Reyna að maka krókinn á meintum olíuverðshækkunum

Það var kominn tími á að alvöru lækkunarferli hæfist hér innanlands en á undanförnum mánuðum hefur olían ekki bara lækkað á heimsmarkaði heldur hefur verðið hrunið úr tæpum 150 dollurum niður fyrir 50 dollara á tunnuna.

Það er eins og íslensku olíufélögin hafi ekki tekið eftir þessari lækkun og aðspurðir kenna talsmenn þeirra óhagstæðu gengi um.  Sú skýring er alls ekki haldbær því síðustu tvo mánuði hefur gengi krónunnar í Seðlabanka Íslands og Seðlabanka Evrópu verið hækkandi.

Þessar verðsveiflur reyna margir að nýta sér.  Sláandi dæmi um slíkt eru svör starfsmanns ferðaskrifstofu þegar ég kannaði hvað kostaði far með ferjunni Norrönu frá Seyðisfirði til Danmerkur á "low season" og aftur til baka á "high season".  Í pakkanum var fargjald hjóna í tveggja manna innklefa, jeppabifreið + meðalstórt  fellihýsi.  Allt þetta átti að kosta a sjötta hundruð þúsunda og hafði hækkað gífurlega frá fyrra ári þegar ég var að velta fyrir mér slíkri ferð.  Spurður um ástæðu þessarar miklu hækkana sagði hann hana vera hækkandi olíuverð!

Það er gott að geta kennt kettinum um þegar eitthvað fer aflaga!


mbl.is Atlantsolía lækkar dísilverð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta ekki fyrirgefðu orðbragðið, týpískt í andskotanum að Dísel olían lækki en ekki bensínið...

Mér finnst að það ætti að fara að rannsaka þessi olíufélög hérna heima. Aldrei lækka þau eldsneyti og svo bjóða þau lykil höfum afsláttarkjör. Eða þeim sem eru með dælulykla. Þ.e. 2 kr,- afslátt af lítraverði. Ef þeir hinir sömu eru með dælulykil!!! Þetta er svo fáránlegt.

Hvar eru stjórnvöld? Þurfum við alltaf að brenna okkur á öllum andskotanum hér heima? Þ.e. við íslendingar. Er subbu og sóðaskapurinn ennþá svona mikill hérna?

Þetta er náttla ekki heilbrigt.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 08:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband