Færsluflokkur: Spaugilegt

Loftur Altice í blysför

Einhvern veginn segir mér svo hugur um að hér fari blysfari nokkur, hugumlíkur þeim er gekk einn í hóp með eldinn til Jóhönnu í gær.

Þetta verður bara gaman.  Einn blysfari á dag, kemur skapinu í lag.


mbl.is Býður sig fram til formanns Sjálfstæðisflokks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjargráð skíðamanna í kreppustandi

Sýnir þetta ekki bara að íslendingar eru að læra að bjarga sér í kreppunni með ráðdeild og útsjónarsemi.  Annars væri gaman að sjá rekstrarreikning skíðasvæðanna og sjá hvað kortasala skilar í tekjum á móti útgjöldum og rekstri þessara svæða.

Einnig væri fróðlegt að fá upplýst hvað þetta áhugamál kostar skattgreiðendur á höfuðborgarsvæðinu. Það er merkilegt að hægt sé að moka fjármunum almennings til ákveðinna áhugamála sem virðast njóta velvildar pólitíkusa á meðan aðrar greinar almenningsíþrótta eru í algjöru fjársvelti.


mbl.is Vilja stöðva endursölu skíðapassa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Davíð, Davíð, "komdu fagnandi", frelsari vor.

Þá liggur hún klár á borðinu, hótunin sem Geir Hilmar hefur óttast mest af öllu.  Davíð opinberar í einhverju dönsku héraðsfréttablaði hótun sína að snúa aftur í pólítík.  Gott og vel, þetta var eins og margan grunaði.  Hæfileikar Davíðs til að vekja á sér athygli og verða miðpunktur umræðunnar eru einstakir.  Ég er alveg viss um að hann gæti átt mjög sterkt ”come back” í pólitíkina og lítið mál fyrir hann að velta Geir úr sessi.  Geir hefur ekki reynst sá leiðtogi sem við þörfnust, langt frá því.  Ákvarðanafælinn,  litlaus, skapstyggur auk þess augljósa að hafa látið undirmann sinn, sitjandi í Svörtuloftum svínbeygja sig.

Að sjálfsögðu hefði átt að vera búið að reka manninn.  Eru engin takmörk fyrir dellumakeríi hans í embætti seðlabankastjóra?  Í hvert einasta sinn sem hann hefur opnað munninn hefur þjóðin skolfið.  Ekki við manninn sjálfan heldur það sem út úr honum rennur.  Það var átakanlegt að horfa og hlusta á lítt dulbúnar hótanir, sjálfsbirging og dylgjur um menn og málefni.  Hræddur maður, úti í horni, sem reynir að verja sig með kjafti og klóm.  

Íslendingar hafa marga góða hæfileika.  Einn af þeim er hæfileikinn til að gleyma.  Annar er að fyrirgefa.  Hvoru tveggja sást vel þegar alþekktur tukthúslimur sem hafði orðið uppvís að þjófnaði, mútum og fjárdrætti, allt frá almenningi, átti magnaða endurkomu inn í pólítikina þar sem hæfileikar kjósenda í gleymsku og fyrirgefningu nutu sín til fulls.

Því er alveg viðbúið að það sama gildi um Davíð.  Hann hefur það þó fram yfir tutkhúsliminn að hafa haft verðskuldaða almannahylli á velmektardögum sínum.  Kostur við að endurkomu hans eru sá helstur að líklega mun hann ekki geta valdið þjóðinni jafn miklu tjóni og í embætti seðlabankastjóra.  

Gallarnir eru augljósir.  Hér er kominn maður sem þarf að hefna.  Og það grimmilega.  Undir grímu brandarakarlsins, gjörningameistarans glittir í vansæla, geðvonda smásál með einræðistilhneigingar.

 

„Þá hyggst ég hætta af sjálfsdáðum með sama hætti og ég gerði þegar ég lét af starfi forsætisráðherra. Verði ég hins vegar þvingaður úr starfi horfir málið allt öðruvísi við. Þá mun ég snúa aftur í stjórnmálin,“

 

Eru þessi orð ekki lýsandi fyrir hrokann, einsýnina og sjálfsbirginginn?

 

Ég bara spyr?


mbl.is Davíð: „Þá mun ég snúa aftur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kíkið á þetta - óborganlegur húmor!

Þessi snilldarplaköt ganga nú manna á milli.  Það er nauðsynlegt að leyfa sér að brosa og hlægja þótt margt bjáti á.  En húmorinn er beittur. 

Heiðarleiki stjórnmálamanns - Bjarna klúður Harðarsonar

Ég held ég muni aldrei eftir jafn snöggri gengisfellingu stjórnmálamanns eins og tölvupósklúður Bjarna Harðarsonar bloggvinar míns nú í kvöld. Hvað var Bjarni að hugsa, maðurinn sem prédikað hefur um hreinskiptni og heiðarleika í stjórnmálum.
Sér svo færi á koma klámhöggi á Valgerði sem lendir beint í eigin andliti. Þetta lýsir reyndar í hnotskurn íslenskum stjórnmálamönnum sem eru upp til hópa gjörspilltir eiginhagsmunaseggir. Bjarni á ekki annan kost en segja af sér strax í fyrramálið og biðjast opinberlega afsökunar.
Jólabókasalan er að byrja og best hjá Bjarna og fara aftur í bókabúðina sína.

Hagfræði fyrir byrjendur


  Í þorpi einu birtist maður og kvaðst vilja kaupa apa af þorpsbúum á 1000 krónur stykkið. Þar sem mikið var um apa í nágrenni þorpsins fóru þorpsbúar að veiða apana og selja manninum þá. Maðurinn keypti þúsundir apa af þorpsbúum á 1000 krónur.  Þegar framboðið fór að minnka bauðst maðurinn til að borga 2000 krónur fyrir apann. Aftur jókst framboðið um tíma, en síðan minnkaði það enn frekar og hætti loks alveg þar sem erfiðara var fyrir þorpsbúa að finna fleiri apa til að selja.
  Maðurinn tilkynnti þá að hann mundi borga 5000 krónur fyrir hvern apa sem hann fengi, en hann þyrfti að skreppa frá í smá tíma og aðstoðarmaður hans mundi sjá um kaupin á meðan. Eftir að maðurinn var farin hóaði aðstoðarmaðurinn þorpsbúum saman og bauðst til að selja þeim apana, sem voru geymdir í búrum, á 3500 krónur stykkið. Fólkið gæti svo þegar maðurinn kæmi aftur selt honum apana á 5000 krónur. Þorpsbúar söfnuðu saman öllu sínu sparifé og keyptu apana af aðstoðarmanninum. Síðan hefur ekkert spurst til mannsins eða aðstoðarmannsins.   Ofangreinda sögu fékk ég senda áðan.  Eftir að hafa lesið hana skildi ég allt í einu betur íslenska bankakerfið og hlutabréfamarkaðinn.

Fyrirbyggjandi viðhald?

Þrátt fyrir alvöru málsins er ekki hægt annað en brosa út í annað.  Mannanna verk eru aldrei fullkomin og til allrar hamingju varð ekki skaði af.  Elliði fékk hins vegar "fyrirbyggjandi viðhald".

Vona að öllum heilsist vel.


mbl.is Í þræðingu með hraði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband