"...þegar ég sé spýtu..."

Þetta er kostuleg frétt og ástæða að velta fyrir sér hvort þarna sér verið að sá fræjum tortryggni. Í ljósi þeirrar skelfilegu stöðu sem þjóðin er í eru þetta hreinir smáaurar í samanburði við milljarðaþúsundir sem ótíndir glæpamenn stálu af íslenskum almenningi. Það er fyllsta ástæða til að fagna aðkomu Evu Joly að málinu. Það eykur líkurnar á því að hægt sé að koma lögum yfir þessa menn og jafnvel endurheimt hluta þýfisins auk þess sem trúverðugleiki rannsóknarinnar fær annan og raunhæfari mynd með Evu í fararbroddi.
Það er mikil reiði í samfélaginu og hún á ekki eftir að minnka. Það er rík ástæða til að hafa áhyggjur þegar líður fram á haustið. Reiðin og biturðin lýsti sér vel í orðum ungs manns er ég hlustaði á lýsa sinni til þeirra sem svipt höfðu hann og fjölskylduna lífsafkomunni og klykkti út með þessum orðum: "....og mér líður djöfullega og hugsanir mínar eru í slæmum farvegi. Svo slæmum að þegar ég sé spýtu hugsa ég til þess hvernig megi sem haganlegast búa til gálga úr helvítinu"!
mbl.is Tengiliður Evu Joly kostar 6,7 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, ég tók líka eftir þessum ólikindalátum blaðsins.  Ég held að þetta sé áróðursbragð lélegs blaðamanns sem leikur lausum hala - ég vona alla vega að þetta sé ekki stefna blaðsins því þá verður það ekki langlíft í þessari nýju rekstrartilraun.

Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 09:16

2 identicon

Það er ekki verið að tala um að Eva fái of mikið heldur tengiliðurinn. Mér finnst þetta ansi fín laun fyrir þýðingar og að reka skrifstofu. Af hverju er arkitekt ráðinn í þetta?

Sigurður Jónsson (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 09:46

3 identicon

Þetta er ágætis mál, þarna erum við komin með einn allra fremesta rannsóknar dómara í heiminum í dag. Það er ágætt ef að hún getur flett ofan af sukkinu og ruglinu sem hefur viðgengist í þessu þjóðfélagi okkar síðustu 10-20 ár. Það vona ég að hún geri fljótt og örugglega.

En ég held að tími okkar Íslendinga til að ná til okkar þeim miklu verðmætum sem við eigum í skattaskjólum út um víða veröld sé að brenna út. Það þarf að hafa hraðar hendur í þeim málum. Því þar eru mörg hundruð eða jafnvel þúsundir miljarða sem við Íslendingar eigum. Það væri gott ef að hún færi fyrst í það að tékka á þessum málum.

En annars hafðu það sem best Sveinn.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 16:15

4 identicon

Þetta er því miður rétt, verið er að gera þetta tortryggilegt en þetta eru smáaurar í

samanburði við t.d. kaup hinna flokksskipuðu skilanefndarmanna eða laun hinna

flokksskipuðu bankaráðsmanna hjá RÍKISBANKA. Þá má ekki gleymast að fjöldinn allur af fólki situr verkefnalaust í bönkunum ( á kostnað vaxtagreiðenda ) en aðgerðarleysi þeirra er algert.

Einar Guðjónsson (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 17:20

5 identicon

Ennfrekar ég hringdi í Jón og spurði hann beint og að frádregnu orlofi þá gera þetta

240.00. kr á mánuði brúttó og af því á hann eftir að greiða skatt.Inn í tölunni eru t.d.

tryggingagjald 6%, orlofs og lífeyrissjóðsgreiðslur.Þannig að þetta eru um vikulaun

t.d. borgarstjóra í 900 manna sveitarfélagi eða tveggja daga laun sveitarstjórans í Árborg.

Jón er sennilega ráðinn af því hann hefur ekki verið í starfi hjá ríki eða sveitarfélögum fyrir flokkstengs.Fékk þannig ekki að stofna einkafélag til að kaupa hlut í bönkunum né fékk hann úthlutað ´´stofnfjárhlut´´ í SPRON eða BYR. Hann

er því flekklaus og ekki tengdur helstu klíkunum.

Þetta eru semsagt svipuð laun og grunnskólakennari fær.Sem er mjög lítið en þó nóg til þess að hann verður ekki keyptur. Hundraðþúsund á mánuði fyrir að reka skrifstofu er ekki mikið.Það sjá þeir fáu sem hafa verið í einkarekstri.

Einar Guðjónsson (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 17:39

6 Smámynd: Dexter Morgan

Hefði ekki verið betra að ráða einhvern sem gæti unnið í þessum málum "full time", ekki bara 4 daga í hverjum mánuði. Ég meina, þetta eru ekki nema 144 vinnudagar næstu 3 árin. Þetta tæki þá mann í fullri vinnu aðeins hálft ár að vinna þetta verk. Ég vil sjá árangur og það STRAX, alveg sama hvað það kostar.

Dexter Morgan, 4.4.2009 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband