Fimmtudagur, 25. september 2008
Er ekki alveg að skilja þetta með sjarmann
Hvaða söknuður fylgir því þótt einhver mesta okubúlla íslenskra þjóðvega hverfi og glæsihöll hinna íslensku olíusheika rísi við nýju brúna. Þarna er ég búinn að eiga óteljandi viðkomum á síðustu 40 árum og hef aldrei fundið þennan "sjarma" þarna. Hins vegar liðið stundum við brottför eins og ég hafi verið rændur.
Gleymi því seint þegar ég lét gabbast af hamborgaratilboði dagsins, sem samanstóð af einum sveittum, með linu brauði, eggi, frönskum, salati og sósu. Bjálfaðist ekki til að skoða verðið se reyndist vera 1.050 krónur. Á sama tíma kostaði sami hammari 370 krónur í Hyrnunni sem hefur reyndar ekki orð á sér fyrir hagkvæm matarkaup.
Öllu skárra fannst mér að koma í Brúarskálann, þar sem persónulegt, þægilegt viðmót og nema síðustu árin eftir að eigendur Staðarskála keyptu. Eftir það fór glansinn af og allt drabbaðist niður. Vonandi bera N1 menn gæfu til að reka þetta með þeirri þjónustulund sem áður einkenndi starfsfólk Brúarskálans.
Að síðustu legg ég til að nýji skálinn verði í framtíðinni kallaður Brúarskáli. Einfalt mál hann stendur við brúarsporðinn.
Gleymi því seint þegar ég lét gabbast af hamborgaratilboði dagsins, sem samanstóð af einum sveittum, með linu brauði, eggi, frönskum, salati og sósu. Bjálfaðist ekki til að skoða verðið se reyndist vera 1.050 krónur. Á sama tíma kostaði sami hammari 370 krónur í Hyrnunni sem hefur reyndar ekki orð á sér fyrir hagkvæm matarkaup.
Öllu skárra fannst mér að koma í Brúarskálann, þar sem persónulegt, þægilegt viðmót og nema síðustu árin eftir að eigendur Staðarskála keyptu. Eftir það fór glansinn af og allt drabbaðist niður. Vonandi bera N1 menn gæfu til að reka þetta með þeirri þjónustulund sem áður einkenndi starfsfólk Brúarskálans.
Að síðustu legg ég til að nýji skálinn verði í framtíðinni kallaður Brúarskáli. Einfalt mál hann stendur við brúarsporðinn.
Gamli Staðarskálaandinn fylgir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eins og flestir aðrir hef ég gjarnan áð í Staðarskála á þeysingi norður og norðan. Kannski fengið mér kaffibolla, oftar þó pulsumöllu og abisín og verið fljótur að kingja því. Hef reyndar dálítið komist upp á að stansa heldur í Víðihlíð, það er einhvern veginn persónulegri staður en Staður.
Gisti einu sinni í kjallaranum í gamla Staðarskála. Það fór vel um mig. Ég ætlaði snemma af stað og fór upp til að gera upp um sjöleytið um morguninn. Þá fór hið æsilegasta þjófavarnakerfi í gang og Magnús ráfaði fram úr fleti sínu með aðra löpp í skálminni til að sansa kerfið, var hálf önugur á eftir meðan ég gerði hreint fyrir mínum dyrum.
Sigurður Hreiðar, 26.9.2008 kl. 09:29
Ég kom að Stað fyrst 1954. Þar var þar þá bensínsala ,lítill skúr með handdælu.
Ég var í fylgd með Bergi Arnbjörnssyni, sem er föðurbróðir minn og Geir Bachmann bifreiðareftirlitsmönnum.
Það hefur alltaf verið gott að koma að Staðarskála. Fólkið sem rak þennan stað hefur alltaf verið boðið og búið að hjálpa, hvernig sem viðraði eða hvenær sólarhrings sem var.
Ófáir eru þeir ferðalangar sem hafa komið þangað hraktir í vondum veðrum eða þurft að bíða vegna þess að Holtavörðuheiði var ófær eða manndrápsbylur á heiðinni.
Þessu dugnaðarfólki færi ég mínar bestu þakkir fyrir störf þeirra að standa vaktina í hálfa öld.
Þorsteinn H. Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 10:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.