Bara byrjunin

Búast má við að sú orðræða sem nú hefur farið af stað með "játningum" Jóhanns R. Benediktssonar sé rétt að byrja. Þátt fyrir viðleitni Björns Bjarnasonar að bæta umhverfi löggæslunnar í landinu sé gáðra gjalda verð fer ekki fram hjá nokkrum manni það ófremdarástand í löggæslumálum.
Hver yfirmaðurinn eftir annan kvartar og kveinar undan fjármuna- og mannaflaskorti. Hinn almenni lögreglumaður kvartar líka og sýnir það í verki með því að flýja stéttina. Eftir sitja eldri lögreglumenn svo og þeir yngstu, sumir óskólagengnir.
Samhliða þessu hefur virðing almennings fyrir lögreglu hrapað og vandséð hvernig hún verður sótt aftur. Varla verður það með kjánalegum tilburðum ríkislögreglustjórans sem vill steypa öllum lögregluliðum landsins í eitt undir sína stjórn. Það er reyndar óskiljanlegt að á meðan einhver alsprækasti lögeglustjóri landsins er "hrakinn" úr starfi á grundvelli "5 ára reglunnar" skuli ríkislögreglustjóri sitja óhreyfður í embætti síðustu 11 ár. Gildir 5 ára reglan ekki um þann umdeilda mann hvers embætti hefur breyst mera á þessum tíma en flest önnur?
Það er sorglegt að sjá hvernig málum er komið og BB virðist vera að missa öll tök á viðfangsefninu. Hvenær skyldi röðin koma að Stefáni Eiríkssyni, alla vega virðist hann ekki vera að rekast vel í hjörðinni. Allir virðast vera skíthræddir við ríkislögreglustjórann nema ef vera skyldu menn eins og Jói Ben og gamli lyftingajaxlinn, Óskar Sigurpálsson, formaður Lögeglufélags Reykjavíkur sem sagði bara það sem almennir lögreglumenn hugsa og tala um sín á milli.
Það fara menn sem geta og þora.


mbl.is Stóryrði og hrakspár Jóhanns „óvenjulegar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já BB er á hraðgöngu með hrís í sitt eigið bál.

Það verður lítil eftirsjá í honum.

hilmar jónssom (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 19:45

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Já, það er rétt að allir virðast vera hræddir við  þennan  Ríksislögreglustjóra!  hann er asni , gamall kunningi BB og fékk vinnu við þetta af því að hann kann ekki neitt. ..

Hann er hálfviti! Það vita það allir lögreglumenn í Reykjavík! 

Óskar Arnórsson, 28.9.2008 kl. 23:41

3 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Á yngri árum var ríkislögreglustjóri uppnefndur "Ríkisböðullinn" af jafnöldrum sínum og kollegum í stjórnarráðinu, vegna tengsla við betrunarhúsakerfið. Þetta var náttúrlega létt spaug og sprell hjá strákum sem voru saman í Háskólanum. Ætli menn séu farnir að trúa á nafnið?

Flosi Kristjánsson, 29.9.2008 kl. 13:28

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sigurjon Sigurdsson f.v. logreglustjori, ef eg man nafnid rett var einn ad thessum nasistum sem studdu bladid Island a sinum tima...

Óskar Arnórsson, 30.9.2008 kl. 03:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband