Er ekki búið að finna upp hjólið? Hvað er "hestaíþrótt"?

Ótrúlega algengt að sjá fréttir um slasaða hestamenn sem björgunarliðar þurfa að sækja brotna og brákaða út um allar trissur. Ætli sé til einhvert áhættumat fyrir þessa tómstundaiðju? Reyndar hef ég aldrei skilið þessa áráttu manna að sitja klofvega upp á einhverju dýri og láta það hossast með sig milli staða. Þetta var kannski skiljanlegt á árum áður þegar þetta voru nánast einu samgöngutækin á landi.Það var í þá daga en fyrir rúmu árhundraði barst sú merka uppfinning, hjólið, til Íslands. Ferðamáti nútímans er mun þægilegri á hjólum, sérlega þegar þau eru undir glæsilegri sjálfrennireið.

Stundum er talað um hestaíþróttir. Vissulega eru þetta fallegar skepnur einkum þegar enginn maður er að riðlast á þeim. Svo má alltaf stunda hestaíþróttir með hníf og gaffli.

Það er ekki slæmt.

Svo vona ég að manninum fótbrotna heilsist sem allra best og passi sig vel ef hann fer aftur á bak.


mbl.is Hestamaður féll af baki og fótbrotnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Sveinn Ingi,

Góður 

En annars í sama anda,

Eftir að hafa verið á bremsulausm og hálf stýrislausum truntum sem stráklingur í sveit, þá kann ég betur að meta salttunnuna og Jón Dýra með stýri og bremsum í lagi.

 

kv

Einar

Einar Guðmannss. (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 23:08

2 identicon

þér að segja þá lítur þetta betur út en ég frétti þetta. ég þekki viðkomandi OG það þarf meira en þetta til að koma honum niður.

þér að segja þá er ég ekki að skilja fólk sem er að truntast á hjólum um fjöll og fyrnindi hvort sem með mótor eða ekki.

ég er að byrja aftur í hestamensku eftir ca 20 ára hlé og þér og öðrum sem að lesa þetta þá er þetta það besta sem nokkur maður getur komist í, ekkert er eins gaman og að vera á góðum hesti í góðum félagsskap uppá fjalli. 

til að skilja það sem ég er að tala um þá mæli ég með að þið prófið áður en þið dæmið, ekkert er eins gullið og tengsl milli manns og hests. 

Gísli (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 02:47

3 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Hestar eru frábær dýr og öllum hollt að vera í félagsskap þeirra. Það sem ég skil ekki er þörf manna að sitja klofvega á þeim og hossast um vegi og vegleysur.

Það er bæði virkilega óþægilegt (bæði fyrir hest og mann)og hættulegt eins og dæmin sanna.

Sammála þér Gísli með hjólin sem menn þeysa á með hávaðaskarki um fjöll og firnindi. Nú þegar eru þessir umhverfissóðar búnir að valda stórtjóni á viðkvæmum svæðum eins og víða má sjá að Reykjanesskaganum.

Sveinn Ingi Lýðsson, 7.8.2009 kl. 07:45

4 identicon

Hestamennska snýst ekki lengur um það að komast á milli staða.  Það er voðalega erfitt að útskýra hvað í þessu fellst fyrir þeim sem engan áhuga eða enga reynslu af hestum hafa.

Það er mjög misjafnt af hvaða ástæðum fólk stundar hestamennsku.  Sumir eru bara að hossast á bykkjum og hafa minnst vit á því sem er að gerast milli lappana á þeim á meðan aðrir eru að temja, þjálfa og keppa.  Enn aðrir eru bara í þessu til að rækta hross sér til gamans.

En af því þú talar um slysin sem fylgja þessu þá vil ég benda á að atvinnu hestamenn borga hæsta mögulega iðgjald fyrir slysatryggingar.  Þeir borga sama iðgjald og sjómenn enda teljast þessar tvær atvinnugreynar í hæsta flokki hvað varðar slysatíðni.   (var mér sagt einhverntímann þegar ég þurfti að kaupa mér slysatryggingu sem tamningamaður)

Hrafna (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 11:37

5 identicon

Þetta er alveg rétt hjá þér.Það er alveg hræðilegt að sjá hvernig þeir riðlast á kvöldmatnum

I Skulason (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 12:24

6 identicon

Maður getur nú dottið af baki, bara vegna þess að hesturinn er í hesta-látum eða einhverjum óróa. Það getur nú verið nóg að þetta sé svona.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband