reyndar er ekki verra að eiga rætur í mesta framsóknarhéraði landsins en þeir feðgar eru ættaðir af Ströndum, nánar tiltekið frá Ósi í Steingrímsfirði. Það hefur aldrei spillt uppgöngu í metorðastiga frammaranna, sbr. aðra feðga, þá Hermann Jónasson og Steingrím Hermannsson. Báðir voru þeir þingmenn Strandamanna og báðir urðu þeir formenn flokksins.
Sigmundur Davíð býður sig fram til formanns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)