Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hættur, farinn, bless

Í dag hefur Morgunblaðið misst trúverðugleikann. Því skilja hér leiðir. Ég mun ekki blogga hér oftar jafnframt því sem ég segi upp áskriftinni.

Þessi nöturlega uppákoma var það sem við þurftum síst á að halda nú. Morgunblaðið hefur haldið uppi merki vandaðrar og góðrar blaðamennsku, sérlega síðustu misserin undir stjórn Ólafs Stephensen. Sá trúverðugleiki sem blaðið hefur áunnið sér síðan leiðir með Sjálfstæðisflokknum skildi hefur nú farið fyrir lítið.Ráðinn er til starfa maður sem lék aðalhlutverkið í aðdraganda hrunsins og í hruninu sjálfu.

Kannski mætti segja að hann sé holdgerfingur hrunsins. Á vegum Alþingis stendur yfir rannsókn á aðdraganda þess og það hlýtur að vera mikið dómgreindarleysi að ráða hann sem ritstjóra. Hvernig á umfjöllun blaðsins um hrunið að öðlast trúverðugleika með hann sem ritstjóra. Þarna er Morgunblaðið komið á sama sess og Baugsmiðlarnir.

Svo einfalt er það nú.

Nýtt bloggsvæði er á Eyjunni http://blog.eyjan.is/sveinni/ 


Barbabrella

Á árum áður þegar dætur mínar voru ungar fannst þeim besta skemmtun að láta lesa fyrir sig.  Ein vinsælasta sögupersónan var Barbapaba og fjölskylda hans.  Þessar sögur voru skemmtilega og ef ég man rétt fylgdu þeim sjónvarpsþættir.

Persónur sögunnar höfðu þann stórkostlega eiginleika að geta breytt um lögun og hlutverk, allt hvað hentaði hverju sinni.  Langfærastur þeirra í þessum brellum var Barbapaba sjálfur.  Hann gat án fyrirhafnar töfrað fram nánast hvað sem var þegar honum hentaði.

Hip, hip, barbabrella og eitthvað nýtt leit dagsins ljós.  Samt var að ekkert nýtt, einungis augnabliks sjónhverfing.  Mér finnst að margir stjórnmálamenn hafi tileinkað sér hugmyndafræði og úrræði Barbapapa.  

Einn þeirra er núverandi sjávarútvegsráðherra.  Þar sem hiti er nú að hlaupa í kosningabaráttuna hef ég tilhneigingu til að halda fyrirhugaðar strandveiðar hans vera einfalda barbabrellu.  Af hverju dregur hann þessa brellu upp núna, maður sem varið hefur kvótakerfið nánast alla tíð.  Mér er spurn.

Ég trúi þessu ekki fyrr en sé þetta gerast.


mbl.is Strandveiðar í stað byggðakvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Píslarvætti?

Til eru þau samfélög í heiminum þar sem eignarréttur er óljóst eða jafnvel fjarlægt hugtak. Eitt eiga þessi samfélög þó sameiginlegt: Þau eru talin mjög frumstæð í menningarlegu tilliti. Þessi samfélög er m.a. að finna á afskekktum svæðum S-Ameríku, í Mið-Afríku og Súmötru og Borneó.

Nú er því þannig farið í okkar samfélagi að eignarréttur er tiltölulega skýrt greindur og afmarkaður. Afnotaréttur er annað og þá yfirleitt háður samþykki þess er með eignarréttinn fer.Nú getur mönnum greint á hvers sé eignar- og eða afnotaréttur. Til að fá úr slíku skorið höfðum ákveðið að koma slíkum ágreiningi fyrir hjá dómstólum sem skera þar úr.

Það sem er að gerast á Vatnsstíg er að hópur fólks hefur tekið yfir ónotað hús; reyndar í annarra eigu og hefur hafið það sem hópurinn kallar nytjarétt.  Svo er að sjá að þarna fari fyrir harður kjarni ungmenna auk ýmissa nytsamra sakleysingja, sem beiti þessari aðferð til að efna til ágreinings og í framhaldi til slagsmála við lögreglu.  Þau vita sem er að lögreglu verður gert lögum samkvæmt að rýma húsið geri eigandi kröfu þar um.  Þar skiptir engu máli hvaða skoðun lögreglan eða lögreglumennirnir hafi á hústökuhópnum eða efnislegum gerðum þeirra.  Lögreglunnar er að halda uppi lögum og rétti.  

Að leika og geta leikið píslarvott virðist vera markmið hópsins og þar helgar tilgangurinn meðalið.

 


mbl.is Götuvirki hústökufólksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki þörf á opinberri rannsókn?

Fréttir undanfarna daga af fjárstyrkjum til stjórnamálaflokka hafa vakið mikla athygli sem vonlegt er.  Sérstaka athygli vekur mikill munur milli áranna 2006 og 2007 en þá tóku í gildi ný lög um fjármál stjórnmálaflokka.  Hvað gerðist þar?  Hættu fyrirtæki að styrkja flokkana?  Ég ef grun um að svo sé ekki.

Aðallega hefur athyglin beinst að ofurstyrkjum Landsbankans og FL-group til Sjálfstæðisflokksins.  Vegna þess hefur flokkurinn skýrt frá þeim styrkjum sem námu 1 millj. eða meira á árinu 2006.  Skýringar sem gefnar hafa verið að tilkomu og tilurð þeirra hafa ekki reynst trúverðugar og ljóst að forustan hefur ekki náð að höndla málið sem skyldi.

Ótal spurningar hafa vaknað.  Hvað með Samfylkinguna?  Er það rétt að frá og með árinu 2007 hafi einstök félög hennar tekið við styrkum sem áður runnu til aðalskrifstofunnar?  Hvað með Framsókn og VG?  Hafa þeir opnað bókhaldið upp á gátt.  Nei.  VG birtir að vísu ársreikninga en ekki stafkrók um hvað felst þar á bakvið og alls ekki um fjárhag einstakra aðildarfélaga.  Sama gildir um Framsókn.

Mér sýnist í ljósi síðustu atburða að þörf sé á opinberri rannsókn á fjármálum flokkanna og óneitanlega líta sumar styrkveitingarnar illa út.  Jafnvel gætu sumar þeirra litið út sem hreinar mútur.   Hér þarf að hreinsa til og sanna eða afsanna illar grunsemdir.

Áður hefur verið efnt til opinberrar rannsóknar af minna tilefni.


mbl.is Fengu meiri styrki árið 2006
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loftur Altice í blysför

Einhvern veginn segir mér svo hugur um að hér fari blysfari nokkur, hugumlíkur þeim er gekk einn í hóp með eldinn til Jóhönnu í gær.

Þetta verður bara gaman.  Einn blysfari á dag, kemur skapinu í lag.


mbl.is Býður sig fram til formanns Sjálfstæðisflokks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjargráð skíðamanna í kreppustandi

Sýnir þetta ekki bara að íslendingar eru að læra að bjarga sér í kreppunni með ráðdeild og útsjónarsemi.  Annars væri gaman að sjá rekstrarreikning skíðasvæðanna og sjá hvað kortasala skilar í tekjum á móti útgjöldum og rekstri þessara svæða.

Einnig væri fróðlegt að fá upplýst hvað þetta áhugamál kostar skattgreiðendur á höfuðborgarsvæðinu. Það er merkilegt að hægt sé að moka fjármunum almennings til ákveðinna áhugamála sem virðast njóta velvildar pólitíkusa á meðan aðrar greinar almenningsíþrótta eru í algjöru fjársvelti.


mbl.is Vilja stöðva endursölu skíðapassa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það sem ekki er sagt getur verið stærri frétt en sú sem sögð er

Ummæli Geirs H. Haarde í kvöldfréttum RUV varðandi niðurstöður skýrsludraga endurreisnarnefndar Sjálfstæðisflokksins eru einkennileg og ekki fallin til að auka tiltrú almennings. Þar segir hann eftirfarandi:

Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, segir að undirnefnd Endurreisnarnefndar flokksins sé skipuð litlum hópi manna og hún tali ekki fyrir flokkinn. Endureisnarnefndin eigi ekki að líta til fortíðar, heldur framtíðar. Aðrir glími við það sem hafi farið úrskeiðis hér að undanförnu. 

 Endurreisnarnefndin er bar einhver lítill hópur manna og hún tali ekki fyrir flokkinn.  Ég er algjörlega gáttaður á þessum ummælum en kannski eru þau í stíl Geirs sem neitar að horfast í augu við orðinn hlut og ábyrgð sína á honum.  Mér sem sjálfstæðismanni er ofboðið og miðað við það sem maður heyrir og sér úti í samfélaginu er Endurreisnarnefndin nær því að tala fyrir hinn almenna flokksmann en Geir.

Sérstaka athygli vekur að Morgunblaðið skuli ekki minnast einu einasta orði á þessi ummæli Geirs.  Stundum er frétt sem einstakir fjölmiðlar kjósa að birta ekki stærsta fréttin.  Ég hygg að það sé svo í þessu tilfelli. 


Öðrum til eftirbreytni

Þetta er til eftirbreytni fyrir aðra þá sem sækjast eftir vinnu hjá okkur.  Með því að upplýsa um þetta eru tekin af tvímæli um skuldir og eignir. 

Hins vegar vantar hvort hún gegni stjórnarsetu eða  hafa bein hagsmunatengsl við félög og/eða fyrirtæki, þ.m.t. eignarhaldsfélög.

Að öðru leyti lýsi ég yfir ánægju minni með framtak Sigríðar sem er ein af vonarstjörnum okkar sjálfstæðismanna.  Okkur er nauðsyn að nýjum andlitum, ungs kraftmikils fólks.  Mistökum síðustu ára verður var mikið breytt nema með kraftmikilli endurnýjun í forustu og þingmannaliði.


mbl.is Birtir fjárráð sín á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skynsamleg ákvörðun

...og ekki þarf fleiri orðum að eyða á það.
mbl.is Árni Mathiesen ekki í framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Laxveiðikaup bankanna falin?

Á undanförnum árum hafa bankar og fjármálastofnanir verið stærstu kaupendur laxveiðileyfa hér á landi.  Þetta hefur gert að verkum að mun meiri eftirspurn hefur myndast á markaðnum en framboð, sérstaklega á svokölluðum "primetime".  Verð leyfanna hefur hækkað upp úr öllu valdi þannig að okkur þessum venjulegu launaþrælum er gert ókleift að kaupa.  Kostnaður við dagsveiði í betri ánum getur numið meir en mánaðarlaunum, þ.e. getur hæglega farið í 200 þús.

Í svari ríkisbankanna þriggja, Glitnis, Kaupþings og Landsbankans, við bréfi Stangaveiðifélags Seyðisfjarðar kemur fram að bankarnir muni ekki kaupa veiðileyfi í sumar.  Við þetta svar varð mörgum veiðimanninum rórra og sumir eygðu möguleika að komast kannski í þokkalega sprænu í sumar.

Nú heyrast þær fréttir að bankarnir og aðrar fjármálastofnanir séu að gera sig gildandi á markaðnum með "óbeinum" veiðileyfakaupum.  Engin bein kaup eigi sér stað, heldur kaupa einstaklingar og smáfyrirtæki sem eru í viðskiptum við bankana leyfin og sendi síðan reikning til bankans fyrir sérfræðiþjónustu, ráðgjöf, verktöku eða annað slíkt.

Heimildir fyrir þessu eru nokkuð áreiðanlegar og sjálfur veit ég um aðila sem mun veiða í sumar í "boði" viðskiptabanka síns.  Í ljósi þessa held ég að tími siðbótar sé bara alls ekki upprunninn í þessum spillingargrenjum.  Enda er sama fólkið og tók fullan þátt í sukkinu enn að stjórna.

Hvað þarf að gerast til að þessu linni?


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband