Færsluflokkur: Vefurinn
Mánudagur, 12. janúar 2009
Lokað fyrir opna umræðu íbúa Álftaness
Af gefnu tilefni hef ég sent forseta bæjarstjórnar Álftaness bréf með ósk um að opnað verði á þá lifandi lýðræðislegu umræðu sem hefur átt sér stað á spjallsvæði heimasíðu sveitarfélagsins. Í síðustu bloggfærslu minni tilgreini ég ástæður lokunar vefsins.
Nú þegar málið er upplýst gerum við íbúar á Álftanesi kröfu um að spjallsvæðið verði opnað aftur. Í því ljósi skrifaði ég eftirfarandi bréf:
Sveitarfélagið Álftanes
b/t forseta bæjarstjórnar
Bjarnastöðum
225 Álftanes
Efni: Spjallvefur heimasíðu Sveitarfélagsins Álftaness.
Undanfarin ár hefur verið rekinn spjallvefur á heimasíðu Sveitarfélagsins Álftaness. Þessi vefur hefur verið notaður til alls kyns umræðu um málefni sveitarfélagsins, tilkynningar og nánast um hvað eina sem fólki hefur legið á hjarta.
Opin gagnsæ umræða er af hinu góða og er í fullu samræmi við stefnuskrár Á og D lista sem nú skipa bæjarstjórn. Miklar deilur hafa verið um stjórnsýslu og gjörðir meirihluta og minnihluta bæjarstjórnar á undanförnum árum. Því er brýnna en ella að halda opinni gagnrýninni umræðu á almennum vettvangi. Til þess eru m.a. spjallvefir nytsamlegir og til þess fallnir að styrkja lýðræði í verki.
Fyrir nokkrum vikum var spjallvefnum lokað. Ástæða þess er flestum kunn. Þar hafði einstaklingur stigið út fyrir mörk hins boðlega og birt ósvífið níð um nafngreint fólk sem hafði það eitt til saka unnið að eignast eftirsótta lóð og viljað byggja á henni. Ekki er ástæða til að rekja þá sorgarsögu frekar í þessu bréfi.
Af einhverjum ástæðum brugðust ábyrgðarmenn heimasíðunnar við með því að loka spjallvefnum í stað þess að fjarlægja fyrrgreint níð. Lögreglurannsókn mun síðan hafa leitt í ljós hver var höfundur níðskrifanna.
Með tilliti til þess að málið er nú upplýst skora ég undirritaður íbúi í Sveitarfélaginu Álftanesi á ábyrgðarmenn heimasíðunnar að opna nú aftur umræddan spjallvef. Hann er nánast eini vettvangur íbúanna til beinna skoðanaskipta þar sem ekki er nein blaðaútgáfa fyrir hendi í sveitarfélaginu.
Oft var þörf en nú er nauðsyn.
Álftanesi 12. jan. 2009
Sveinn Ingi Lýðsson kt. 100355-2219
Kirkjubrekku 22.
Afrit sent:
Bæjarfulltrúum
Fjölmiðlum
Þeim sem hafa áhuga er velkomið að nýta sér texta bréfsins og senda viðkomandi bréflega, í faxi eða tölvupósti.
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 10. janúar 2009
Spilling á Álftanesi?
Vefurinn | Breytt 12.1.2009 kl. 11:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 9. janúar 2009
Björn Bjarnason að láta af embætti?
Þrálátur orðrómur hefur verið um að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra muni segja af sér ráðherradómi fyrr en síðar. Þessi frétt birtist síðan á visi.is þar sem Björn svarar aðspurður að alltaf hafi legið ljóst fyrir að hann myndi ekki sitja út kjörtímabilið.
Varla er Björn að axla sín skinn vegna Íslandshrunsins. Örugglega eru ráðherrar þar sem væri sæmra en Birni. Björn hefur verið mjög umdeildur sem ráðherra og margir sýnt lítinn skilning á stjórnarathöfnum hans. Þó að sumar gjörðir hans orki vissulega tvímælis er í mínum huga ljóst að Björn hefur lyft grettistaki í málefnum löggæslunnar. Lögregluna hefur hann fært í mun skilvirkara og nútímalegra horf. Hann hefur einnig sýnt bæði skilning og framsýni með því að efla sérsveit og búnað lögreglu í ljósi gjörbreyttrar heimsmyndar.
Björn er ekki allra og örugglega munu einhverjir segja að þar hafi farið fé betra. Það tek ég ekki undir og heilstætt séð hefur hann verið einhver besti ráðherra lögreglumála síðustu áratuga. Þetta þekki ég vel eftir langa reynslu í lögreglunni fram til aldamóta en til fjölda ára þar á undan var aðbúnaður og tækjakostur lögreglu nánast því aftan úr grárri forneskju.
Birni óska ég velfarnaðar í hverju því sem hann mun taka sér fyrir hendur.
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 7. janúar 2009
Braskarar í útgerðarstétt missa fiskveiðiheimildir í hendur útlendinga.
Hvernig stendur á þessari skelfilegu skuldsetningu í íslenskum sjávarútvegi. Ein helstu rök andstæðinga ESB hafa verið að eignarhaldið fiskveiðiréttarins megi ekki færast til útlendinga. Þá spyr ég: Hefur það ekki færst sjálfkrafa með kvótabraski, tilheyrandi skuldsetningu sem nú kemur illa í hausinn á bröskurnum? Hverjir eiga veðkröfurnar í þrotabú bankanna? Skyldu þeir vera einhverjir ótætis útlendingar?
Er þá ekki ljóst að raunverulegt eignarhald á fiskveiðiréttinum á Íslandsmiðum er komið í hendur erlendra? Ef svo er eru þá ekki rökin gegn ESB aðild fokin fjalla til? Ég get ekki betur séð en ef eignarhaldið eigi að haldast innanlands að ríkið verði að leysa til sína aflaheimildir og sjá til þess að veð útlendinga í veiðiréttinum verði greiddar.
Annað tveggja gerum við það núna strax eða aldrei.
Erlendir bankar með veð í kvóta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 10. nóvember 2008
Heiðarleiki stjórnmálamanns - Bjarna klúður Harðarsonar
Sér svo færi á koma klámhöggi á Valgerði sem lendir beint í eigin andliti. Þetta lýsir reyndar í hnotskurn íslenskum stjórnmálamönnum sem eru upp til hópa gjörspilltir eiginhagsmunaseggir. Bjarni á ekki annan kost en segja af sér strax í fyrramálið og biðjast opinberlega afsökunar.
Jólabókasalan er að byrja og best hjá Bjarna og fara aftur í bókabúðina sína.
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 26. febrúar 2008
Dómur fallinn. Umhugsunarefni fyrir þá bloggara sem fóru offari í þvagleggsmálinu
Mér finnst þessi dómur alveg í samræmi við tilefnið og óska Ómari til hamingu. Það gengur ekki að "ofbeldismenn" bloggsins fari þar hamförum gegn nafngreindum einstaklingum eða fjölskyldum þeirra. Því hlýtur það að vera umhugsunarefni fyrir þá bloggara sem aftur og aftur tröðkuðu á mönnum sem voru að vinna skyldustörf í svokölluðu "þvagleggsmáli".
Nú hefur dómur fallið í þvagleggsmálinu og má lesa dóminn í heild sinni á þessari slóð: http://domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=S200700275&Domur=4&type=1&Serial=1&Words=
Í dómnum kemur sannleikurinn fram. Allra leiða var leitað til að framkvæma þvagtökuna með eins vægum úrræðum og kostur var. Margir bloggararar hreinlega töpuðu sér í þessari umræðu og jusu óþverranum í allar áttir. Það var eins og fólk gerði sér ekki grein fyrir hverjar skyldur lögreglu eru í svona málum. Skyldur - ekki heimild. Það er mjög ítarlega farið ofan í skyldur löreglu við aðstæður sem þessar. Að sjálfsögðu var líka margt skynsamlegt sagt í umræðunni en því miður drukknuðu þær raddir í ofbeldisfullum fáfræðislegum skrifum sumra sem ég ætla ekki að nafngreina hér. Þeir taki sneið sem eiga.
Sekur um meiðyrði á bloggi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 21:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Þriðjudagur, 2. október 2007
Blogg um blogg og bloggleiki - Tillaga til ritstjórnar
Núna ætla ég að brjóta loforð sem ég gaf sjálfum mér og öðrum en það var að ég skyldi aldrei blogga um bloggið. Er þá hægt að komast lengra í vitleysunni en blogga um blogg? Til að gera langa sögu stutta þá hefur ritstjórn bloggsins auðvelda' lesendum aðgengi að því sem efst er á baugi í bloggheimum með því að skipta færslum niður í flokka, ný blogg, heit blogg, vinsæl blogg o.sv.frv.
Nú ber svo við að þegar heitabloggs dálkurinn er opnaður þá blasa þar við 24 færslur. Helmingur þessara færslna eða 12 snúast um leik sem ágætur bloggverji, Kalli Tomm, ýtti úr vör fyrir nokkru. Ekki það að þessi leikur eigi ekki rétt á sér. Síður en svo. Hins vegar er hann orðinn svo útbreiddur og kvíslast um allt moggabloggið að hann lítur orðið út eins og einhvert æxli.
Ég legg því til við ritstjórn bloggsins og búinn verði til sér dálkur fyrir bloggleiki. Þar hafa þá þeir sitt sem þar hafa áhugann en truflar aðra minna sem eru kannski á svolítið öðrum nótum.