Miðvikudagur, 21. febrúar 2007
Göldróttir Strandamenn
Frábært hjá ykkur galdrakörlunum á Ströndum. Innilegar hamingjuóskir með Eyrarrósina. Þig eruð svo sannarlega vel að henni komnir. Galdrasafnið á Hólmavík auk Kotbýlis kuklarans er að mínu mati eitthvert mest spennandi og áhugaverðasta safn Íslands í dag. Einstaklega skemmtileg uppsetning auk þess hvað safnið er lifandi með krúnkandi hröfnum og sjálfum galdramanninum, Sigurði Atlasyni, sem fer á kostum í hlutverki sínu.
Svo er ástæða til að minna á annað safn á Ströndum. Það er Sauðfjársetrið á Sævangi við Steingrímsfjörð. Það er vel varið dagsparti að skoða söguna og alls kyns hefðir, siði og venjur sem tengjast sauðfé. Þetta fer vel í einu mesta sauðfjárræktarhéraði landsins og eitt sem "fjandmenn" sauðkindarinnar mættu athuga: Hvernig stendur á því að öll fjöll á Ströndum eru grasi gróin upp undir fjallstoppa þar sem þéttleiki sauðfjárins er hvað mestur?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 17. febrúar 2007
Rauði rokkarinn enn og aftur
Þá er komin niðurstaða. Settist niður með fjölskyldunni og horfði á Júróvísjon. Lögin misjafnlega áheyrileg en tvö af þessum lögum fannst mér bera af; "Ég og heilinn minn" og hitt var "Þú tryllir mig". Virkilegir hittarar og blessunarlega lausir við þessa grautarvellu sem sí og æer borin á borð í þessari keppni. Yfirleitt hef ég fylgst með þessari keppni og haft gaman af. Mér finnst líka að þegar lög sem virkilega skera sig úr fjöldanum hafi sópað að sér atkvæðum, sbr. þungarokkið hjá Lordi. Frábært lag og mögnuð umgjörð.
En það var semsagt rauði rokkarinn sem kom fra Norge, sá og sigraði. Ég er mikill aðdándi Eíríks Haukssonar en það sem flutti okkur í kvöld var ekki gott. Langt frá því. Ég ætla að leyfa mér að spá einu af neðstu 5 sætunum í undankeppninni í vor. Því miður. Ég leyfi mér að efast um að tónlistarsmekkur okkar íslendinga sé í takt við það sem almennt gerist í Evrópu. Það sjáum við mjög vel á atkvæðagreiðslum Íslands í aðalkeppnum undanfarinna ára.
En svo fór sem fór. Eiríkur stendur alltaf fyrir sínu en hráefnið sem hann þarf að vinna úr er einfaldlega ekki nægilegt til árangurs.
Næst legg ég til að við höldum glæsilega keppni eins og tvö síðustu ár en atkvæði almennings gildi að hálfu á móti völdum einvaldi, t.d. Þorvaldi Bjarna.
Síðast en ekki síst var stóri sigurvegari þessara kvölda: Ragnhildur Steinunn. Glæsileiki, fágun og einstæð útgeislun gera hana að stjörnu. Stórstjörnu!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 16. febrúar 2007
Afsakið orðbragðið en....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 16. febrúar 2007
Í fullvissu þess að kjósendur séu fífl - "Þjóðarsátt" Framsóknar
Þessi kosningagjörningur Jónínu og Jóns er með þvílíkum ólíkindum að manni var fyrstu dagana hreinlega orðfall. Að kalla þetta þjóðarsátt ber vott um mikið dómgreindarleysi og fullvissu þess að kjósendur séu almennt fífl. Meiru átti ég þó von á frá Jónínu sem ein fárra framsóknarmanna sem einhverju ljósi stafar enn frá. Sorrý, þarna slokknaði sú týra.
Að setja fram einhverja áætlun um hvað eigi að gera þegar við erum búin að virkja allt sem hægt er að virkja og sóa orkunni í álver á Húsavík, álver í Helguvík, álversstækkun í Straumsvík og guð má vita hvað. Eru þessi framsóknarmenn og alóðir - fyrirgefið mér - réttara að segja álóðir?
Svo mikinn fnyk leggur af þessum gjörningi að kjósendurnir eru lagðir á flótta. Þótt fífl séu þekkja þeir þó alltaf dauninn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 14. febrúar 2007
Misheppnað skúbb eða hvað?
Í dag gaf ofurbloggarinn og leiðtogi Íslands í dag, Steingrímur Sævarr, okkur til kynna á bloggi sínu að flett yrði ofan af stórskandal í Unglingaheimilinu í Kópavogi (sem var og hét). Að sjálfsögðu plantaði maður sér framan við kassann og viti menn: Fréttin byggðist upp á viðtali við fyrrverandi starfsmann sem fréttamaðurinn Sölvi Tryggvason reyndi eftir bestu getu að leiða inn á réttar slóðir og spurði ítrekað um meintar misþyrmingar á vistmönnum þar. Viðmælandi gat raunverulega ekki svarað neinu beint, hann hafði ekkert misjafnt séð nema dreng sem löggan kastaði inn og átti að hafa misþyrmt í bíl. Allt sem manngreyið hafði fram að færa voru óljósar sögusagnir, hafðar jafnvel eftir þriðja aðila. Sérhvert var nú skúbbið!
Ég veit hreinlega ekki hvað þeim Stöðvar2 mönnum gekk til þarna. Að setja fram einhverja frétt með svona slökum rökstuðningi, hvað þá ef þær eru einungis byggðar á frásögn þessa fyrrum starfsmanns, er með öllu óskiljanlegt. Viðtalið varð fyrir vikið sérlega vandræðalegt og var hvorki fugl né fiskur. Nú er ég ekki að segja að ekkert misjafnt hafi gerst þarna. Síður en svo. Það er hlutur sem ég hef ekki hugmynd um. En þarna voru menn ekki að vanda sig meira og koma fram með skýra og klára hluti. Allt annað var upp á teningnum í umfjöllun DV og Kastljóss á Breiðavíkurmálinu. Þar var fagmannlega staðið að verki.
Nei Steingrímur. Á morgun verður að vera meira kjöt á beinum til að mark sé á takandi!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 14. febrúar 2007
Eiga svona menn að hafa ökuréttindi?
Hvað skyldi þurfa til að menn, stjórnendur fyrirtækja, yfirvöld, ökumenn og aðrir sem koma að rekstri stórra bifreiða, fari að ganga tryggilega frá farmi. Atvik eins og þetta gerast ekki af sjálfu sér. Alls ekki. Málið er afskaplega einfalt. Það hefur ekki verið gengið frá farminum eins og skylt er. Þetta gerist ekki öðruvísi. Frá fyrstu hendi hef ég þær upplýsingar að litlu hafi munað að pallurinn félli á aðvífandi bíl. Svona atvik eru að gerast sí og æ. Þarf stórslys til að koma vitinu fyrir menn?
Samtök verslunar og þjónustu geisuðu um það í Morgunblaðinu í síðustu viku að reglugerðin um frágang farms væri ónýt. Því er ég ekki sammála þó margt í henni megi bæta. Hins vegar mega menn ekki alltaf skýla sér á bak við óskýrar reglur. Það til nokkuð sem heitir heilbrigð skynsemi.
Henni mætti gjarnan beita oftar.
Svo er spurningin: Er réttlætanlegt að ökumenn sem eru tilbúnir að leggja samborgara sína í stóra lífshættu eigi að vera með réttindi til að aksturs stórra bíla?
Mildi að ekki varð stórslys á Vesturlandsvegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 13. febrúar 2007
Íslenskir fjölmiðlar og réttlætið - óhugnanleg greinaskrif
Grein Kristjáns Guðmundssonar skipstjóra á bls. 30 í Morgunblaðinu í dag er mér umhugsunarefni. Greinin nefnist "Íslenskir fjölmiðlar og réttlætið". Ég las greinina yfir morgunmatnum og varð hreinlega flökurt. Ég hvet alla að lesa greinina og viti menn: Breiðavík lifir enn!
Til fróðleiks: Höfundur greinarinnar, Kristján Guðmundsson sem kallar sig skipstjóra er fyrrverandi framkvæmdastjóri Rannsóknarnefndar sjóslysa. Forveri hans í því starfi mun hafa heitið Þórhallur Hálfdánarson. Þar áður var hann forstöðumaður í Breiðavík.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 12. febrúar 2007
beggibestur - athyglisvert
Mig langar bara að vekja athygli ykkar á blogginu hans Begga og mömmu hans, henni Margréti Annie. Hér fer mjög athyglisverð saga 11 ára drengs sem ekki passar inn í okkar sjálfhverfa mynstur, 11 ára drengs sem fær ekki heldur inn í skóla og er nú kominn inn á BUGL, vonandi í góðar hendur. Svo þekki ég til fjölskyldunnar, sem voru nágrannar mínir í mörg ár í Stykkishólmi.
Sendi þeim stuðningskveðjur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 12. febrúar 2007
Ógæfu Haitibúa verður allt að vopni
Á meðan BNA ræðst á Afganistan og Írak til að flæma burtu grimmar einræðisstjórnir hafa þeir eins og undanfarna áratugi viðhaldið einhverjum ógeðfelldustu einræðisherrum víða í Karbíska-hafinu og Mið-Ameríku. Haiti er einhvert versta dæmið um svona stjórnarfar. Hver man ekki eftir Papa Doc og syni hans Baby Doc. Þessir feðgar sátu sem "þjóðhöfðingjar" í Port au Prince í skjóli BNA-stjórnar. Grimmd þeirra og illska er einhver sú versta í mannkynssögunni og fara þar í flokk með Gengis Khan, Idi Amin, Pol Pot svo einhverjir séu nefndir.
Í hvert skipti sem íbúar Haiti hafa svo mikið sem sýnt lýðræðistilburði, sbr. kosningu Aristide, hafa Bandaríkjamenn sýnt landsmönnum í tvo heimana. Skiptir þar miklu máli að tryggja sér vígstöðu gagnvart nágrannanum Kúbu. Fleiri dæmi af svipuðum toga úr þessum heimshluta mætti nefna en ósköp verða rökin þeirra Bush og Blair vegna Íraksstríðsins vesöl þegar við minnust hegðan þeirra gagnvart grannríkjum sínum.
Og aldrei hefur undirlæguháttur íslendinga orðið meiri en þegar tveir menn tóku þá ákvörðun að íslenska þjóðin tæki þátt í þessu stríði. Mikil er þeirra skömm.
Talið að 8.000 Haítíbúar hafi verið myrtir í tíð bráðabirgðastjórnarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 11. febrúar 2007
...öngull heimskunnar
Hollt umhugsunarefni þegar skoðanakannanir rugla bestu framsóknarmenn í ríminu. Ljóðið er reyndar eftir góðan og genginn framsóknarmann, Brynjólf Sæmundsson á Hólmavík
Í hyl spekinnar
undir holbakka þagnarinnar
liggja rök tilverunnar
undir steini
Í rassi aldarinnar
hulinn mistri viskunnar
stendur öngull heimskunnar
í beini
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)