Færsluflokkur: Bloggar
Mánudagur, 29. janúar 2007
Gamli skipstjórinn....
Þrátt fyrir stöku brot rataði gamli skipstjórinn alltaf í land..........Var það ekki?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 29. janúar 2007
Eldklerkurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 28. janúar 2007
Þúfupólitík
Það er hreinlega eins og Framsókn sé í einshvers konar sjálfseyðingu. Til hvers voru kjördæmin stækkuð ef þúfupóltíkin á að ráða öllu? Í Suðurkjördæmi er Eyglóu Harðardóttur hafnað eftir að hafa barist af krafti í prófkjöri og náð þar þriðja sæti að Hjálmar frátöldum, manneskju sem hefur sýnt dug og kjark. Tekin er inn á listann manneskja sem er talin hafa mest til síns ágætis að vera fædd og uppalin á annarri þúfu. Ja hérna! Til hvers var prófkjörið haldið? Hvaða máli skiptir hvaðan gott fólk er ættað eða hefur búsetu?
Hver var annars að tala um um frjálslynda og innflytjandamálflutning þeirra. Er það ekki stærri útgáfan af þúfupólitíkinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 28. janúar 2007
Barnaland hvað?
Mér hefur orðið að íhugunarefni á hvaða leið sumir bloggarar eru hérna. Langflestir rita af málefnalegri skynsemi, yfirvegun og með virðingu fyrir öðrum og skoðunum þeirra. Eins vilja flestir láta taka mark á sér og skrifa undir eigin nafni. Samt er það svo að sumir fjósamennirnir svo ég taki alþekkta samlíkingu hafi dottið niður í haughúsið og kasti þaðan skít í allt og alla. Flestir þeir sem þessa iðju stunda gera það í skjóli nafnleyndar eða í einstaka tilfelli upploginna nafna.
Úr launsátri er síðan ráðist á nafngreindar persónur með lítt málefnalegum óhróðri. Þetta hefur verið stundað mikið á málefnin.com og á barnalandi og hefur ekki þótt til eftirbreytni. Ég er ekki talsmaður ritskoðunar og mun aldrei verða. Hins vegar þykir mér það eðlileg krafa að ritstjórn blog.is geri þá sjálfsögðu kröfu til bloggara að þeir komi fram undir réttu nafni.
Sérstaklega þykir mér miður að sjá sumum þessara skítkastara hampar ritstjórn blog.is með því að setja þá í "Valin blogg" þar sem hroðinn stendur heilu dagana. Til hvers? Það hlýtur að vera umhugsunarefni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 19. janúar 2007
Sjálfbær nýting hvala
Aðeins meir um hvali og hvalveiðar. Svo ekki fari á milli mála þá er ég mjög hlynntur sjálfbærri nýtingu náttúrunnar hvers kyns sem hún er svo fremi að nýtingin gangi ekki á aðra ríkari hagsmuni. Einhvern veginn er ég ekki að kaupa rök hvalveiðisinna og ég er ekki búinn að sjá afurðirnar seldar. Það er svo margt í þessu dæmi sem ekki gengur upp.
Þegar ég var ungur í sveitinni að byrja að fara með skotvopn sagði afi minn við mig. "Mundu áður en þú tekur í gikkinn til hvers þú gerir það". Á það ekki ágætlega við núna?
Spyr sá er ekki veit....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 19. janúar 2007
Fordómar hverra?
Mér hefur alla tíð fundist umræða um hvalveiðar mjög sérstök og þar framborin rök sem standast oft illa nánari skoðun. Sú staðreynd sem við fáum ekki umbreytt varðandi tíðaranda almennings í hinum siðmenntaða (sic) heimi sem hefur snúist til andstöðu við veiðar hvala og annarra sjávarspendýra. Hvað um veldur veit ég ekki. Þó mætti ætla að borgarbúi nútímans sé komin nokkuð langt frá manninum með byssuna og hnífinn sem veiðir dýr merkurinnar til viðurværis sér og sínum, þar sem allir gleðjast yfir góðum afla að kveldi vel heppnaðs veiðidags. Stórborgarbúinn skilur ekki grimmdina sem felst í veiðum og er búinn að skilgreina hvali sem "góð dýr", vitsmunaverur sem ganga manninum næst. Hann býsnast yfir villmannlegum hvalveiðum mörlandans um um leið og hann sker nautasteikina svo skín í fallegt rautt sárið. Skyldi hann minnast þess um leið og steikarbitinn strýkur góm og eitt sinn var þetta fallegur kálfur á engi sem börn og fullorðnir dáðust að. Nei, hvalir eru sko eitthvað meira og nautkálfinum æðra, þ.e.a.s. ef hann gerir sér yfirleitt grein fyrir að hann hafi ekki bara orðið til sisvona í kjötborðinu hjá kjötkaupmanninum á horninu. Þarna kemur til skipting dýra í æðri dýr og óæðri, góð dýr sem ekki má deyða og borða öndvert vondum dýrum sem öllum er sama um.
Íslendingar hafa gjarnan talið sig til veiðimannasamfélags. Veiðar, á fiski og hverju því sem gat orðið til lífsviðurværis hafi verið okkur til skamms tíma í blóð borin. Finnum við til samúðar eða meðaumkunar, þegar skorið er á tálkn lifandi eldislaxins þar sem syndir úr sér blóðið í langdregnum (h)valafullum dauðdaga. Finnum til samúðar með lambinu sem rekið er af fjalli til slátrunar að hausti, hvölunum sem skotnir voru í hafi í haust. Nei, ég held að flestum finnist þetta vera hluti af því að vera (veiði)maður og nytja náttúruna á sjálfbæran hátt.
Getur verið að við skiptum dýrum í góð og slæm? Getur verið að við séum haldin sömu fordómunum og fyllumst tilfinningahita þegar skotveiðimenn hafa ýjað að þeim möguleika að veiða mætti hrossagauk, heiðlóu svo eitthvað sé nefnt.? Nei. Það varð hreinlega allt vitlaust og tilfinningaflæði margra varð hamslaust. Þvílík villimennska. Veiða lóuna, vorboðann ljúfa. Alldeilis ekki og engin rök bitu. Alveg sama þótt bent væri á að þessir fuglar væru vinsæl veiðibráð í nágrannalöndunum og stofnarnir nægilega stórir til að bera veiðarnar. Þarna urðu margir berir að fordómum sínum og rétt er að minnast tilfinningaþrunginnar umræðu um rjúpnaveiðar ár hvert. Blessuð rjúpan hvíta. Jónas hafði líka ort svo fallega: Ein er upp til fjalla.....
Ég spyr: Er einhver munur á fordómum húsmóðurinnar í Vesturbænum sem leggur á sig mótmæli í Velvakanda vegna rjúpnaveiða á fjöllum eða fordómum bretans sem fær ógeðshroll við að sjá myndir af hvölum dregnum í lúna hvalveiðistöð í Hvalfirði? Og hætti kannski við Íslandsferðina næsta sumar!
Spyr sá er ekki veit....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 18. janúar 2007
Leyndarmálaráðuneytið?
Utanríkisráðherrann, hún Valgerður Sverrisdóttir, hefur að undanförnu reynt að bæta ímynd sína og ráðuneytisins og bara tekist það bærilega. Ekki það að skilja að ég hafi verið neinn sérstakur aðdáandi Valgerðar né framsóknarmanna yfirleitt en maður skal ætíð líta með velvilja til verkanna, séu þau gerð af góðum hug, sama hver vinnur þau.
Um árin hefur utanríkisráðuneytið vakið athygli fyrst og fremst fyrir þrennt; Í fyrsta lagi fyrir ótrúlega útþenslu og peningabruðl, í öðru lagi fyrir alls kyns klúður og klaufagang vegna friðargæslu og í þriðja lagi fyrir alla þá leynd leynd sem ráðuneytið hefur sveipað um öll okkar varnarmál. Ráðuneytið gæti þess vegna heitið leyndarmálaráðuneytið.
Öll þessi útþensla og síðast milljarðs króna eyðsla í framboð til Öryggisráðsins finnst mér heldur fyndin því fram að þessu höfum við í reynd ekki rekið sjálfstæða utanríksstefnu heldur hengt okkur utan í stefnu Bandaríkjastjórnar. Þess vegna er utanríkisráðherra á Íslandi álíka gáfulegt fyrirbæri eins og flotamálaráðherra í Sviss.
Þess vegna er vinna Valgerðar í rétta átt.....
![]() |
Leynd létt af leynilegum viðaukum við varnarsamning |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 15. janúar 2007
Ónotað líffæri
![]() |
Bílstjórar með börn á sleðum í eftirdragi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 14. janúar 2007
Aukum tekjur ríkissjóðs - lækkum skatta
Hvernig fer þetta nú saman? Tekjuskattur eins og hann er innheimtur í dag er einhver óréttlátast skattheimta samtímans. Hverjir borga 36% tekjuskatt? Fyrst og fremst launaþrælar og harðast bitnar hann á lágtekjuþrælunum. En hátekjuþrælar? Jú, flestir sem hafa hátekjur hafa hann fyrst og fremst af fjármagni og borga tekjuskatt - að vísu heitir hann fjármagnstekjuskattur og er bara 10%. Vont er þeirra ranglæti er verra er þeirra réttlæti sagði Jón Hreggviðsson fyrir löngu en þau orð eru í fullu gildi enn í dag.
Afnemum tekjuskatt. Leyfum fólki að ráðstafa tekjum sínum sjálft - eyða sínu aflafé að vild. Með því vinnst margt; velta eykst (les hagvöxtur), sparnaður mun líka aukast og þeim sem lægstar hafa launatekjunar kemur þetta mest til góða.
Hvar á ríkið að afla fjár? Fyrst og fremst með veltusköttum - skattleggjum eyðslu - ekki aflafé. Setjum virðisaukaskattinn í eitt þrep og afnemum allar undanþágur. Vond var hugmyndin um matarskattinn 14% á sínum tíma en enn verri er sú kosningabrella sem stjórnvöld framkvæma nú og lækka matarskattinn í 7%. Virðisaukaskattkerfið sem við bundum svo miklar vonir við er orðið að tómu bulli með fjórum þrepum; 1. þrep með 24,5%, 2. þrep með 14%, 3. þrep með 7% og 4. og síðast þrepið með 0%. Þar á ég við allskyns liði sem eru undanskildir í kerfinu eins og samgöngur.
Eitt þrep í virðisaukaskattinn og afnemum allar undanþágur. Leyfum ríkinu að hagnast á eyðslunni og afnemum tekjuskattinn. Mikið hlakka ég til að sjá einhverja stjórnmálamenn taka þetta upp. Að vísu sagði Pétur Blöndal einu sinni að svona vildi hann sjá skattkerfið og eins hafa hagfræðingar lagt fram reiknilíkön þetta varðandi.
Varðandi þá sem lægstir standa að þeirra verða sértæk úrræði eins og alltaf hefur verið. Það er sátt í þjóðfélaginu um slíkan jöfnum hvar í flokki sem menn standa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 14. janúar 2007
Þegar andlitið dettur af manni
Í kvöld sá ég atvik á götunni þar sem í bý. Þetta fékk mig til að missa gjörsamlega andlitið. Þarna geystist maður á vélsleða eftir götunni á miklum hraða með ungt barn sitjandi fyrir framan sig. Já ég sagði með barn sitjandi fyrir framan sig á sleðanum. Það er kannski ekki mikil umferð í götunni en hún var nægilega mikil til að þurfa að horfa upp á árekstra tvisvar sinnum í það eina ár sem ég hef búið við hana.
Ég man þá tíð þegar þótti sjálfsagt að halda á og sitja undir börnum í bílsætum. Og auðvitað kostaði það líf og limi barnanna ef eitthvað alvarlegt kom upp á. Þessi ósiður var lagður af fyrir meira en þrjátíu árum og þykir glæpsamlegt athæfi í dag. Því miður þá sér maður enn svo dæmalaust dómgreindarleysi eins og þetta á vélsleða, á mótorhjólum og fyrir nokkru sá ég ökumann dráttarvélar á þjóðvegi með barn í fanginu.
Hvað er að? Er fólk svona dæmalaust heimskt, illa innrætt eða hvað? Mig skortir skýringar. Vitið þið þær?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)