Það liggur á Bjarni

Málið verður sífellt vandræðalegra. Landsmenn hafa beðið í ofvæni eftir niðurstöðu fundarins sem var einungis á þá leið að málið væri nú í höndum formannsins. Okei, og ég sem hélt að málið hefði verið í höndum formannsins.

Allt gauf og undandráttur er óviðundandi. Ef það liggur fyrir hverjir stóðu að þessum fáránlega siðspilltu gjörðum eins og Kjartan Gunnarsson go Bjarni Benediktsson hafa staðfest þá verða hinir sömu að axla sín skinn án tafar.

Það þarf líka að koma alveg klár afsökun frá forustu flokksins. Þar þýðir engin undansláttur heldur þarf hún að vera gerð af auðmýkt og með skýrum vilja til að girða fyrir frekari siðferðisbresti í fjáröflun flokkins.


mbl.is Framhaldið í höndum formannsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætla greinilega að leyfa viðkomandi að koma sjálfur fram. Líklegast pólítískt sjálfsmorð hjá einhverjum.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 21:00

2 identicon

Sýnist að það sé verið að stilla upp pólitísku morði á Guðlaugi Þór. Þökk sé Agnesi Bragadóttur, Birni Bjarnasyni og Engeyjarættinni. Illa farið með góðan dreng.

G.

Gunnar (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 02:13

3 identicon

Viðgengst þetta ekki í öllum flokkum, þ.e. spillingin? Ég hef nú ekki tekið eftir öðru. En það getur vel verið að hún sé bara einskorðuð við einhverja ákveðna flokka.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 17:30

4 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Í alvöru glæpasögum er morðinginn yfirleitt ekki afhjúpaður fyrr en í lok sögunnar.

Þangað til verða menn að giska á hver hann er

Sigurður Sigurðsson, 11.4.2009 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband