Sunnudagur, 11. febrúar 2007
Að skipta á kjörum við Hannes
Mjög gott innlegg hjá Jónínu Ben. Allt talnaflóðið og flókanar útskýringar á Gini-staðlinum skipta þann sem á ekki að éta engu máli - engu máli!
Ég veit alla vega um fólk sem væri alveg tilbúið að skipta á lífstíl við Hannes Hólmstein.
Spurningin er væri hann til að skipta á kjörum?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 11. febrúar 2007
Vinir okkar Japanir. EKKI FYRIR VIÐKVÆMA
Ímynd íslendinga í augum um heimsins.
Hver er hún og skiptir hún einhverju máli? Hver er t.d. ímynd Japana, vina okkar og bandamanna í hvalveiðum?
Hér eru bandamennirnir og vinirnir í baráttu okkar íslendinga gegn öfgasinnuðum hvalavinum.
Skoðið myndbandið. Þeim sem auðnast að eiga þessi vini þarfnast ekki óvina.
Varúð: Þetta er ekki fyrir viðkvæmar sálir!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 9. febrúar 2007
Á hvaða öld eru þessir menn?
Í dag var verið að áfrýja máli olíuforstjóranna þriggja til Hæstaréttar eftir að héraðsdómur hafði vísað málinu frá á þeirri forsendu að ekki væri hægt að sækja einstaklinga til ábyrgðar gagnvart brotum fyrirtækjanna sem þeir stjórnuðu. Auðvitað! Auðvitað! Hvernig var þetta, vissuð þið ekki að fyrirtæki sem brjóta af sér hafa sjálfstæðan vilja og forstjórarnir koma þar hvergi nærri. Bara þegar vel gengur. Þá fá þeir ríflegan kaupauka og rétt til hlutafjárkaupa á kjörum langt undir markaðsverði. Nóg um þessa bullfrávísun héraðsdóms.
Samkeppni er bara í orði - ekki á borði, alla vega ekki fyrir almenning.
Grein af sama meiði er hið ótrúlega fyrirbæri Samorka. Samstarfsvettvangur orkuframleiðanda og orkusala. Er ekki frjáls samkeppni á þessum markaði? Mér var talin trú um að og bréf þar að lútandi fékk ég nýverið frá orkusala sem vildi selja orku - á nákvæmlega sama verði og "keppinauturinn".
Hvað með Neytendastofu? Hvar er hún? Hvaða ráðherra fer með neytendamál? Ávarpaði hann kannski aðalfund Samorku?
Er það rétt hjá mér að iðnaðarráðherrann Jón Sigurðsson hafi með orkumál að gera?
Er það rétt hjá mér að viðskiptaráðherran Jón Sigurðsson hafi með samkeppnismál að gera?
Spyr sá sem ekki veit........
Franz Árnason nýr formaður Samorku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 9. febrúar 2007
Er þetta ekki bara framför...hvað finnst ykkur?
Er þá langþráður draumur kvennaguðfræðinnar í sjónmáli. Guð í hvorugkyni núna. Kvenkyn í næstu þýðingu?
Hvað með þá Jesús, Maríu eða heilagan anda?
Biblía 21. aldarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 8. febrúar 2007
Hver á að gæta bróður míns?
Þegar ég var unglingur hafði maður óljósar spurnir af hinum skelfilega stað, Breiðavík. Samt vissi maður ekki alveg hvað var svona skelfilegt við þennan stað en í huga okkar strákana var þetta sá staður sem fæstir höfðu áhuga að heimsækja. Sumum var hótað af kennurum, foreldrum og jafnvel lögreglu að réttast væri að senda þá vestur þegar viðkomandi urðu of uppátækjasamir. Já, þarna fyrir vestan væri sko ekki tekið með neinum silkihönskum á óþekktarormum.
Mörgum árum seinna eignaðist ég trúnað eins þeirra er þarna dvöldu. Hann sagði mér frá sumum af þeim hörmungum sem hann varð fyrir sem og aðrir. Ég átti erfitt með að trúa og reyndar trúði ég ekki nema litlum hluta frásagnarinnar. Hann sagði mér líka að sumum nágrönnum heimilisins var vel kunnugt um að þarna væri ekki allt sem skyldi. Þessi frásögn tók á og var honum erfið. Samt trúði ég ekki. Trúði ekki og skammast mín fyrir það í dag, nú þegar verið er að moka öllum óhroðanum út. Það er gott, gott að hreinsa til. Þeir eiga það svo sannarlega skilið drengirnir sem þarna dvöldust.
Það sem þarna gerðist er aldeilis ekki óþekkt, muna menn eftir Bjargsmálinu þar sem stúlkubörn voru fórnarlömb, ekki karla, heldur kvennanna sem trúað var fyrir uppeldi þeirra. Ekki var Bjarg afskekkt eins og Breiðavík. Bjarg var á þeim tíma í túnjaðri Reykjavíkur. Samt kom málið í opna skjöldu. Hvers vegna?
Sambærileg nýleg dæmi eru frá Noregi, Írlandi og USA svo eitthvað sé nefnt. Það eru fá dýr jafn grimm manninum og grimmd hans snýst oftast gegn einstaklingum sömu tegundar. Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að ræða þetta mál hér en í huga mínum brenna fyrst og fremst þrjár spurningar:
Í fyrsta lagi: Fjöldi fólks vann á Breiðavíkurheimilinu. Hvernig gat það látið ástandið afskiptalaust?
Í öðru lagi: Stjórn heimilisins var mestmegnis búandi í nágrenninu, á Patreksfirði og sveitinni. Hvernig sinnti þetta fólk því trúnaðarstarfi sem það var kjörið til?
Og í þriðja og síðasta lagi: Miðað við það sem sagan hefur kennt okkur, hvar ætli Bjarg og Breiðavík sé núna?
Verum vakandi fyrir því sem gerist í kring um okkur og tökum ekki öllu sem sjálfgefnu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 29. janúar 2007
Farin, bless!
Þá kom að því allir gátu sagt sér sjálfir. Magga farin, búin að segja bless. Eitt sem leikur forvitni á að vita:
Tók hún nafn flokksins, Frjálslyndi flokkurinn, með sér?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 29. janúar 2007
Gamli skipstjórinn....
Þrátt fyrir stöku brot rataði gamli skipstjórinn alltaf í land..........Var það ekki?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 29. janúar 2007
Eldklerkurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 28. janúar 2007
Þúfupólitík
Það er hreinlega eins og Framsókn sé í einshvers konar sjálfseyðingu. Til hvers voru kjördæmin stækkuð ef þúfupóltíkin á að ráða öllu? Í Suðurkjördæmi er Eyglóu Harðardóttur hafnað eftir að hafa barist af krafti í prófkjöri og náð þar þriðja sæti að Hjálmar frátöldum, manneskju sem hefur sýnt dug og kjark. Tekin er inn á listann manneskja sem er talin hafa mest til síns ágætis að vera fædd og uppalin á annarri þúfu. Ja hérna! Til hvers var prófkjörið haldið? Hvaða máli skiptir hvaðan gott fólk er ættað eða hefur búsetu?
Hver var annars að tala um um frjálslynda og innflytjandamálflutning þeirra. Er það ekki stærri útgáfan af þúfupólitíkinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 28. janúar 2007
Barnaland hvað?
Mér hefur orðið að íhugunarefni á hvaða leið sumir bloggarar eru hérna. Langflestir rita af málefnalegri skynsemi, yfirvegun og með virðingu fyrir öðrum og skoðunum þeirra. Eins vilja flestir láta taka mark á sér og skrifa undir eigin nafni. Samt er það svo að sumir fjósamennirnir svo ég taki alþekkta samlíkingu hafi dottið niður í haughúsið og kasti þaðan skít í allt og alla. Flestir þeir sem þessa iðju stunda gera það í skjóli nafnleyndar eða í einstaka tilfelli upploginna nafna.
Úr launsátri er síðan ráðist á nafngreindar persónur með lítt málefnalegum óhróðri. Þetta hefur verið stundað mikið á málefnin.com og á barnalandi og hefur ekki þótt til eftirbreytni. Ég er ekki talsmaður ritskoðunar og mun aldrei verða. Hins vegar þykir mér það eðlileg krafa að ritstjórn blog.is geri þá sjálfsögðu kröfu til bloggara að þeir komi fram undir réttu nafni.
Sérstaklega þykir mér miður að sjá sumum þessara skítkastara hampar ritstjórn blog.is með því að setja þá í "Valin blogg" þar sem hroðinn stendur heilu dagana. Til hvers? Það hlýtur að vera umhugsunarefni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)