Kaupþing - Ekki fyrir gangandi

Afar ánægulegt er að sjá hvað bankanum mínum gengur vel.  795. sæti yfir stærstu fyrirtæki heims.  Hvorki meira né minna.  Forbes hlýtur að hafa rétt fyrir sér.  Bankanum mínum segi ég þó ég eigi ekkert í honum.  Samt er ég búinn að vera viðskiptavinur hans í meira en 30 ár og við búnir að þola saman súrt og sætt.

Það er sennilega svo að í svona stórfyrirtæki koma engir gangandi enda var bílaflotinn fyrir utan samsettur úr Porsche, Mercedes, BMW, Range Rover og öðrum álíka.  Byggingin sem er upprisin í Borgartúninu er líka stórglæsileg en ef þú er gangandi lesandi góður er betra að halda sig á gangstéttinni hinu megin, ég meina sparisjóðsmegin.  Og ástæðan er þessi.

DSC001552

Sjötíu sentimetra djúp gryfja.  Engin brú og engar viðvaranir.  Sennilega eru fáir fatlaðir á ferð þarna enda matarúthlutun Hjálparstofnunar kirkjunnar í næstu götu.  Sennilega eru engir heldur á ferð eftir að skyggja tekur á kvöldin.

Er ekki bara öllum sama.  Það hlýtur að var því svona er þetta búið að vera í lengri tíma.

Kaaaaauupppthhhing hefur góðan BYR.

Hinu megin við götuna.


mbl.is Kaupþing 795. stærsta fyrirtæki heims að mati Forbes
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Góóóóóðððður....átt örugglega inni prik ....."Hinu megin við götuna"

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 13.4.2007 kl. 09:54

2 identicon

kem þessu áleiðis.

starfsmaður Kaupþings (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband