Stuttur metorðastigi eða siðbót?

Allt í einu hefur áhugi ungs framagjarns fólks beinst að Framsóknarflokknum, þeim flokki sem er vart nema skugginn af sjálfum sér í dag, miðað við þá fornu frægð þegar hann var löngum næst stærsti flokkur þjóðarinnar.

Framsókn hefur haft sérlega slæmt orð á sér fyrir spillingu og innan hans má segja að nokkrir af helstu fjárglæframönnum undanfarinna missera átt skjól.  Nærtækast er það að benda á svokallaðan S-hóp hvað gat sér orð fyrir að hafa eignast Búnaðarbankann með svikum og prettum.  Að hluta til sömu aðilar og S-hópinn skipuðu fóru einnig ránshendi um sjóði Samvinnutrygginga og skildu eigendur eftir skulduga upp fyrir haus.  Forustu flokksins stóð einnig af hinu illræmda kvótakerfi í sjávarútvegi og hefur flokkurinn varið kerfið eins og hundur bein.  Þar fór fremstur í flokki þáverandi formaður, Halldór Ásgrímsson, enda einkahagsmunir hans af kerfinu miklir.

Liðsmenn S-hópsins hafa einnig verið mikilsráðandi í svokölluðu flokkseigandafélagi, sbr. frásagnir fyrrv. þingmanna flokksins, Bjarna Harðarsonar og Kristins Gunnarssonar bera vitni um.  Svo virðist sem þar hafi menn setið og staðið að geðþótta þessara manna.

Miklar hræringar hafa verið í forustusveit flokksins að undanförnu og vart farið framhjá neinum hversu óvægin og grimmileg baráttan um völdin hefur verið þar.   Ekki þarf að rekja það hér.  Eftir hafa hætt formennsku og þingmennsku í reiðikasti skildi Guðni Ágústsson eftir stórt skarð.  Það skarð virðast margir tilbúnir að fylla.  Einn þeirra sem nú hafa gengið til liðs við flokkinn, vonandi með siðbót efsta í huga, er Guðmundur Steingrímsson Hermannsonar Jónassonar.   Talsvert hefur borið á Guðmundi í starfi Samfylkingarinnar og hiklaust má telja þar skarð fyrir skildi með brotthvarfi hans. Guðmundur var af mörgum talinn einn af efnilegustu framtíðarmönnum þar.  Því má búast við innganga hans í flokkinn sé ekki bara upp á punt heldur ætli hann sér frama þar.  Raddir hafa einnig heyrst í þá veru að auðvelt sé að ná frama í Framsóknarflokknum því metorðastiginn þar hafi færri þrep en annarsstaðar.

Það verður fróðlegt að sjá hver ber sigurorð í toppslag flokksins.  Næsta vika er ögurstund og þar kemur í ljós hvort liðsmenn hans eru tilbúnir til siðbótar og hvert þeir ná að hrista af sér óværu "flokkseigandanna".


mbl.is Guðmundur í Framsóknarflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skarfurinn

Skil ekki þennan væna dreng að flýja yfir í spillingarflokkinn framsókn sem er í andarslitrunum að því er virðist. En spurnig hvort er sterkara fyrir hann að vera peð í stórum flokki eða hrókur í smá flokki ? í það minnsta stjórnar eigin frami öllu hér.

Skarfurinn, 6.1.2009 kl. 09:09

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Það er siðbót - en reyndar hafa sögur um spillingu Framsóknar verið afar ýktar. Flokkurinn ekki verri en aðrir flokkar nema síður sé. Minni td. á einkavinavæðingu Ingibjargar Sólrúnar - og að Jóhanna Sigurðardóttir var dæmt sek um ólögmæta brottvikningu formanns í fagráði - en þeim formanni var bolað burt til að koma inn flokksgæðingi Samfylkingar. Fjölmörg dæmi um það á stuttum valdatíma Samfylkingar.

Sjálfstæðisflokkurinn - þerf ekki að benda á þau dæmi!

Hallur Magnússon, 6.1.2009 kl. 10:00

3 identicon

Metorðastiginn er stystur í Framsókn. Guðmundur metur greinilega eigin frama meira en pólitískar hugsjónir.

AB (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 10:09

4 identicon

Er ekki bara auðveldara að yfirtaka laskaðan flokk heldur en að stofna nýjan. Flokkarnir fá yfir 370 miljón kr styrk frá ríkinu þ.e. rúmlega 1 miljón kr á dag á meðan ný stjórnmálaöfl fá ekki neitt, að mér skilst.

Sigrún Unnsteinsdóttir (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 13:52

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Guðmundur hefur pólitískt nef eins og hann á kyn til .Það hefur einfaldlega runnið upp fyrir honum að Samfylkingin er samansafn af fólki sem hefur enga aðra stefnu en að álpast inn í ESB.Mér segir svo hugur að ef Samfylkingin verður ekki komin í frumeindir fyrir næstu kosningar þá verði fylgið í mesta lagi tíu þingmenn.Framtíðin er Framsóknar.xb ekki ESB.

Sigurgeir Jónsson, 6.1.2009 kl. 21:27

6 Smámynd: Einar Þór Strand

Siðbót "my ass" það er löngu komið í ljós að allir íslenskir stjórnmálamenn eru glæpamenn og að íslenskir stjórnmálaflokkar ættu að flokkast undir skipulagða glæpastarfsemi.

Einar Þór Strand, 7.1.2009 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband