Leyndarmálaráðuneytið?

Utanríkisráðherrann, hún Valgerður Sverrisdóttir, hefur að undanförnu reynt að bæta ímynd sína og ráðuneytisins og bara tekist það bærilega.  Ekki það að skilja að ég hafi verið neinn sérstakur aðdáandi Valgerðar né framsóknarmanna yfirleitt en maður skal ætíð líta með velvilja til verkanna,  séu þau gerð af góðum hug, sama hver vinnur þau.

Um árin hefur utanríkisráðuneytið vakið athygli fyrst og fremst fyrir þrennt; Í fyrsta lagi fyrir ótrúlega útþenslu og peningabruðl, í öðru lagi fyrir alls kyns klúður og klaufagang vegna friðargæslu og í þriðja lagi fyrir alla þá leynd leynd sem ráðuneytið hefur sveipað um öll okkar varnarmál.  Ráðuneytið gæti þess vegna heitið leyndarmálaráðuneytið.

Öll þessi útþensla og síðast milljarðs króna eyðsla í framboð til Öryggisráðsins finnst mér heldur fyndin því fram að þessu höfum við í reynd ekki rekið sjálfstæða utanríksstefnu heldur hengt okkur utan í stefnu Bandaríkjastjórnar.  Þess vegna er utanríkisráðherra á Íslandi álíka gáfulegt fyrirbæri eins og flotamálaráðherra í Sviss.

Þess vegna er vinna Valgerðar í rétta átt.....


mbl.is Leynd létt af leynilegum viðaukum við varnarsamning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband