Föstudagur, 10. apríl 2009
Það liggur á Bjarni
Málið verður sífellt vandræðalegra. Landsmenn hafa beðið í ofvæni eftir niðurstöðu fundarins sem var einungis á þá leið að málið væri nú í höndum formannsins. Okei, og ég sem hélt að málið hefði verið í höndum formannsins.
Allt gauf og undandráttur er óviðundandi. Ef það liggur fyrir hverjir stóðu að þessum fáránlega siðspilltu gjörðum eins og Kjartan Gunnarsson go Bjarni Benediktsson hafa staðfest þá verða hinir sömu að axla sín skinn án tafar.
Það þarf líka að koma alveg klár afsökun frá forustu flokksins. Þar þýðir engin undansláttur heldur þarf hún að vera gerð af auðmýkt og með skýrum vilja til að girða fyrir frekari siðferðisbresti í fjáröflun flokkins.
Framhaldið í höndum formannsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 9. apríl 2009
Opna bókhaldið strax!
Þetta er hið versta mál og ljóst að þarna hefur mönnum orðið hált á siðferðissvellinu. Þær skýringar sem gefnar hafa verið eru misvísandi, vanræðalegar og ótrúverðugar.
Hér duga engin vettlingatök. Málum er svo komið að draga þarf allt upp á borðið og upplýsa í smáatriðum um öll fjárframlög í flokkssjóðinn. Í svona klúðri dugar ekki að vísa til trúnaðar. Alls ekki. Flokkurinn þarf að gera fullkomlega hreint fyrir sínum dyrum og opna allar gáttir.
Sé það rétt að Guðlaugur Þór hafi haft að þessum frumkvæði er ljóst að hann verður að draga sig í hlé. Það gengur ekki að ganga inn í kosningar með hann í fararbroddi í Reykjavík.
Sömuleiðis hlýtur athyglin að beinast að sjóðum annarra flokka, kannski sérstaklega Samfylkingarinnar, hvers framkvæmdastjóri fer undan í flæmingi þegar hún er spurð um fjárframlög ársins 2006.
Hvers vegna?
Guðlaugur Þór hafði forgöngu um styrkina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Laugardagur, 4. apríl 2009
"...þegar ég sé spýtu..."
Það er mikil reiði í samfélaginu og hún á ekki eftir að minnka. Það er rík ástæða til að hafa áhyggjur þegar líður fram á haustið. Reiðin og biturðin lýsti sér vel í orðum ungs manns er ég hlustaði á lýsa sinni til þeirra sem svipt höfðu hann og fjölskylduna lífsafkomunni og klykkti út með þessum orðum: "....og mér líður djöfullega og hugsanir mínar eru í slæmum farvegi. Svo slæmum að þegar ég sé spýtu hugsa ég til þess hvernig megi sem haganlegast búa til gálga úr helvítinu"!
Tengiliður Evu Joly kostar 6,7 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þriðjudagur, 17. mars 2009
Samningur um tónlist
Ég skal skuldbinda mig til að kaupa alla þá tónlist sem þessi sjálfhverfi hrokagikkur mun framleiða það sem hann á eftir ólifað ef hann á móti lofar að halda sig við hana og ekkert annað.
Tónlistin hans er frábær. Annað sem frá honum kemur er það ekki.
Bubbi hótar að hætta útgáfu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 12. mars 2009
Loftur Altice í blysför
Einhvern veginn segir mér svo hugur um að hér fari blysfari nokkur, hugumlíkur þeim er gekk einn í hóp með eldinn til Jóhönnu í gær.
Þetta verður bara gaman. Einn blysfari á dag, kemur skapinu í lag.
Býður sig fram til formanns Sjálfstæðisflokks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 4. mars 2009
Bjargráð skíðamanna í kreppustandi
Sýnir þetta ekki bara að íslendingar eru að læra að bjarga sér í kreppunni með ráðdeild og útsjónarsemi. Annars væri gaman að sjá rekstrarreikning skíðasvæðanna og sjá hvað kortasala skilar í tekjum á móti útgjöldum og rekstri þessara svæða.
Einnig væri fróðlegt að fá upplýst hvað þetta áhugamál kostar skattgreiðendur á höfuðborgarsvæðinu. Það er merkilegt að hægt sé að moka fjármunum almennings til ákveðinna áhugamála sem virðast njóta velvildar pólitíkusa á meðan aðrar greinar almenningsíþrótta eru í algjöru fjársvelti.
Vilja stöðva endursölu skíðapassa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 2. mars 2009
Það sem ekki er sagt getur verið stærri frétt en sú sem sögð er
Ummæli Geirs H. Haarde í kvöldfréttum RUV varðandi niðurstöður skýrsludraga endurreisnarnefndar Sjálfstæðisflokksins eru einkennileg og ekki fallin til að auka tiltrú almennings. Þar segir hann eftirfarandi:
Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, segir að undirnefnd Endurreisnarnefndar flokksins sé skipuð litlum hópi manna og hún tali ekki fyrir flokkinn. Endureisnarnefndin eigi ekki að líta til fortíðar, heldur framtíðar. Aðrir glími við það sem hafi farið úrskeiðis hér að undanförnu.
Endurreisnarnefndin er bar einhver lítill hópur manna og hún tali ekki fyrir flokkinn. Ég er algjörlega gáttaður á þessum ummælum en kannski eru þau í stíl Geirs sem neitar að horfast í augu við orðinn hlut og ábyrgð sína á honum. Mér sem sjálfstæðismanni er ofboðið og miðað við það sem maður heyrir og sér úti í samfélaginu er Endurreisnarnefndin nær því að tala fyrir hinn almenna flokksmann en Geir.
Sérstaka athygli vekur að Morgunblaðið skuli ekki minnast einu einasta orði á þessi ummæli Geirs. Stundum er frétt sem einstakir fjölmiðlar kjósa að birta ekki stærsta fréttin. Ég hygg að það sé svo í þessu tilfelli.
Fimmtudagur, 26. febrúar 2009
Öðrum til eftirbreytni
Þetta er til eftirbreytni fyrir aðra þá sem sækjast eftir vinnu hjá okkur. Með því að upplýsa um þetta eru tekin af tvímæli um skuldir og eignir.
Hins vegar vantar hvort hún gegni stjórnarsetu eða hafa bein hagsmunatengsl við félög og/eða fyrirtæki, þ.m.t. eignarhaldsfélög.
Að öðru leyti lýsi ég yfir ánægju minni með framtak Sigríðar sem er ein af vonarstjörnum okkar sjálfstæðismanna. Okkur er nauðsyn að nýjum andlitum, ungs kraftmikils fólks. Mistökum síðustu ára verður var mikið breytt nema með kraftmikilli endurnýjun í forustu og þingmannaliði.
Birtir fjárráð sín á netinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 26. febrúar 2009
Skynsamleg ákvörðun
Árni Mathiesen ekki í framboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 20. febrúar 2009
Laxveiðikaup bankanna falin?
Á undanförnum árum hafa bankar og fjármálastofnanir verið stærstu kaupendur laxveiðileyfa hér á landi. Þetta hefur gert að verkum að mun meiri eftirspurn hefur myndast á markaðnum en framboð, sérstaklega á svokölluðum "primetime". Verð leyfanna hefur hækkað upp úr öllu valdi þannig að okkur þessum venjulegu launaþrælum er gert ókleift að kaupa. Kostnaður við dagsveiði í betri ánum getur numið meir en mánaðarlaunum, þ.e. getur hæglega farið í 200 þús.
Í svari ríkisbankanna þriggja, Glitnis, Kaupþings og Landsbankans, við bréfi Stangaveiðifélags Seyðisfjarðar kemur fram að bankarnir muni ekki kaupa veiðileyfi í sumar. Við þetta svar varð mörgum veiðimanninum rórra og sumir eygðu möguleika að komast kannski í þokkalega sprænu í sumar.
Nú heyrast þær fréttir að bankarnir og aðrar fjármálastofnanir séu að gera sig gildandi á markaðnum með "óbeinum" veiðileyfakaupum. Engin bein kaup eigi sér stað, heldur kaupa einstaklingar og smáfyrirtæki sem eru í viðskiptum við bankana leyfin og sendi síðan reikning til bankans fyrir sérfræðiþjónustu, ráðgjöf, verktöku eða annað slíkt.
Heimildir fyrir þessu eru nokkuð áreiðanlegar og sjálfur veit ég um aðila sem mun veiða í sumar í "boði" viðskiptabanka síns. Í ljósi þessa held ég að tími siðbótar sé bara alls ekki upprunninn í þessum spillingargrenjum. Enda er sama fólkið og tók fullan þátt í sukkinu enn að stjórna.
Hvað þarf að gerast til að þessu linni?