Vistvænum mönnum best að lifa eða hvað?

Jæja, þá er eins og borgaryfirvöld sé aðeins að rumska af þeim Þyrnirósarsvefni sem þau hafa verið haldin síðustu ár.  Þá á ég bæði við núverandi og fyrrverandi meirihluta.  Að sjá tillögur í þessa átt er fagnaðarefni en við lestur þessarar fréttar vöknuðu nokkrar spurningar:

1.  Í fréttinni er talað um vistvæna bíla.  Hverjir eru þeir?  Ég minnist þess að hafa séð frétt nú nýverið í Bílablaði Morgunblaðsins að Kaliforníuríki hafi viðurkennt 8 bílgerðir sem vistvænar í því ágæta ríki.  Allt voru þetta dísilbílar að einum undanskildum sem er svokallaður tvinn-bíll.  Ég sé fyrir mér sem vistvæna bíla sparneytna dísilbíla, metangasbíla, tvinn-bíla og rafbíla.  Þó heyrast efasemdarraddir um hversu vistvænir rafbílar og tvinnbílar eru þar sem mikil mengun fylgir bæði framleiðslu rafgeyma svo og förgun þeirra.   Gaman væri að fá skýrar og greinargóðar upplýsingar um þetta. 

2.  Af hverju stíga menn ekki skrefið til fulls og gera Austurvöll að meðtöldu Pósthússtræti auk Austurstrætis að göngugötum.  Hugsanlega gæti það komið einhverju lífi í þessar götur á ný.  Svo er spurning hvað teljast góðviðrisdagar.  Hvaða mælikvarði verður notaður á það?

3.   Á Akureyri hafa bæjaryfirvöld boðið upp á gjaldfríar strætisvagnaferðir.  Því ekki að gera það á höfuðborgarvæðinu og miða ekki bara við námsfólk.  Einnig þarf að auka ferðatíðni þannig að strætó verði raunhæfur kostur í samgöngumálum.   Með því að mætti spara stórar fjárhæðir í nýframkvæmdum í gatnagerð.  Mun meiri fjárhæðir en kostar að reka strætó.

4.  Gott mál að bæta göngu- og hjólreiðastíga.  Þeir hafa hingað til ekki verið samgöngumiðaðir.  Hvernig væri að setja það sem markmið að hjólreiðastígar séu meðfram öllum stofn og tengibrautum í gatnakerfinu.  Líka að stígarnir verði samræmdir milli sveitarfélaga svo ekki verði rekist á torfærur eins og Kópavogurinn er í dag.

Hvað aðrar tillögur borgarstjórnar varðar sýnast mér þær allar vera hið besta mál.  Vonandi verða nú hendur látnar standa fram úr ermum.

Gísli Marteinn og félagar.  Sýnið að þið séuð traustsins verð og komið þessum hugmyndum á koppinn.  

Gísli Marteinn og félagar.  Til að hið nýja vistvæna yfirbragð fá nú á sig sanna og trúverðuga mynd þá legg ég til að hætt verði við hina arfageggjuðu eiturherferð á hendur sílamáfum.  

Svo var nú það. 

 


mbl.is Ókeypis í bílastæði fyrir vistvæna bíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband