Eru ekki gerðar neinar kröfur til flytjandans áður en flutningsleyfi er veitt?

Hvernig ætli það sé.  Eru ekki gerðar neinar kröfur um verkþekkingu og tækjabúnað í svona flutningi?  Mér finnst þetta mál með ólíkindum.  Að flytja hús er vandaverk og ekki á færi nema kunnáttumanna.  Af fréttum má ætla svo ekki vera.   Einnig virðist vera sem tækjabúnaðurinn hafi ekki hæft verkefninu.  Vagnar til svona stórflutninga um ósléttar hallandi götur þarf að vera með stillanlegum hliðarhalla.  Slíkir vagnar eru til hér á landi auk þekkingar og reynslu framkvæmd flutninga sem þessara.  Af hverju var slíkur búnaður ekki notaður?

Getur hver sem er fengið leyfi til að transporta með stórflutninga á götum borgarinnar? 


mbl.is Ferðalagi húss lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hinn pirraði

Ég held að það geti hver sem er fengið leifi til svona flutninga. Hinsvegar þá er ég samála þér að ég held að krtanamaðurinn hafi verið sá eini sem vissi hvað hann var að gera. Ég held líka að röng leið hafi verið valin með þetta hús og á eftir að kinna mér það aðeins betur

Kveðja

Hinn pirraði, 18.9.2007 kl. 22:33

2 identicon

Það virðist ekki vera og í þeim tveimur flutningum sem ég hef komið nálægt á svona húsafluttningi var helsta áhyggjuefnið væri með næga heildarþyngd en ekki hvort búnaður væri við hæfi eða hvort leiðin væri yfirleitt fær út af breidd og hæð og að bílstjóri þurfi að standa í rökræðum yfir því af hverju hann vilji fara þessa leið enn ekki þá leið sem eigandi og lögrl. voru búin að ákveða á ekki að þurfa, bílstj.á alltaf að hafa ákvörðunarvaldið, það er jú hann sem ber endanlega ábyrgð.

Björn Guðmundsson (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 22:40

3 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Það er nú ekkert smávegis mál að flytja svona hús og sú staðreynd að það sé komið á áfangastað segir nú að þeir sem fluttu það hafi vitað töluvert hvað þeir voru að gera.  Það er auðvitað búið að þrælundirbúa þetta áður en lagt er af stað en má auðvitað alltaf gera betur.  Það að smávægilegar skemmdir hafi orðið á leiðinni er örugglega eðlilegur fylgikvilli flutninga af þessu tagi.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 18.9.2007 kl. 22:51

4 identicon

Í þessu verki hefði krókur verið betri en kelda; upp Hverfisgötu og Barónsstíg og

síðan inn eftir Bergstaðastræti.Stysta leiðin reyndist seinlegust og hættulegust.

Kveðjur

Einar 

einar guðjónsson (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 23:42

5 identicon

Það er ekki oft sem tvö hús lenda í árekstri hvert við annað! Held að SR verktakar voru vel að þessu verki komnir.

Jobb well done SR verktakar!

halldor Meyer (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 23:52

6 Smámynd: Sævar Einarsson

Húsið er komið á áfangastað, vonandi lærir fólkið af reynslunni hvað svona varðar.

Sævar Einarsson, 18.9.2007 kl. 23:55

7 identicon

Á ekki ad flytja Hallgrímskirkju næst?

jón gudjónsson (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 00:00

8 Smámynd: Lilli

Það er nokkuð ljóst að þessi fluttningur á þetta stóru húsi er snilgdin ein,þetta er í fyrsta skiftið sem svona stórt hús er flutt á þessu landi,þeir aðilar sem að þessum fluttningi stóðu eiga hrós skilið.Þarna voru menn sem greinilega kunnu sitt fag.Hvort að þeir eru með réttu tækin er svo annað mál,ég nefni hér dæmi um dekkjanotkun á bifreiðum okkar,er eitthvað vit í því að mæla með heils árs dekkjum fyrir þá sem búa úti á landi og lenda í ísingu uppi á heiðum á leið á milli staða...það er ekkert svo heilagt í þessum heimi að maður geti tjáð sig um að betur hefði mátt fara.Lokapunkturinn í þessu máli er sá að þessi fluttningur heppnaðist vel,og þarna voru menn sem kunnu sitt fag,það sama og þarf í öllu lífinu ef ekki eiga að verða til óhöpp.Ég óska þessu drengjum ynnilega til hamingju með vel unnið starf.

Lilli, 19.9.2007 kl. 00:18

9 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Í fyrsta lagi.  Stór hús og stærri en þetta hafa verið flutt í miðborginni áður án þess að sérstaka eftirtekt vekti.  Þar voru líka kunnáttumenn að verki með tækjabúnað sem hæfði verkinu.  Einar Guðjónsson hittir naglann á höfuðið þegar hann bendir á flutningsleiðina.  Þarna hefði krókurinn verið betri en keldan.

Ég held að ekki fari fram hjá neinum sem þekkir til svona flutninga að undirbúningur hafi verið ónógur, verkþekking af skornum skammti og bjartsýni og vilji hafi loks skilað húsinu á áfangastað. 

Sveinn Ingi Lýðsson, 19.9.2007 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband