Lokað fyrir opna umræðu íbúa Álftaness

Af gefnu tilefni hef ég sent forseta bæjarstjórnar Álftaness bréf með ósk um að opnað verði á þá lifandi lýðræðislegu umræðu sem hefur átt sér stað á spjallsvæði heimasíðu sveitarfélagsins.  Í síðustu bloggfærslu minni tilgreini ég ástæður lokunar vefsins.

Nú þegar málið er upplýst gerum við íbúar á Álftanesi kröfu um að spjallsvæðið verði opnað aftur.  Í því ljósi skrifaði ég eftirfarandi bréf:

Sveitarfélagið Álftanes

b/t forseta bæjarstjórnar

Bjarnastöðum

225 Álftanes

 

 

 

 

Efni:  Spjallvefur heimasíðu Sveitarfélagsins Álftaness.

 

Undanfarin ár hefur verið rekinn spjallvefur á heimasíðu Sveitarfélagsins Álftaness.  Þessi vefur hefur verið notaður til alls kyns umræðu um málefni sveitarfélagsins, tilkynningar og nánast um hvað eina sem fólki hefur legið á hjarta. 

 

Opin gagnsæ umræða er af hinu góða og er í fullu samræmi við stefnuskrár Á og D lista sem nú skipa bæjarstjórn.  Miklar deilur hafa verið um stjórnsýslu og gjörðir meirihluta og minnihluta bæjarstjórnar á undanförnum árum.  Því er brýnna en ella að halda opinni gagnrýninni umræðu á almennum vettvangi.  Til þess eru m.a. spjallvefir nytsamlegir og til þess fallnir að styrkja lýðræði í verki.

 

Fyrir nokkrum vikum var spjallvefnum lokað.  Ástæða þess er flestum kunn.  Þar hafði einstaklingur stigið út fyrir mörk hins boðlega og birt ósvífið níð um nafngreint fólk sem hafði það eitt til saka unnið að eignast eftirsótta lóð og viljað byggja á henni.  Ekki er ástæða til að rekja þá sorgarsögu frekar í þessu bréfi.

 

Af einhverjum ástæðum brugðust ábyrgðarmenn heimasíðunnar við með því að loka spjallvefnum í stað þess að fjarlægja fyrrgreint níð.  Lögreglurannsókn mun síðan hafa leitt í ljós hver var höfundur níðskrifanna.

 

Með tilliti til þess að málið er nú upplýst skora ég undirritaður íbúi í Sveitarfélaginu Álftanesi á ábyrgðarmenn heimasíðunnar að opna nú aftur umræddan spjallvef.  Hann er nánast eini vettvangur íbúanna til beinna skoðanaskipta þar sem ekki er nein blaðaútgáfa fyrir hendi í sveitarfélaginu.

 

Oft var þörf en nú er nauðsyn.

 

Álftanesi 12. jan. 2009

 

 

 

Sveinn Ingi Lýðsson kt. 100355-2219

Kirkjubrekku 22.

 

Afrit sent:

Bæjarfulltrúum

Fjölmiðlum

  Þeim sem hafa áhuga er velkomið að nýta sér texta bréfsins og senda viðkomandi bréflega, í faxi eða tölvupósti.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband