Er ekki þörf á opinberri rannsókn?

Fréttir undanfarna daga af fjárstyrkjum til stjórnamálaflokka hafa vakið mikla athygli sem vonlegt er.  Sérstaka athygli vekur mikill munur milli áranna 2006 og 2007 en þá tóku í gildi ný lög um fjármál stjórnmálaflokka.  Hvað gerðist þar?  Hættu fyrirtæki að styrkja flokkana?  Ég ef grun um að svo sé ekki.

Aðallega hefur athyglin beinst að ofurstyrkjum Landsbankans og FL-group til Sjálfstæðisflokksins.  Vegna þess hefur flokkurinn skýrt frá þeim styrkjum sem námu 1 millj. eða meira á árinu 2006.  Skýringar sem gefnar hafa verið að tilkomu og tilurð þeirra hafa ekki reynst trúverðugar og ljóst að forustan hefur ekki náð að höndla málið sem skyldi.

Ótal spurningar hafa vaknað.  Hvað með Samfylkinguna?  Er það rétt að frá og með árinu 2007 hafi einstök félög hennar tekið við styrkum sem áður runnu til aðalskrifstofunnar?  Hvað með Framsókn og VG?  Hafa þeir opnað bókhaldið upp á gátt.  Nei.  VG birtir að vísu ársreikninga en ekki stafkrók um hvað felst þar á bakvið og alls ekki um fjárhag einstakra aðildarfélaga.  Sama gildir um Framsókn.

Mér sýnist í ljósi síðustu atburða að þörf sé á opinberri rannsókn á fjármálum flokkanna og óneitanlega líta sumar styrkveitingarnar illa út.  Jafnvel gætu sumar þeirra litið út sem hreinar mútur.   Hér þarf að hreinsa til og sanna eða afsanna illar grunsemdir.

Áður hefur verið efnt til opinberrar rannsóknar af minna tilefni.


mbl.is Fengu meiri styrki árið 2006
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Skv. lögum um fjárreiður stjórnmálaflokka þurfa aðildarfélög að skila sundurliðuðum ársreikningum til aðalskrifstofu (en þaðan fara reikningar til ríkisendurskoðunar) ef ársveltan fer yfir 300.000,-

Þetta þýðir að ef einstakir eða samanlagðir styrkir til aðildarfélaga fara yfir 300.000,- þarf að gera grein fyrir því, annars ekki.

Björgvin R. Leifsson, 13.4.2009 kl. 13:24

2 identicon

Sæll Sveinn minn.

Upplýsandi og gott blogg hjá þér vinur. Þetta þurfa náttúrulega allir flokkar að gera. Þ.e. að skila inn svona samantek yfir þá styrki sem þeir hafa verið að fá á undanförnum árum. Það findist mér réttast. 

En, sjálfsagt væri opinber rannsókn góð. En ég er ekki nógu vel að mér í þeim málum til að geta tjáð mig um það.

En takk fyrir góðar færslur.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband