Öfgafólk kemur óorði á trúna

Þetta sýnir okkur svo ekki verður um villst að engu máli skiptir hvað trúin heitir.  Öfgafólk og bókstafstrúarmenn koma alltaf óorði á hana, íslam, kristni eða hvað þetta heitir nú allt svo ekki sé minnst á alla sérhópana sem hverjir um sig túlka bókstafinn hver á sinn hátt.

Múslimar brugðust ókvæða við sakleysislegum skopmyndum af spámanninum, fóru um með eldi og háreisti, kristinn sértrúnarhópur lútherskra sleppti sér þegar Spaugstofan gerði grín að krossfestingunni um árið og núna bregðast kaþólikkar ókvæða við auglýsingum Símans.  Persónulega finnst mér auglýsingin skemmtileg og hittir vel í mark.

Ég velti hins vegar fyrir mér hvar mörkin liggja milli vanlætingar og fánabrenna.  Ætli það sé ekki næst? 


mbl.is Segja upp viðskiptum við Símann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Islamistar eru klárlega öfgasinnuðustu bókstafstrúarmenn okkar tíma og svo stjórnsamir að þegar þeir flytja til vesturlanda, þá stafar vesturlandabúum oft veruleg hætta af þeim.

Stefán (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 09:18

2 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Ég veit ekki, finnst okkur það ekki bara vegna þess að ólíkir menningarheimar rekast á.  Ég þekki hins vegar af eigin reynslu að múslimum yfir höfuð finnast margir siðir okkar og venjur jafnast á við versta barbarisma.

Það eru fordómar á báða bóga.  Fáfræði og fjarlægðin ala þá af sér eins og púka á fjósbita.  Mér finnst það hins vegar alveg kýrskýrt að flytji fólk af öðrum menningarheimum hingað til vesturlanda þá skuli það skilyrðislaust laga sig að okkar venjum og siðum, nákvæmlega eins og ég þarf að gera kysi ég að búa meðal múslima, hindú, búddista svo eitthvað sé nefnt.

Aldrei verður samt af kristnum skafnar þær illyrmislegu ofsóknir, kúgun og tilraunir til útrýmingar sem sérstaklega múslimar hafa sætt og aldrei sem nú, stjórnað af öfgabókstafstrúarmanninum Geore W. Bush.  Það á eftir að taka okkur aldir að skafa þann blett af okkur Vesturlandabúum.

Sveinn Ingi Lýðsson, 5.6.2008 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband