Svona gera menn ekki

Þessi orð sagði "ónefndur" stjórnmálaskörungur þegar honum ofbauð framganga samráðherra síns varðandi skattlagningu barna.

Mér sýnist hér vera gróft mannréttindabrot á ferðinni svo ekki sé talað um almenna miskunnsemi í garð minni máttar.  Hingað til hefur stjórnvöldum verið í lófa lagið að redda alls kyns íþróttamönnum ríkisborgararétt auk þess sem vart þarf að rifja upp hraðafgreiðslur til Bobby Fisher heitins og VIP afgreiðslu til tengdadóttur þáverandi umhverfisráðherra.

Ég skora á forsætis- og utanríkisráðherra að taka nú málin í sínar hendur, taka við manninum aftur og veita honum landvistarleyfi af mannúðarástæðum og síðan reddar alþingi honum ríkisborgararétti þegar það kemur saman í haust.

Aðrar eins "barbabrellur" hafa nú verið framkvæmdar eins og ofangreind dæmi sanna.

Svo hvet ég alla til að skrifa undir áskorun til dómsmálaráðherra sem finna má hér:  http://www.thepetitionsite.com/1/PaulRamses

Við getum líka sýnt samstöðu með því að mæta fyrir utan Arnarhvol (dómsmálaráðuneytið) milli 12-13 í dag.


mbl.is Fjölskyldu fleygt úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Sveinn,

Ég verð að vera þér gjörsamlega ósammála í þessu máli. Við getum ekki farið að setja það fordæmi hér, að hingað sé hægt að smygla sér ólöglega inn í landið. Á fölskum forsendum og farið síðan fram á að fá hér hæli. Slíka ormagryfju ættum við að forðast að opna. Ég veit ekki betur en að ástandið í Kenya sé bara orðið ágætt núna eftir að samkomulag náðist milli fylkinga í landinu sem hefur bundið enda á átökin.

Málið er að ef við hleypum þessum manni inn í landið þá hefur fordæmi skapast. Byggt á því fordæmi þá bíða milljónir manna þess að fá að komast hingað af mannúðar ástæðum sem og efnahagslegum. Getum við staðið undir því? í hvaða stöðu verðum við þá til þess að hafna umsókn allra Darfúrbúa um hæli hér, eða Afgana, Srí Lankabúa eða hvaða fólks sem er, sem búa á átakasvæðum í dag? Ofan á þetta bætist að í Kenya er ástandið orðið ásættanlega að mati alþjóðastofnanna sem meta öryggisástand landa. þannig að þá er skilgreiningin orðin ennþá víðari fyrir þá sem hér vilja sækja um hæli. 

Mitt álit er það að við ættum frekar að hjálpa þessum manni til þess að komast heim til sín þar sem stórfjölskylda hans býr og sjá til þess að stjórnvöld í Kenya taki vel á móti honum.

Kv,

Umhugsun.

umhugsun (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 11:32

2 Smámynd: Landfari

Þessi ónefndi stjórnmálaskörungur var nú að vitna í annan þegar hann lét þessi orð falla. Tilefnið var að samráðherra hans var að bakka upp embættismann sem var að framfylgja lögum sem stjórnmálamenn báru ábyrgð á.

Ástæða þess að þetta komst í hámæli var að þetta snerti alla prentfjölmiðla landisins sem höfðu komist upp með það árum saman að borga engin lauantengd göld af launum blaðburðar"barna" og vildu gjarnan sleppa við þær greiðslur áfram.

Það var ekkert sem réttlætti að kerrustrákur í Hagkaup skyldi greiða skatta af sínum launum en ekki sá sem bar út Moggann. Auk þess sem blaðburðar"börn" eru nú ekki öll börn.

Hér voru fjölmiðlar að verja sína hagsmuni og beittu börnum fyrir sig og þessi ónefndi stjórnmálamaður sýndi þarna af sér lítilmannlega framkomu sem mun lengi verða í minnum höfð. Þett er eiginlega smánarblettur á annars glæstum stjórnmálferli viðkomandi.

Annars er ég sammála þér að mér finnst það óverjandi að honum skuli vísða úr landi án þess að mál hans séu skoðuð. Ég kalla eftir rökstuðningi fyrir þessari ákvörðun.

Landfari, 4.7.2008 kl. 12:02

3 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Umhugsun.  Það sem ég er fyrst og fremst að benda á ekki er sama Jón og séra Jón í þessum málum.  Sumir eru "shjanghæjaðir" og sóttir í aðrar heimsálfur með nýprentuð vegabréf á meðan þeim sem eru í virkilegri nauð eru sendir aftur úr landi. 

Í þessu tilfelli er um það að ræða.  Ástandi í Kenía er ekki gott, mikil ólga er enn í landinu, sérstaklega í Nairobi og héruðunum þar í kring.  Fjöldi stjórnarandstæðinga hafa verið hraktir frá heimilium sínum og margir hafa horfið sporlaust.  Framkvæmd samninga hefur að vísu aðeins lagað ástandið.  Annað er að maðurinn var ekki að koma ólöglega inn í landið.  Það eina sem hann hefur til saka unnið er dirfast að sækja hér um hæli.

Mjög fáa pólitíska flóttamenn rekur á fjörur okkar.  Það segir ákveðna sögu að einungis tveir þeirra skulu hafa fengið hér hæli.  Eru menn búnir að gleyma sögunni um miskunnsama Samverjann?

Vissulega eru reglur reglur.  En sums staðar enda þær.  Og  hvað tekur þá við?  Er það ekki heilbrigð skynsemi, innsæi og góðvild?  Mér finnst verulega skorta þar á.

Umhugsun.  Yfirleitt svara ég ekki þeim sem hafa ekki kjark til að koma fram undir nafni og standa við skoðanir sínar.  Samt geri ég undantekningu nú, ekki þín vegna heldur annarra lesenda.

Sveinn Ingi Lýðsson, 4.7.2008 kl. 12:28

4 Smámynd: tatum

Hvernig farið hefur verið með Paul af yfirvöldum hér á landi lyktar illa!  Getur verið að umsókn í öryggisráðið spili þarna eitthvað inní? Draumaverkefni "stjórnarráðsparsins" búið að eyða ómældum fjármunum í það?  Hvernig ætlar þessi ríkisstjórn að taka á móti flóttamönnum til landsins sem er verið að bjarga frá ömurlegum aðstæðum?  Og á sama tíma að senda Paul í dauðann?  Hann hefði fengið ríkisfang hefði hann spilað góðan handbolta! verið tengdasonur ráðherra! verið skáknillingur!  Ég hef bara eina spurnigu til stjórnarparsins; Er þetta þakklæti ykkar til Paul´s fyrir þau störf sem hann hjálpaði ykkur við? (ef ég hef skilið fréttir rétt var hann innan handar við ýmis verk í þágu okkar m.a. í sínu heimalandi og þess vegna er hann kominn á dauðalista).  Það hefði líka mátt fara millileiðina og veita honum tímabundið landvistarleyfi, leyfa þeim hjónum að njóta samvista saman með litla drenginn sem nýlega hefur litið þennan heim.

tatum, 5.7.2008 kl. 08:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband