Gamli góði Villi: Er ekki kominn tími til að hætta að syngja?

Í ljósi þeirra vandræða sem Gamli góði Villi hefur nú ratað í rifjaðist upp fyrir mér góð dæmisaga um lítinn fugl sem lagði af stað á köldum haustmorgni til heitari landa.  Allir hinir fuglarnir voru löngu flognir en fuglinn okkar drollað í reyniberjatrjánum lengur en góðu hófi gegndi.  Og honum var kalt á fluginu, ósköp kalt.  Honum var svo kalt að hann missti flugið og nauðlenti á sölnuðu túni.  Þar var nautahjörð á beit.  Stórt naut gekk til litla fuglsins og spurði hvað hann væri að gera þarna.  "Ó, mér er svo kalt og ég held að ég geti ekki flogið áfram og deyji hérna".  "Ég skal hlýja þér sagði nautið" sneri sér við og skeit stórri, risastórri kúadellu yfir litla fuglinn.  Hann greip andann á lofti og barðist um þar til hann gat stungið höfðinu upp úr dellunni.  Og þá fann hann hlýjuna úr kúadellunni umlykja sig allan og eftir smástund þá leið honum svo vel að hann fór að syngja hástöfum, svona rétt eins og það væri komið vor.  En svo var ekki.  Köttur bóndans heyrði sönginn og gekk út á túnið.  Þegar hann sá litla fuglinn fastann í kúadellunni spurði hann smjaðurslega hvað amaði að.  Litli fuglinn sagði honum alla söguna og sagðist vera pikkfastur í dellunni.  "Ég skal hjálpa þér" sagði kötturinn og veiddi litla fuglinn upp úr dellunni.  Þreif síðan af honum skítinn og það því búnu át hann fuglinn, mjálmaði af ánægju og hélt heim í hlýju bóndabæjarins.

Hvaða lærdóm getum við dregið af þessari sögu:  Jú, við skulum ekki vera að drolla.  Þeir sem gefa skít í mann þurfa ekki endilega að vera óvinir manns og þeir sem þykjast hjálpa og hreinsa af manni skítinn þurfa ekki endilega að vera vinir manns.  EN UMFRAM ALLT:  Ef maður er í djúpum skít er ekki skynsamlegt að hafa hátt!

Gamli góði Villi:  Hættu að syngja.  Það fer þér best nú. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég horfði á Bjarna Ármanns. og Gamla góða Villa í Kastljósi gærkvöldsins og hef rætt það sem þar fór fram við nokkra aðila í morgun. Þeir sem sáu Kastljósið eru allir sammála um að Villi hafi verið mun trúverugri en Bjarni, sem vægast sagt kom illa fyrir í gærkvöldi, var fölur, niðurlútur og tvísaga. Sagði ,, Ég hef ekkert grætt á þessu ", en sagði svo strax á eftir ,, jú, ég get skilið fólk sem gagnrýnir þennan 500 milljóna gróða minn ".

Stefán (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 09:10

2 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Stefán:  Ekki veit ég hvaða aðila þú ræðir við en á mínum vinnustað hef ég ekki heyrt einn einasta deila þessari skoðun með þér.  Ég held að flestir hafi fundið til með Villa sem greinilega átti vondan málstað að verja líkt og Bjarni sem ekki komst vel frá sínum þætti.  Málið er að hann búinn að rústa málstað sínum að vísu með hjálp hælbítanna í borgarstjórnarflokk Sjálfstæðismanna.

Í svona stöðu er bara eitt að gera:  Draga sig í hlé og það eins hljóðlega og vera má.

Sveinn Ingi Lýðsson, 16.10.2007 kl. 10:26

3 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Þetta er góð saga.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 16.10.2007 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband