Færsluflokkur: Löggæsla

Píslarvætti?

Til eru þau samfélög í heiminum þar sem eignarréttur er óljóst eða jafnvel fjarlægt hugtak. Eitt eiga þessi samfélög þó sameiginlegt: Þau eru talin mjög frumstæð í menningarlegu tilliti. Þessi samfélög er m.a. að finna á afskekktum svæðum S-Ameríku, í Mið-Afríku og Súmötru og Borneó.

Nú er því þannig farið í okkar samfélagi að eignarréttur er tiltölulega skýrt greindur og afmarkaður. Afnotaréttur er annað og þá yfirleitt háður samþykki þess er með eignarréttinn fer.Nú getur mönnum greint á hvers sé eignar- og eða afnotaréttur. Til að fá úr slíku skorið höfðum ákveðið að koma slíkum ágreiningi fyrir hjá dómstólum sem skera þar úr.

Það sem er að gerast á Vatnsstíg er að hópur fólks hefur tekið yfir ónotað hús; reyndar í annarra eigu og hefur hafið það sem hópurinn kallar nytjarétt.  Svo er að sjá að þarna fari fyrir harður kjarni ungmenna auk ýmissa nytsamra sakleysingja, sem beiti þessari aðferð til að efna til ágreinings og í framhaldi til slagsmála við lögreglu.  Þau vita sem er að lögreglu verður gert lögum samkvæmt að rýma húsið geri eigandi kröfu þar um.  Þar skiptir engu máli hvaða skoðun lögreglan eða lögreglumennirnir hafi á hústökuhópnum eða efnislegum gerðum þeirra.  Lögreglunnar er að halda uppi lögum og rétti.  

Að leika og geta leikið píslarvott virðist vera markmið hópsins og þar helgar tilgangurinn meðalið.

 


mbl.is Götuvirki hústökufólksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný vídd "bankarána"

Hugtökin "bankarán" og "bankaræningi" fá nýja vídd við lestur frétta undanfarinna daga.  Í næstu frétt segir frá afrekum lögreglunnar; Jú, þeir gómuðu kókosbolluþjófa í nótt!

Mér líður eins og ég sé staddur í miðri skáldsögu eftir Kafka.  


mbl.is Milljarðalán án áhættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband