Hjólreiðaáætlun. Verðum við ekki að samræma skipulag til að gera hjólreiðar að raunhæfum samgöngumáta?

Það er virðingarvert ef borgarstjórn Reykjavíkur ætlar að fara vinna áætlun um hjólreiðar sem raunhæfan valkost í samgöngum borgarinnar. Kannski á nú að fara gera eitthvað meira en tala fallega á umhverfisdögum og ráðstefnum.  Hingað til hefur verið litið á hjólreiðar sem eitthvað sport og þá helst fyrir börn og sérvitringa.  

En þá komum við alltaf að því sama.  Það eru SJÖ sveitarfélög sem mynda höfuðborgina.  SJÖ sveitarfélög, hvert með sitt skipulag og áherslur, oft algjörlega á skjön við skipulag nágrannasveitarfélagsins.  Fáum er þetta betur ljóst en hjólreiðamönnum sem ætla að hjóla milli bæjarfélaga.  Viti menn allt í einu endar stígurinn, þú þarf kannski að fara yfir fjölfarna umferðaræð og leita að einhverju framhaldi hinu megin.  Sem allsendis er óvíst að þú finnir nema vera því kunnugri á svæðinu.

Það er hreint óþolandi fyrir íbúa svæðisins að skipulag skuli ekki vera samræmt milli sveitarfélaganna hvort heldur er litið til samgangna eða ýmissa félagslegra þátta.  Einu sinni var til skipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins, kannski er hún til ennþá.  

Ég auglýsi eftir henni. 


mbl.is Samþykkt að vinna hjólreiðaáætlun fyrir Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bobotov

Eina leiðin til að þess að fremja valdarán gagnvart einkabílnum er að gera notkun hans dýrari. Íslendingar verða að gera sér grein fyrir því að aðstæður hérlendis eru á engan hátt frábrugðnar því sem gerist út í hinum siðmenntaða heimi.

Um leið og almenningur gerir sér grein fyrir því að það  sé óhagstætt (að það komi við buddu hvers og eins) að hver og einn aki til vinnu á einum bíl, þá lýkur þessari vitleysu! 

 Ég til dæmis hjólaði til vinnu í hafnarfirði frá heimili mínu á Seltjarnarnesi um nokkurra mánaða skeið.

Bobotov , 18.9.2007 kl. 21:15

2 Smámynd: Lára Bryndís Eggertsdóttir

Hahaha það var nú einn stærsti brandarinn á leið minni milli Reykjavíkur og Kópavogs í fyrra þegar kafsnjóaði og Reykjavík mokaði stíginn í Fossvoginum sín megin, Kópavogur sín megin, þar sem "landamærin" eru var svo himinhár skafl og ég þurfti að stíga af hjólinu og leiða það fram hjá...

Svo væri áhugavert að rannsaka hvað þarf oft að fara yfir Hafnarfjarðarveginn á leið milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar ef á að reyna að halda sig á gangstétt með fram götunni.

Lára Bryndís Eggertsdóttir, 18.9.2007 kl. 23:03

3 identicon

Páll V. Bjarnason arkitekt og fyrrverandi deildarstjóri Húsadeildar Minjasafns Reykjavíkur.

Ég sá um flutning á ÍR húsinu upp í Árbæjarsafn fyrir nokkrum árum og um það sá Þorsteinn Bergsson hjá Minjavernd. Húsið er stærsta, þyngsta og hæsta hús sem flutt hefur verið á landinu. Þar vorum við með besta og stærsta vagn hérlendis, þar sem hægt var að breyta hliðarhalla og fram- og afturhalla. Þetta gekk hægt en eins og í sögu, samt. Það er ótrúlegt hvað göturnar í bænum halla mikið , en þannig eru þær hannaðar, ekki fyrir flutning húsa heldur fyrir bílaumferð. Það var stoppað í beygjum og hallanum breytt, þannig að það gekk algerlega snurðulaust. Auðvitað þurfti að taka niður um 20 umferðarmerki og ljósastaura á leiðinni, sem Framkvæmdasvið Reykjavíkur lét okkur greiða formúu fyrir, þó að borgarstofnun ætti í hlut (Árbæjarsafn). Þegar ég las þessa frétt um flutning Hverfisgötu 44 þá var mín fyrsta hugsun eftir mína reynslu "hvers konar amatörar voru þarna að verki". Gott hjá þér að vekja athygli á þessu.

Páll V. Bjarnason arkitekt (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband