Fimmtudagur, 19. febrúar 2009
Áfram svona Katrín Jakobsdóttir!
Í öllum fuminu og flumbruganginum við sölu Landsbankans á sínum tíma gleymdust þau miklu verðmæti í formi listaverka sem geymd voru í bankanum. Það var eins og enginn hefði hugað að þessu og "Bjöggarnir" hefðu eignast þessar þjóðargersemar "svona óvart".
Það er því sérstakt fagnaðarefni er menntamálaráðherrann tekur þarna af skarið varðandi eignarhald íslensku þjóðarinnar á þessum listaverkum. Fyrir það á hún hrós skilið.
Vill listaverk bankanna í ríkiseigu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Bloggar, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra er búin að afkasta meiru og vinna fleiri skynsamleg verk á nokkrum dögum í embætti heldur en spillingarsauðnum Þorgerði Katrínu tókst að gera á mörgum árum sem menntamálaráðherra. Þetta sýnir einfaldlega gífurlega andlega yfirburði Katrínar í samanburðinum.
corvus corax, 19.2.2009 kl. 13:46
Ágúst Valves, ríkið á ekki að halda í bankana. Einkareknir bankar eru mun skilvirkari í lánveitingum og stuðla að meira hagvexti í þjóðfélaginu. Ég get bent þér á margar rannsóknir tengar þessu, hér eru tvær:
http://www.sciencedirect.com/science?_ob=MImg&_imagekey=B6V84-4CJVG9S-2-2&_cdi=5860&_user=711966&_orig=search&_coverDate=09%2F30%2F2004&_sk=999159996&view=c&wchp=dGLbVlb-zSkWz&md5=021f1927191b518c3019aa11d288e218&ie=/sdarticle.pdf
http://www.sciencedirect.com/science?_ob=MImg&_imagekey=B6VCY-4KGG5WY-D-1&_cdi=5967&_user=711966&_orig=search&_coverDate=01%2F31%2F2007&_sk=999689998&view=c&wchp=dGLbVlz-zSkWA&md5=16f991c4af47c9f0f8f344eaa5bc6afd&ie=/sdarticle.pdf
Hættu svo að blaðra út úr rassgatinu á þér.
Kveðja,
Gulli
Gulli (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 13:53
Þessi meintu listaverkasöfn bankanna eru stórlega ofmetin. Ætla má, að um 90% af þessum þúsunda „listaverka“ flokkist einfaldlega sem drasl og oftar en ekki hafa verkin komist í eigu bankanna vegna vangoldinna skulda og þá sem einhvers konar „greiðslujöfnun“...
Ásgeir Kristinn Lárusson, 20.2.2009 kl. 11:53
Sæll Ágúst,
Hagvöxturinn er ekki tilkominn vegna einkavæðingu bankanna einna og sér. Sjáðu til, bankarnir voru einkavæddir á árunum 1999-2003. En hvernig ætlaru að útskýra það, að hagvöxtur á árunum 1995-2000 hafi aldrei verið meiri? HANN VAR ÖGN LÆGRI Á ÁRUNUM 2000-2005. Ég er þó ekki að tala gegn máli mínu að einkavæddir bankar auka hagvöxt meira, því að það tekur tíma fyrir nýtt einkavætt bankakerfi til að byrja starfa eðlilega.
Ég er sammála því að það var farið illa að einkavæðingunni, hún hefði átt að vera dreifðari. Löggjöfin hefði líka þurft að vera betri áður en í ferlið var farið. Þú getur kennt græðgi um allt það sem er að í heiminum, það breytir því ekki að við erum öll gráðug. Við gerum okkur bara grein fyrir því að það er hægt að virkja græðgina í þágu okkar allra frekar en náungakærleikan. En endilega ekki lesa þessar rannsóknir sem ég benti á, þú vilt nú varla læra eitthvað nýtt er það? Eitthvað sem ber gegn núverandi hugmyndum þínum um hvernig heimurinn er?
Kveðja,
Gulli
Gulli (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 12:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.