Fimmtudagur, 9. apríl 2009
Opna bókhaldið strax!
Þetta er hið versta mál og ljóst að þarna hefur mönnum orðið hált á siðferðissvellinu. Þær skýringar sem gefnar hafa verið eru misvísandi, vanræðalegar og ótrúverðugar.
Hér duga engin vettlingatök. Málum er svo komið að draga þarf allt upp á borðið og upplýsa í smáatriðum um öll fjárframlög í flokkssjóðinn. Í svona klúðri dugar ekki að vísa til trúnaðar. Alls ekki. Flokkurinn þarf að gera fullkomlega hreint fyrir sínum dyrum og opna allar gáttir.
Sé það rétt að Guðlaugur Þór hafi haft að þessum frumkvæði er ljóst að hann verður að draga sig í hlé. Það gengur ekki að ganga inn í kosningar með hann í fararbroddi í Reykjavík.
Sömuleiðis hlýtur athyglin að beinast að sjóðum annarra flokka, kannski sérstaklega Samfylkingarinnar, hvers framkvæmdastjóri fer undan í flæmingi þegar hún er spurð um fjárframlög ársins 2006.
Hvers vegna?
Guðlaugur Þór hafði forgöngu um styrkina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Börkur: Enga sundurliðun er að finna í reikningum VG hvaðan þeim hafa komið styrkir í flokksjóð. Þó má geta sér þess til að þeir séu varla feitir né háir styrkir frá fyrirtækjum í íslensku atvinnulífi. Alla vega ekki á meðan forusta VG lítur á fyrirtækin í landinu og einkarekstur sem óvinveitta.
Sveinn Ingi Lýðsson, 9.4.2009 kl. 09:23
Sæll Sveinn minn.
Það er nú alveg ljóst að það er "einhver" spilling í öllum stjórnmálaflokkum. Það er alveg sama hvert þú lítur. En þetta er mjög slæmt mál fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það er engin vafi á öðru.
En hafðu það sem best vinur og eigðu góða páska.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 19:53
Hjartanlega sammála þér Sveinn. Þetta er hið versta mál og með öllu óskiljanlegt að mönnum skuli detta í hug að þiggja slíkt, það gengur þvert á allar viðteknar venjur sem menn hafa starfað eftir hingað til í Sjálfstælðisflokknum, svo mikið veit ég eftir margra ára starf innan flokksins. Mér eins og öðrum sjálfstæðismönnum er mjög brugðið og vægast sagt misboðið. Ég vil gera orð Ragnheiðar Ríkharðsdóttur að mínum að þetta er með öllu siðlaust og um leið vil ég benda mönnum á að lesa bloggið hennar, þar segir hún allt sem segja þarf og að ég tel ,talar fyrir munn þorra stuðningsmanna flokksins.
andri kárason (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 22:31
Hvað með Framsóknarflokkinn??? Fékk hann styrk frá S-hópnum, Samfylkingin hjá Baugi eða studdi Baugur líka Sjálfstæðisflokkinn. Í Afrískum bananalíðveldum teldist þetta sennilega mútur en kanski ekki í bananalíðveldinu Íslandi.
Það þarf að hreynsa þennan skít með alvöru aðgerðum.
Jón Halldór Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 23:57
Svona ''styrkir'' eru algjörlega óásættanlegir og einungis flokknum til skammar...að minnsta kosti ekki til framdráttar...ég held að hann sé rúinn öllu trausti, jafnvel hjá sínum eigin fylgismönnum.
TARA, 10.4.2009 kl. 07:51
Það er veikleiki að játa mistök og þeir munu ekki játa mistök svona rétt fyrir kosningar. Flokkurinn treystir á gullfiskaminni almennings bregðist ekki. Þetta verður orðið gamalt mál í næstu viku. Nú er róið öllum árum að finna einhverja aðra smjörklípu.
Ef allt væri eðlilegt þá myndi flokkurinn víkja Guðlaugi.
Gunni Tryggva, 10.4.2009 kl. 08:41
Veikleiki segirðu Gunni. Ertu ekki að grínast? Þeir stjórnmálamenn eða flokkar sem ekki viðurkenna mistök og horfast í augu við þau eru sjálfkrafa dæmdir úr leik. Það þarf ekki að treysta að gullfiskaminni kjósenda til að svo verði. Nýr formaður flokksins hefur brugðist við og lýst yfir andúð sinni á viðtöku þessara styrkja og þeim verður skilað til lögaðila, sem er gott mál. Eins er það gleðilegt að flokkurinn hefur opnað bókhald sitt, því bókhald stjórnmálaflokka verður að vera yfir allan vafa hafinn. Síðan tek ég auðvitað undir með Jóni Halldóri, við hvað eru Framsóknarmenn hræddir? Hafa þeir eitthvað að fela, líkt og Samfylkingin?
andri kárason (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 18:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.