Álftanes. Nei, það var greinilega ekki nóg komið kæri bæjarstjóri.

Það er gengið rösklega til verkanna nú hér á Álftanesinu.  Ég var varla búinn að fletta Á-málgagni bæjarstjórans þar sem hann lét okkur af lítillæti sínu vita af væntanlegri skoðanakönnun um ágæti miðsvæðisins sem við myndum eiga von á einhvertíma á næstunni.  Ágætt að láta lýðinn vita hvað þetta sé nú allt flott og fínt og allir svo ofboðslega mikið sammála.  Bara smá álitamál um eitthvað smávægileg, alls ekki neinn ágreiningur um grundvallaratriði segir bæjarstjórinn.

Sólarhring eftir útburð Á-málgagnsins skall skoðanakönnunin á:  Já, og því líkar snilldarpurningar.  Þar er spurt um "álitamálin" en alls ekki neitt af grundvallaratriðunum.  Spurningar mjög leiðandi og skipulag úthringinga í molum, alla vega veit ég að á tveim heimilum var hringt oftar en einu sinni í sömu manneskjuna.  Capacent Gallup framkvæmir þessa skoðanakönnun.  Ég hélt reyndar í einfeldni minni að þeir væru vandari að virðingu sinni en þetta.

Það verður að gera þá kröfu að íbúar fái að vita eftirfarandi:

  • Hver samdi spurningarnar?
  • Af hverju var ekki spurt um heita málið? þ.e. breytt skipulag umferðar með lokun Breiðumýrar og stóra umferðargötu gegn um svæðið.
  • Hvað var úrtakið stórt?
  • Af hverju var hringt oftar en einu sinni í suma íbúa?
  • Hver var svörunin og hverjar urðu niðurstöður könnunarinnar?
Það er ekki mikið lýðræði fólgið í að bara annarri hliðinni sé snúið að íbúunum.  Það verða allir að eiga jafnan grundvöll að kynna og viðra sínar skoðanir.  Það er hrein og klár misnotkun á valdi bæjarstjórans að nota skattpeninga okkar í annan eins áróðurspésa eins og þann sem var borinn í hús í gær.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bogi Jónsson

Það var hringt í mig í gærkvöldi vegna könnunarinnar. Ég verð nú að viðurkenna, þó að ég vilji fyrst og fremst að öll dýrin í skóginum verði vinir og að í ofanálagi er ég nú með langan fattara, að sumar spurningarnar voru verulega undarlegar og loðnar. Ég svaraði eftir bestu samvisku, eins og öðrum góðborgurum ber að gera

Bogi Jónsson, 16.11.2007 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband