Að morgni fyrsta dags

Það alltaf svo sérstakt að koma út á nýjársdagsmorgun.  Dauðakyrrð, nánast engir bílar á götunum nema einstaka örþreyttur leigbílstjóri að aka síðustu gestunum heim úr áramótapartíunum.  Um stéttir og torg liggja raketturprik, útbrunnin stjörnuljós og skottertur.  Enn er reykjareimur í loftinu.  

Lögskipaður fánadagur í dag en það eru ekki margir sem hafa rifið sig upp úr koníaks og kampavínsþynnkunni til að draga þann bláa upp.  Frostið í nótt hefur myndað hrím og öllu og allt virðist svo ósnortið, kannski líkt og að morgni fyrsta dags.  

Fyrsta dags nýs árs.  Árs sem felur í sér hið óþekkta, sigra og sorgir, vonir og væntingar.  Síðasta ár er að baki og kemur ekki aftur hvort sem okkur líkar betur eða verr.  Við höldum inn í árið full bjartsýni og vona að það verði enn betra en það síðasta.

Ég þakka ykkur öllum fyrir gamla árið og óska ykkur gleðilegs árs 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband