Laxveiðikaup bankanna falin?

Á undanförnum árum hafa bankar og fjármálastofnanir verið stærstu kaupendur laxveiðileyfa hér á landi.  Þetta hefur gert að verkum að mun meiri eftirspurn hefur myndast á markaðnum en framboð, sérstaklega á svokölluðum "primetime".  Verð leyfanna hefur hækkað upp úr öllu valdi þannig að okkur þessum venjulegu launaþrælum er gert ókleift að kaupa.  Kostnaður við dagsveiði í betri ánum getur numið meir en mánaðarlaunum, þ.e. getur hæglega farið í 200 þús.

Í svari ríkisbankanna þriggja, Glitnis, Kaupþings og Landsbankans, við bréfi Stangaveiðifélags Seyðisfjarðar kemur fram að bankarnir muni ekki kaupa veiðileyfi í sumar.  Við þetta svar varð mörgum veiðimanninum rórra og sumir eygðu möguleika að komast kannski í þokkalega sprænu í sumar.

Nú heyrast þær fréttir að bankarnir og aðrar fjármálastofnanir séu að gera sig gildandi á markaðnum með "óbeinum" veiðileyfakaupum.  Engin bein kaup eigi sér stað, heldur kaupa einstaklingar og smáfyrirtæki sem eru í viðskiptum við bankana leyfin og sendi síðan reikning til bankans fyrir sérfræðiþjónustu, ráðgjöf, verktöku eða annað slíkt.

Heimildir fyrir þessu eru nokkuð áreiðanlegar og sjálfur veit ég um aðila sem mun veiða í sumar í "boði" viðskiptabanka síns.  Í ljósi þessa held ég að tími siðbótar sé bara alls ekki upprunninn í þessum spillingargrenjum.  Enda er sama fólkið og tók fullan þátt í sukkinu enn að stjórna.

Hvað þarf að gerast til að þessu linni?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég tel að það þurfi handtökur og eignaupptökur spillingarliðsins.

Svo þarf að reka alveg hægri og vinstri niðursetninga úr bankakerfinu sem og stjórnkerfinu.

Það er fullt af velmenntuðu fólki sem hefur sérfræðiþekkingu í stjórnun, en hefur ekki komist að, vegna klíkuskapar og fjölskylduvensla.

 Ég tel að ef ekki er stoppað uppí þessa spillingu, sjálftöku og aðgengi stjórnmálamanna í almannasjóði hnignar samfélagið niðu. Þá gætum við átt von á óöld, glæpum og ofbeldi, hugsanlega mannslátum.  

En það virðist vera að þeim sem eru á görðunum núna sé nokk sama, bara að veislan fyrir þá sjálfa haldi áfram.

Magnus Jonsson (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 12:07

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Helv... fok... fok... Say no more

Arinbjörn Kúld, 20.2.2009 kl. 12:50

3 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Það er gjörsamlega óþolandi að bankarnir skuli í stöðu sinnar krafti kaupa upp bestu veiðiárnar á besta tímanum fyrir útvalda.

Þetta gera þeir í óskammfeilinni samkeppni við okkur, sem erum eigendur þessara banka.  Ein helsta ástæðan fyrir þessu er sú staðreynd að kostnað vegna veiðileyfakaupa  er  hægt að gjaldfæra á rekstrarreikning sem risnu, gestamóttöku, ráðstefnuhald eða hvað annað sem þessum bankadrjólum dettur í hug.

Þessu má breyta með einu pennastriki:  Afnema þessar reglur þannig að kostnaðurinn verði ekki frádráttarbær frá skatti.

Sveinn Ingi Lýðsson, 20.2.2009 kl. 13:10

4 Smámynd: Lára Ágústsdóttir

Staðreyndin er sú, að það hefði strax eftir að Íslanska ríkið yfirtók bankana ,reka alla toppa út úr bankunum alveg niður að gólfi. Því það er nóg af góðu fólki og vel hæfu til að taka við þeim störfum sem þessir menn einoka í skjóli þess að þeir einir þekki störfin nógu vel til að sinna þeim. svei attan.

Lára Ágústsdóttir, 20.2.2009 kl. 14:57

5 identicon

Flottur pistill hjá þér Sveinn minn. Þú stendur þig vel. Og t.d. þetta með bílana hjá bönkunum. Algjört rugl. Hafðu það sem best.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 17:18

6 Smámynd: Liberal

Já, sveiattan!

Þú getur örugglega sannað þetta, er það ekki? Þér "berast fréttir" og hefur "nokkuð áreiðanlegar heimildir"...

Annað hvort hefurðu sannanir fyrir þessum alvarlegu ásökunum, eða þú ert enn einn slúðurberinn sem rýkur fram með dylgjur og ásakanir sem ekki er flugufótur fyrir. Hvort er það?

Settu fram sannanir eða kallastu slúðurberi ella.

Ef þú hefur áhyggjur af skorti á siðbót í samfélaginu, hvernig væri þá að velta því upp að Steingrímur J. Sigfússon hefur borið mest allra úr býtum undanfarin ár vegna eftirlauna"ósómans" og nú ætlar hann að fella niður öll ákvæði í því frumvarpi NEMA þau sem snerta hann sjálfan persónulega. Hann hefur fengið, í rúmlega 5 ár, 50% bónus ofan á sín laun bara fyrir að vera til, og mun halda þeim réttindum um leið og hann fer úr ríkisstjórn (hann í raun lækkar í launum við að verða ráðherra). Ekki sérlega mikil siðbót þar, eða hvað? Kannski spurning hvernig flokksskírteinið þitt er á litinn, þegar kemur að því að vega og meta siðsemina í þessu?

Liberal, 20.2.2009 kl. 21:08

7 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Ég treysti ENGUM lengur. Sérstök nýskipuð skilastjórn Kaupþings banka hefur verið eyða um efni fram í Bangladesh (held ég að það var). Sjá innlegg Ólínu Þorvaldsdóttur hér á blogginu. Þetta er svo illa siðlaust og viðbjóðslegt gagnvart þjóðinni sem núna er að taka á sig sukk og svínarí fjármálafólksins í áraraðir. Ég treysti ENGUM lengur. Laxveiðin er brotabrot af þeirri ljótu heild sem myndar heildarmynd íslensks banka og fjármálamarkaðar.

Hvað þá með peningana sem þessir auðmenn hafa verið að koma undan til Cayman Islands og slíkra skattaparadísríkja?

Baldur Gautur Baldursson, 21.2.2009 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband